Fréttablaðið - 18.11.2016, Síða 12
Bandaríkin Demókratar í öldunga-
deild Bandaríkjaþings eru að skoða
möguleikana á því að starfa með
Donald Trump, nýkjörnum forseta,
frekar en að fara í hart gegn honum
í hverju einasta máli.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times skýrir frá þessu og segir
þessa aðferðafræði þingmannanna
koma á óvart.
Hugmyndin er sú að Demókratar
leggi á komandi kjörtímabili áherslu
á ýmis þau mál sem Trump hefur
sjálfur sagt mikilvæg en stangast
verulega á við stefnu Repúblikan-
aflokksins.
Strax á næstu vikum muni þeir
kynna áherslumál sem þeir telja
að muni falla Trump í geð og eigi
jafnframt að höfða til hinna hvítu
kjósenda úr verkamannastétt sem
Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt
til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin
höfð í forgangi.
Demókrataflokkurinn er í miklu
uppnámi vegna úrslitanna í forseta-
og þingkosningunum í síðustu viku,
þar sem Repúblikanar fengu meiri-
hluta í báðum deildum þingsins
ásamt því að Trump vann sigur í
forsetakosningunum.
„Það er viðurkennt að það væri
mikil skammsýni að kenna bréfi
frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki
Hillary heimsótti,“ hefur The New
York Times eftir Amy Klobuchar,
öldungadeildarþingmanni Demó-
krataflokksins frá Minnesota.
Flokkurinn þarf nú að ákveða
hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart
Trump í stjórnarandstöðunni, og þar
vilja margir fara í hart gegn Trump í
hverju málinu á fætur öðru.
Þessi hópur Demókrata, sem The
New York Times vitnar til, vill hins
vegar fara allt aðra leið. Með því að
vinna náið með Trump sé hugsan-
lega mögulegt að reka fleyg á milli
hans og Repúblikanaflokksins.
Hillary Clinton tjáði sig á mið-
vikudag í fyrsta sinn opinberlega
frá því hún viðurkenndi tap sitt í
forsetakosningunum. Hún sagði
sér hafa liðið hræðilega eftir að
úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst
viljað „hnipra sig saman með góða
bók og aldrei þurfa að fara út út húsi
framar“.
Þetta sagði hún á góðgerðarsam-
komu fyrir börn, en hvatti fólk jafn-
framt til að gefast ekki upp og halda
áfram að berjast.
„Ég veit að mörg ykkar eru óskap-
lega vonsvikin vegna kosningaúr-
slitanna. Ég er það líka, meira en ég
fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég
veit að undanfarna viku hafa margir
spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu
enn það land sem við héldum að þau
væru.“
Hins vegar eigi fólk ekki að missa
trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga
það skilið. Börnin okkar eiga það
skilið.“ gudsteinn@frettabladid.is
Demókratar skoða samstarf
við nýjan Bandaríkjaforseta
Í staðinn fyrir að fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru vilja þingmenn flokksins leggja
áherslu á málefni sem hann gæti stutt en Repúblikanar eru lítt hrifnir af. Hillary Clinton segir síðustu daga
hafa verið sér erfiða. Helst hafi hún viljað kúra með hundum þeirra hjóna og ekki fara út úr húsi framar.
Umhverfismál Geymslusvæðið og
Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir
við losun malbiksafganga án til-
skilinna leyfa og stöðvaði Hafnar-
fjarðarbær þær eftir skoðun.
Lóðin sem um ræðir er að hluta
grófjöfnuð og eru engar sérstakar
mengunarráðstafanir til staðar á
lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp
um 20 þúsund tonn af malbiki til
endurvinnslu og er engin útskolun
olíuefna sjáanleg í jarðveginum
í kringum malbikshauginn. Gert
er ráð fyrir að efnið verði malað
niður á þessu svæði í janúar til mars
2017.
„Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir
Ástvaldur Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Geymslusvæðisins, spurður
um hvers vegna var farið af stað.
„Málið er nú í umfjöllun hjá
Hafnar fjarðarbæ. Það var gerð
úttekt á þessu af verkfræðistofunni
Eflu og nú er bærinn að vinna úr
upplýsingunum og við bíðum á
meðan,“ segir Ástvaldur.
Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að
taka á móti og endurvinna mal-
bik og hefur gert það um árabil á
sinni lóð.
Fyrirtækið hefur tekið við efni,
verktökum að kostnaðarlausu
með það í huga að endurvinna það
í nýjar blöndur og spara þannig
bik, steinefni og orku. En markaðir
eru erfiðir þessa stundina og ekki
hefur gengið sem skyldi að koma
því á markað. Hefur efnið því safn-
ast upp á lóð fyrirtækisins.
Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá
Geymslusvæðinu til að geyma
efnið á lóð fyrirtækisins þangað til
markaðurinn glæðist. Lóð Geymslu-
svæðisins er skilgreind sem iðnaðar-
lóð í gildandi aðalskipulagi Hafnar-
fjarðar.
Sigþór Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið
lykta af pólitík. Hann bendir á að
vegna plássleysis geti fyrirtækið
ekki lengur tekið við efni.
„Það safnast meira upp en hefur
náðst að nýta. Nú er loks verið að
fara að skoða hvað er hægt að gera
við allt þetta efni og vinnuhópur
kominn á fót. Malbik er 100 pró-
sent endurvinnanlegt og Ísland þarf
að komast á þann stað sem aðrar
þjóðir eru á gagnvart því að endur-
vinna malbik,“ segir Sigþór.
