Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 62
Toblerone-neytendur voru niður- brotnir eftir umdeildar breytingar sem ráðist var í fyrir skömmu þar sem meira bil er á milli bitanna. Breytingarnar koma til vegna aukins framleiðslukostnaðar að sögn framleiðandans, Mondelez International. Þessar breytingar ná ekki til Íslands, samkvæmt Innnesi, sem flytur súkkulaðið inn. „Við flytjum inn 360 gramma Toblerone. Það sem deilurnar standa um er eingöngu selt í bresk- um lágverðsverslunum,“ segir Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Innnesi. Hann segir að breytingarnar sem hafa orðið á 360 gramma súkkulaðinu séu litlar en það var áður 400 grömm. „Þetta súkkulaði sem deilurnar standa um kemur ekkert til Íslands. 360 gramma stykkið hefur aðeins rýrnað en það er óverulegt.“ Eftir breytingarnar er 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm og 170 gramma súkkulaðið 150 grömm, samkvæmt fréttum BBC. Málið var rætt á breska þinginu í gær þar sem þingmaðurinn Colin Beattie kallaði eftir aðgerðum frá forsætis- ráðherranum, Theresu May. Sagði þingmaðurinn að þetta væri bein afleiðing af Brexit. „Þetta er ein birtingarmynd af Brexit. Ég kalla eftir aðgerðum frá breskum stjórn- völdum gegn þessum breytingum,“ sagði Beattie á þinginu. May var ekki búin að svara tillögu þing- mannsins. „Íslenskir Toblerone-aðdáendur geta andað léttar og fá sitt Toble- rone. Þau stykki sem við erum að selja hafa ekki orðið fyrir miklum breytingum.“ benediktboas@365.is Íslenskir Toblerone-aðdáendur geta andað 40 grömmum léttar 360 gramma Toblerone var áður 400 grömm. Örlítið lengra bil er á milli bitanna. FréTTablaðið/GVa V ið erum kát með þetta,“ segir Krist-inn Jóhannsson, e i g a n d i B r yg g j -unnar í Grindavík, en bandaríska leik- konan Sigourney Weaver sagði í viðtali að humarsúpan á veitinga- staðnum væri besti matur sem hún hefði smakkað í ferðalögum sínum um heiminn. „Á Íslandi fórum við í lítið sjávarþorp rétt fyrir utan Reykjavík sem heitir Grindavík og þar var indælt kaffi- hús þar sem sjómenn eru fasta- gestir,“ segir leikkonan meðal ann- ars í viðtalinu. „Þar var boðið upp á humarsúpu sem var hnausþykk og borin fram með nýbökuðu brauði. Þetta bjargaði okkur á sínum tíma því annars hefðum við pottþétt fengið lungnabólgu,“ segir Weaver. Humarinn í súpuna kemur frá Þor- lákshöfn en engin humarvinnsla er í Grindavík eftir að kvótinn var seldur. „Þetta er súpa sem kokkur á fiskiskipi kenndi mér að búa til. Hann á sinn heiður af henni þó við séum búin að betrumbæta hana aðeins. Þegar við vorum að byrja leituðum við til manns sem var tilbúinn að kenna okkur að gera góða humarsúpu því sjálfur er ég ekki veitingamaður en var með húsnæði sem passaði vel í að opna veitingastað,“ segir Kristján. Mikil vinna fer í hvern disk en súpan er gerð frá grunni og segir Kristján að hvergi sé leiðin stytt. „Þetta er allt búið til hér á staðnum. Hún er svolítið sérstök hvað það varðar. Það var gaman að fá Weaver í heimsókn í sumar og það var eng- inn að ónáða hana. Það fór vel um hana greinilega,“ segir hann stoltur. Hann er ekki síður stoltur af því að allt sem er til sölu sé búið til á staðnum. „Humarsúpan var alltaf fyrst bara á föstudögum en svo varð hún svo vinsæl að nú er hún á hverjum degi.“ benediktboas@365.is Humarsúpan magnaða sem Weaver segir að sé hnausþykk og dásamleg. Mynd/bryGGjan 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r50 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð Lífið Weaver elskar humarsúpuna í Grindavík Bandaríska leikkonan Sigourney Weaver segir í viðtali við ferðavefsíðuna Condé Nast Traveler að besti matur sem hún hafi fengið á heimshornaflakki sínu sé humarsúpan á Bryggjunni í Grindavík. Súpan er gerð frá grunni en uppskriftin kemur úr óvæntri átt. Weaver hefur verið tilnefnd þrisvar sinnum til Óskars- verðlauna en aldrei unnið. Mynd/GeTTy 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 5 -3 E 2 4 1 B 5 5 -3 C E 8 1 B 5 5 -3 B A C 1 B 5 5 -3 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.