Fréttablaðið - 18.11.2016, Side 26

Fréttablaðið - 18.11.2016, Side 26
Í augum margra er hann faðir minn sannkallaður ævintýramaður. Óútreiknanlegur og spennandi. Hann starfar sem leiðsögumaður og er alltaf með annan fótinn á Íslandi en hinn, tja, einhvers staðar annars staðar. Hann er fljótur að kynnast nýju fólki og þó hann sjálfur hleypi ekki hverjum sem er að sér (og í raun afar fáum) lítur fjöldi fólks um allan heim á hann sem trúnaðarvin og segir honum jafnvel sín dýpstu leyndarmál. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvar pabbi sé staddur og hvað hann sé að gera: „Oh! Hvað er hann pabbi þinn að bralla skemmtilegt núna? Hvar í heiminum er hann? Hvað er hann að gera þar? Hvað ætlar hann svo að gera næst? Veistu það? Verður hann eitthvað á Íslandi á næstunni? Það er alltaf svo spenn­ andi að fylgjast með honum!“ Og þó ég hafi e.t.v. ekki alltaf verið ýkja hrif­ in af lítilli viðveru hans hér heima og stöðugu spurningaflóði ættingja og vina, hefur spennandi líferni hans oft veitt mér innblástur og ég fengið að ferðast mikið og kynnast heiminum á annan hátt en margir jafnaldrar mínir. Fyrir rúmu ári síðan tók pabbi á móti bandarískum hópi ferðamanna í Leifsstöð og fór með þeim í tíu daga ferð í kringum landið. Í þessum hópi var áttræð ekkja frá Manhattan sem ákvað strax á fyrsta degi ferðar að kynnast Íslandi enn betur og koma aftur að ári liðnu. Þá ákvörðun stóð hún við og í sumar ferðuðust þau pabbi um landið og skoðuðu alla króka og kima. Þar sem eitt helsta áhugamál pabba er alþjóðastjórn­ mál, barst talið eitt kvöldið að for­ setakosningum Bandaríkjanna 2016. Eitt leiddi af öðru og áður en pabbi vissi af var honum boðið í heimsókn til Bandaríkjanna. Afþakkaði heimboðið En þetta heimboð var ekki bara hve­ nær sem er, hvert sem er né heldur í hvaða erindagjörðum sem er. Nú stóð pabba skyndilega til boða að heimsækja blómafylkið Flórída, vetrardvalarstað ekkjunnar, um áramótin. Og nei, ekki stóð til að spranga léttklædd um á ströndinni með sólgleraugu á nefinu, né heldur myndataka með Mikka mús, ef út í það er farið. Honum var hér með formlega boðið í áramótateiti ein­ hvers umdeildasta manns okkar daga, Donalds Trump. Svo hvar er pabbi? Hvað er hann að bralla skemmtilegt núna? Og hvar í veröldinni verður hann um næstu áramót? Situr hann tveimur borðum frá verðandi forseta Bandaríkjanna og bíður eftir litríkri flugeldasýningu til marks um að árið 2017 sé gengið í garð? Árið sem Trump tekur við for­ setaembætti eins valdamesta ríkis heims nú á dögum. Árið sem margir óttast. Árið sem allt getur gerst. Nei, hann verður á Snæfellsnesi. Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að afþakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Ég get því með stolti sagt að þessi áramót sé faðir minn steinasafnvörður á Snæfellsnesi. Hann er ekki gestur Trumps, hvorki í áramótateiti né annars staðar og ég vona að sem fæstir taki boðum hans næstu fjögur ár, allavega valdboðum hans. Áramótateiti Trumps? Hann verður á Snæfellsnesi að gæta steinasafns vinar síns og var sko ekki lengi að af- þakka heimboðið til Flórída þegar hann vissi hver héldi veisluna. Hulda Vigdísardóttir íslenskufræð- ingur Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveit­ arfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum við­ heldur óréttlætanlegum launa­ mun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskóla­ kennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistar­ lífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sam­ bærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuð­ um skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar Sambands sveitar­ félaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistar­ skólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistar­ skólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kenn­ arasamtökin stjórnmálafram­ boðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistar­ skólakennara til launa saman­ borið við aðra sambærilega kenn­ arahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkenn­ arar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. Fram­ sókn: Eðlilegt að launakjör kenn­ ara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. Samfylking: Tón­ listarkennarar séu metnir að verð­ leikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tón­ listarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennara­ hópa með sambærilega menntun. Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. Viðreisn: Tón­ listarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistar­ skólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitar­ stjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samn­ inganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðli­ legar og sanngjarnar launaleið­ réttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífs­ ins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verð­ leikum. Kjarabarátta tónlistarkennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasam- bands Íslands Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tón- listarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is FRÁBÆR SKEMMTU N FYRIR KRAKKA Á ÖLLUM ALDRI KOMIÐ Í VERSLANIR ÞROSKANDI & SKEMMTILEGT SPIL SEM FÆR KRAKKA TIL AÐ LEIKA OG TALA SAM AN 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r26 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 5 -3 4 4 4 1 B 5 5 -3 3 0 8 1 B 5 5 -3 1 C C 1 B 5 5 -3 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.