Hópurinn samanstendur af mal-
bikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni,
sveitarfélögum, Umhverfisstofnun
og Sorpu. – bbh
Tuttugu þúsund tonn af malbiksafgöngum bíða endurvinnslu
heilBrigðismál Sýklalyfjanotkun
er sem fyrr hæst á Íslandi miðað við
hin Norðurlöndin, en er um miðbik
ef miðað er við öll Evrópulönd. Hins
vegar er sýklalyfjanotkun hjá dýrum
hér á landi áfram ein sú minnsta í
Evrópu og hefur minnkað stöðugt
frá 2010.
Þetta kemur meðal annars fram
í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um
sýklalyfjanotkun hjá mönnum og
dýrum.
Kostnaður vegna sýklalyfja á
verðlagi ársins 2015 var um millj-
arður króna, heldur hærri en á
árinu 2014 og var hann í fjórða sæti
yfir söluverðmæti allra lyfjaflokka
á Íslandi. Hins vegar var kostnaður
sýkingalyfja hjá dýrum rúmlega 120
milljónir króna, heldur hærri en á
árinu 2014. Heildarsala sýklalyfja
hjá mönnum jókst um tæp fjögur
prósent á milli áranna 2014 og 2015
en salan hafði áður verið minnkandi
frá 2010. Þessi aukning 2014-2015
virðist einkum skýrast af aukinni
notkun innan heilbrigðisstofnana
en á því eru ekki fullnægjandi skýr-
ingar, að sögn sóttvarnalæknis.
„Af skýrslunni má draga þá
ályktun að enn eigum við Íslend-
ingar nokkuð í land með að draga
úr notkun sýklalyfja hjá mönnum
og draga þannig úr hættunni á
útbreiðslu sýklalyfjaónæmra bakt-
ería. […] Til að stemma stigu við
útbreiðslu sýklalyfjaónæmis þurfa
margir aðilar hér á landi að taka
höndum saman […] stuðla að skyn-
samlegri notkun sýklalyfja innan
sem utan heilbrigðisstofnana, halda
sýklalyfjanotkun áfram í lágmarki
hjá dýrum, byggja upp viðunandi
salernisaðstöðu fyrir ferðamenn
og efla eftirlit með bakteríum í inn-
lendum sem erlendum ferskum
kjötvörum. Aðeins á þann hátt
munum við ná árangri í baráttunni
gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“
segir í skýrslunni. – shá
Sýklalyfjanotkun sem fyrr mest á Íslandi af Norðurlöndunum
Umferð Sviðsstjóri skipulags- og
umhverfissviðs í Grindavík óskaði
á bæjarráðsfundi á þriðjudag eftir
hraðatakmarkandi aðgerðum á
Gerðavöllum í bænum. Óskaði
sviðsstjórinn eftir viðauka við
fjárhagsáætlun ársins 2016 til að
setja upp tvær hraðahindranir við
götuna, í samræmi við ákvörðun
bæjarráðs frá því í júní. Lagði
bæjarráð það til við bæjarstjórn að
samþykktur verði viðauki við fjár-
hagsáætlun ársins 2016 upp á 1,7
milljónir króna sem komi til lækk-
unar á handbæru fé. – bbh
Grindavíkingar
takmarka hraða
Umhverfismál Borgarstjórn sam-
þykkti á fundi sínum á þriðjudag að
móta og hefja aðgerðir gegn notkun
einnota umbúða í borginni. Er
horft til þess hvernig auðvelda megi
borgarbúum að komast hjá einnota
umbúðum og velja annað en t.d.
plastpoka og annars konar einnota
umbúðir.
Aðgerðaáætlun verður samin
í samstarfi við gras-
rótarsamtök, sam-
tök um verslun og
þjónustu, starfs-
menn borgarinnar
og íbúa. Þá verði
einnig skoðað hvern-
ig megi standa
að fræðslu
til að ná
þessum
mark-
m i ð -
u m .
Þá á að
rýna í
aðra mark-
aða stefnu
b o r g a r i n n a r
sem kann að skipta
máli fyrir verkefnið og hafa
þær stefnur til hliðsjónar sem
þegar hafa verið samþykktar
í umhverfis-, auðlinda- og
úrgangsmálum. – bbh
Plastpokar
í ruslið
Ég veit að mörg
ykkar eru óskaplega
vonsvikin vegna kosninga
úrslitanna. Ég er það líka,
meira en ég fæ með orðum
lýst.
Hillary Clinton
Ávísanir á sýklalyf eru áfram hlutfallslega mestar hjá börnum 0-4 ára.
Fréttablaðið/Pjetur
Malbik fræst upp á reykjavíkurflugvelli.
Mynd/Sólveig gíSladóttir
Hillary Clinton segist helst hafa viljað hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út úr húsi aftur. nordiCPHotoS/aFP
Við töldum okkur
hafa leyfi.
Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri
Geymslusvæðisins
1
milljarður króna fór í kaup á
sýklalyfjum hérlendis í fyrra.
1 8 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 f Ö s T U d a g U r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
5
5
-3
9
3
4
1
B
5
5
-3
7
F
8
1
B
5
5
-3
6
B
C
1
B
5
5
-3
5
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K