Fréttablaðið - 07.10.2016, Side 2
Samfélag „Það er okkur mikilvægt
að minnka hávaðann í vopnunum
sem verið er að nota, til að draga úr
hættu á heyrnarskaða sem er mjög
algengur fylgifiskur skotveiða,“
segir Jón Hávarður Jónsson, for-
maður Félags leiðsögumanna með
hreindýraveiðum.
Nýjar reglur sem heimila veiði-
mönnum að nota hljóðdeyfa tóku
gildi í liðinni viku. Þessi breyting er
til samræmis við hliðstæðar reglu-
gerðir á öðrum Norðurlöndum og
tekur til stærri veiðiriffla.
Reglugerðin var unnin af innan-
ríkisráðuneytinu í samstarfi við
embætti ríkislögreglustjóra, Lög-
reglustjórafélag Íslands, lögreglu-
stjórann á höfuðborgarsvæðinu og
Umhverfisstofnun.
Lögreglustjórar veita heimild til
notkunar hljóðdeyfis og er gerð
krafa um að hljóðdeyfirinn sé
geymdur í sérútbúnum vopnaskáp.
Samkvæmt íslenskum vopna-
lögum hefur hingað til ekki verið
heimilt að breyta vopnum, til
dæmis með því að setja hljóðdeyfi
framan á byssu.
Í tilkynningu innanríkisráðu-
neytisins segir að með notkun
hljóðdeyfa verði hávaðinn um 130
dB sem er undir sársaukamörkum
og dragi því úr hættu á heyrnar-
skemmdum.
Gunnar Bjarnason, formaður
Skotveiðifélags Reykjavíkur og
nágrennis, segir félagið vera mjög
ánægt með breytinguna.
„Sterkustu rökin fyrir því að leyfa
hljóðdeyfa eru tengd heilsuvernd,
þá einkum varðandi heyrn veiði-
manna og ekki síst hjá leiðsögu-
mönnum,“ segir Gunnar.
Formaður Skotveiðifélagsins seg-
ist jafnframt vona að nýju reglurnar
muni hafa í för með sér minni
skörun milli veiðimanna annars
vegar og útivistarfólks hins vegar.
Þá muni dýralíf verða fyrir minni
truflun. thorgeirh@frettabladid.is
Veður
Suðaustanáttin verður stíf víða um land
og getur náð stormi syðst á landinu.
Norðanlands verður allvíða sólríkt, en
syðra verður skýjað með rigningu öðru
hverju. Sjá Síðu 24
Góður gestur á leiknum
Adam Williams, breskur lögregluþjónn, og kærasta hans, Catherine Janes, voru afar spennt fyrir landsleik Íslendinga og Finna í gær. Williams var
stunginn eftir leik Íslands og Frakklands á EM í sumar. Hann er mikill stuðningsmaður Íslands. „Ég er mjög spenntur, ég held að leikurinn fari 3-0 fyrir
Ísland. Svo langar mig að þakka öllum sem buðu mér hingað,“ sagði Williams fyrir leikinn sem lauk með 3-2 sigri Íslands. Fréttablaðið/anton brink
SEVILLA
11. nóvember í 3 nætur
Netverð á mann frá kr. 49.750 m.v. 2 í herbergi
m/morgunmat.
Hotel Catalonia
Santa Justa
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
49.750
m/morgunmat
Helgarferð til ÁÐUR KR. 79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
FY
RI
R2 1
á flugsæti
m/gistingu
Veiðimenn fá að nota
hljóðdeyfa á rifflana
Hljóðdeyfar draga úr líkum á heyrnarskemmdum og minnka truflun hjá öðru
útivistarfólki. Mjög mikilvægt er að minnka hávaðann segir formaður Félags
leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Skotveiðimenn segjast mjög ánægðir.
Sterkustu rökin
fyrir því að leyfa
hljóðdeyfa eru tengd heilsu-
vernd, þá einkum varðandi
heyrn veiðimanna og ekki
síst hjá leiðsögumönnum
Gunnar Bjarnason, formaður Skotveiði-
félags Reykjavíkur og nágrennis
riffill með hljóðdeyfi. Fréttablaðið/Eyþór
Hreindýrin eiga framvegis von
á hljóðlátari skotveiðimönnum.
Fréttablaðið/ViHElm
SVíÞjÓð Fyrrverandi starfsmaður
Svíþjóðardemókrata, sem kallar sig
Egor Putilov, mun sæta rannsókn
vegna gruns um peningaþvætti.
Fasteignaviðskipti hans við dæmd-
an rússneskan kaupsýslumann hafa
verið kærð til efnahagsbrotadeildar
sænsku lögreglunnar.
Putilov, sem gengið hefur undið
fimm nöfnum en heitir í raun
Alexander Fridback, keypti ein-
býlishús af Rússanum og seldi það
síðan fyrir nær tvöfalt hærra verð.
Grunur leikur á að um lið í peninga-
þvætti hafi verið að ræða. Rússneski
kaupsýslumaðurinn, sem afplánar
nú fangelsisdóm, er sagður tengjast
rússneskum yfirvöldum. – ibs
Svíar rannsaka
peningaþvætti
írland Írska ríkisstjórnin hyggst
fara fram á samningaviðræður við
Evrópusambandið um að landa-
mærunum að Norður-Írlandi verði
áfram haldið opnum eftir að Bret-
land hefur formlega yfirgefið Evr-
ópusambandið.
Írar hafa áhyggjur af því að brott-
hvarf Bretlands leiði til að landa-
mærum Írlands og Norður-Írlands
verði vandlega lokað, fari svo að
samningaviðræður Breta við Evrópu-
sambandið endi með því að Bretar
skelli öllu í lás.
Sérsamningur við Írland myndi
hins vegar þýða að íbúar annarra Evr-
ópusambandsríkja ættu áfram greiða
leið til Bretlands um Írland. – gb
Írar vilja áfram
opin landamæri
Charles Flanagan,
utanríkisráðherra
Írlands,
SkÓlar Börn í leikskólanum Trölla-
borg á Hofsósi léku sér um stund
í myglu í húsnæði leikskólans.
Myglan einskorðaðist við háaloft
hússins.
Foreldrar barna á Hofsósi urðu
eðlilega skelkaðir þegar myglan
kom í ljós en Anna Árnína Stef-
ánsdóttir leikskólastjóri segir að
myglan sem fannst hafi ekki verið
skaðleg og því hafi foreldrar og
starfsfólk róast.
„Húsið er frekar lélegt. Þetta er
ekki þessi hættulega mygla en það
þarf auðvitað að laga þetta. Þegar
niðurstaða kom þá róuðust allir og
það er verið að vinna í málinu.“
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
vestra segir í fundargerð að eftir
þrif og þéttingu á loftlúgu hafi myg-
lugró í leikstofum barna ekki verið
til staðar. Heilbrigðisnefnd vill fá
tímasetta áætlun um endurbætur
á húsnæðinu fyrir lok nóvember
2016. – bbh
Börnin léku sér í
myglu á Hofsósi
Jimmy Åkesson,
formaður
Svíþjóðar-
demókrata
7 . o k t Ó b e r 2 0 1 6 f Ö S t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
7
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
6
-5
6
A
0
1
A
D
6
-5
5
6
4
1
A
D
6
-5
4
2
8
1
A
D
6
-5
2
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K