Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 53
Ómissandi í jólabaksturinn!
*Takmarkað magn
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
18
3
3
Bækur
Netið
HHHHH
Lilja Sigurðardóttir
Útgefandi: JPV-útgáfa 2016
Fjöldi síðna: 353
Í bókaflóðinu í fyrra var Gildran eftir
Lilju Sigurðardóttir eitt það hressi-
legasta sem rak á fjörur. Þar var
sleginn nýr tónn í íslenskri spennu-
sagnagerð, bókin var öskrandi
aksjónkrimmi með vel dregnum
persónum og slungnu plotti sem
gladdi glæpasagnafíkla með nýjum
sjónarhornum á íslenskan veruleika.
Netið er
þráðbeint
framhald
G i l d r -
unnar og
hér eru
persónur
þær sömu,
þótt örfáar
bætist í
hópinn, og
aksjónin
ef eitthvað
e r e n n
meiri og
flóknari .
Sonja, aðalpersónan, er enn föst í neti
alþjóðlegs eiturlyfjahrings og ástkona
hennar, Agla, stendur enn í flóknum
fjármálagjörningum sem hvorki þola
dagsljósið né rannsókn sérstaks sak-
sóknara. Bragi tollvörður hugsar enn
um deyjandi konu sína og Adam, fyrr-
verandi eiginmaður Sonju, notar enn
Tómas son þeirra sem keyri á hana
til að fara að vilja hans. Allt gott og
blessað, svo langt sem það nær.
Styrkur Gildrunnar liggur fyrst og
fremst í næmri persónusköpun og
væntumþykju höfundar gagnvart
persónum sínum, en í Netinu er eins
og sú væntumþykja hafi dvínað. Allt
þetta siðblinda fólk verður ósköp
eintóna og þreytandi á þessum 353
síðum og lesandinn finnur ekki
til nokkurrar samúðar með þeim,
er slétt sama um afdrif þeirra og
áhyggjur og því dettur botninn úr
spennunni. Æsileg og ótrúverðug
atburðarásin bætir ekki úr skák og
þótt leikurinn berist víða um lönd,
frá Íslandi til Grænlands og Mexíkó
með viðkomu í stórborgum Evrópu,
kviknar áhugi lesandans ekki. Maður
stendur sig næstum því að því að
dæsa mæðulega og segja stundar-
hátt; nei hættu nú alveg, þetta gengur
engan veginn upp. Þau viðbrögð eru
væntanlega ekki það sem höfundar
spennusagna sækjast eftir að ná fram
hjá lesendum sínum.
Íslenskir glæpasagnahöfundar eru
í „mikilli sókn“ á erlendum mörkuð-
um og skiljanlega er útgáfa erlendis
eftirsóknarverð og gleðileg fyrir höf-
unda sem skrifa á þessu örtungumáli
sem enginn skilur. Það er hins vegar
verra ef sú hugsun að skrifa fyrir
alþjóðlegan markað tekur ráðin af
höfundum og þeir gleyma því að
það sem gerir nordic noir áhugavert
og spennandi fyrir lesendur annarra
landa er sérstaðan og hin sálfræði-
lega næmni sem margir af bestu
norrænu glæpasagnahöfundum eru
þekktir fyrir. Netið er skrifað beint
inn í bandaríska aksjónþrillera-
hefð og það kemur vægast sagt ekki
nógu vel út þegar bakgrunnurinn
er íslenskur veruleiki. Þá verður
útkoman bara enn einn þrillerinn
sem geysist um heim alþjóðlegra
eiturlyfjahringa og hvítflibbaglæpa-
manna án þess að bæta neinu við
lýsingar á þeim heimum í öðrum
sams konar sögum. Þegar ofan á
bætist að persónurnar sem höfundur
Gildrunnar lagði svo mikla alúð við
að gæða lífi og lit eru orðnar útflattar
og líflausar er útkoman harla rýr í
roðinu og skilur lesandann eftir með
hálfgert óbragð í munni.
Friðrika Benónýsdóttir
NiðurStaða: Æsilegur aksjónþriller
með ótrúlegri atburðarás en dauflega
dregnum persónum og yfirdrifnu plotti.
Örlítið minni diskant,
takk Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstak-lega vel af stað á þessu hausti.
Næstu tónleikar eru á sunnudags-
kvöldið undir yfirskriftinni Contrast –
Fragments, eða andstæður – brot. En
á meðal verka er nýtt verk eftir Unu
Sveinbjarnardóttur sem hún segir að
hafi reyndar verið frumflutt á Dalvík
í sumar. „Við erum þarna hópur sem
var að spila saman á Bergmálshátíð-
inni á Dalvík í sumar. Við ætlum að
spila verk eftir mig við Vögguvísu
eftir Ragnar Helga Ólafsson og það
er í fyrsta skipti sem ég sem fyrir
undirbúið píanó en ég er að spila á
víólu í því verki. Með mér verða svo
þau Kristján Karl Bragason á píanó,
Grímur Helgason á klarínett og Haf-
dís Vigfúsdóttir á flautu og síðast en
ekki síst Hildigunnur Einarsdóttir,
mezzósópran.
Svo verðum við líka með lítil fiðlu-
verk eftir mig, Bartók; Contrasts tríóið
fyrir fiðlu, klarínett og píanó og sitt-
hvað fleira en þetta verður mjög fjöl-
breytt og skemmtileg efnisskrá. Fleiri
íslensk verk verða á efnisskránni auk
þess sem franskur impressjónismi
kemur við sögu. Þannig að það verða
þarna bæði andstæður og brot enda
er það yfirskriftin.“
Una segir að það sé skemmtilegt
hversu vel Tíbrá hefur farið af stað í
haust. „Það er gaman að hafa svona
röð í gangi í Kópavogi því það er svo
mikið að gerast í Hörpu og skemmti-
legt að láta þetta dreifast aðeins. Þetta
er æðislegur salur og það er alltaf
gaman að spila þarna. – mg
Andstæður og brot í Salnum
Hildigunnur, Hafdís, Grímur, Una og Kristján Karl verða í Salnum á sunnudagskvöldið.
M e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 41F Ö S t u D a g u r 1 8 . N ó v e M B e r 2 0 1 6
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
5
4
-F
9
0
4
1
B
5
4
-F
7
C
8
1
B
5
4
-F
6
8
C
1
B
5
4
-F
5
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K