Fréttablaðið - 18.11.2016, Page 40

Fréttablaðið - 18.11.2016, Page 40
Sýningu Textílfélagsins Samtvinn- að lýkur sunnudaginn 20. nóvem- ber en hún stendur yfir í Anarkíu listasal, Hamraborg 3 í Kópavogi. Alls sýna 23 félagskonur þar fjöl- breytt verk „sem flest eiga það sameiginlegt að tengjast þræðin- um á einn eða annan hátt, en eru unnin með margvíslegri tækni“. Meðal þeirra sem sýna verk í Anarkíu eru Aðalbjörg Erlends- dóttir, Anna Gunnarsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Ásta V. Guðmunds- dóttir, Bryndís G. Björgvinsdótt- ir, Guðlaug Halldórsdóttir, Guð- rún J. Kolbeins, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Hanna Pétursdótt- ir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir. Textílfélagið var stofnað árið 1974 með það að markmiði að kynna list félagsmanna og hönn- un, bæði á innlendum og erlend- um vettvangi og er félagið meðal aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðv- ar Íslands. Sýningin er opin á laugardag og sunnudag milli klukkan 15-18. Textílverk í Anarkíu Því hefur lengi verið haldið fram að fólk borði meira þegar það fær ekki nægan svefn. Nú hafa vísindamenn sýnt fram á með rannsóknum hversu miklu meira fólk borðar þá daga sem það berst við að halda augunum opnum en niðurstöðurnar voru birtar í nóvemberhefti European Journal of Clinical Nutrition. Í ljós kom að þátttakend­ ur rannsóknarinnar sem sváfu í minna en fimm og hálfan tíma borðuðu að meðaltali 385 kal­ oríum meira en þeir sem fengu nægan svefn. Til þess að gera illt verra þá voru þeir sem eru vansvefta líklegri til að sleppa próteini og borða frekar fiturík­ an mat. Þó að það geti alveg verið í lagi að fá sér nokkrar sneið­ ar af pitsu eða franskar kart­ öflur af og til þá safnast þær kal­ oríur, sem sporðrennt er auka­ lega þegar þreytan sverfur að, saman. Það getur því leitt til fitusöfnunar ef svefnleysið varir í lengri tíma og ekki hollt til langframa. Þreyttir borða meira Viðskiptavinir Lindex sem eru í vildar- og fríðindaklúbbnum More at Lindex geta skilað notuðum Lindex- fatnaði og fengið inneign í staðinn. More klúbburinn er nýjung hjá Lindex sem fyrirtækið kynnir í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá opnun búðarinnar á Íslandi. Lindex vinnur að verkefninu með Rauða krossi Íslands en því er ætlað að hvetja til endur- nýtingar. Flíkurnar munu öðl- ast nýtt líf í verslunum Rauða krossins og/eða verða endurunn- ar þar sem þær verða nýttar á ný í framleiðslu á nýjum vörum. Klúbbfélagar munu einnig njóta ýmissa annarra fríðinda og safna punktum í hvert sinn sem þeir versla. Klúbbmeðlimir geta einnig sótt um sérstakt Lindex-greiðslu- kort þar sem þeir fá vaxtalaust lán í allt að 50 daga. Fá inneign fyrir notaðar flíkur Lindex Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur! RÚM RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á facebook Opið alla virka daga frá kl. 09.00-18.00, laugardaga 10.00-14.00, sunnudaga lokað ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Vinsæli handáburðurinn frá Crabtree & Evelyn er kominn! 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r10 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 5 -2 0 8 4 1 B 5 5 -1 F 4 8 1 B 5 5 -1 E 0 C 1 B 5 5 -1 C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.