Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 8
www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af vetrinum Rúðuvökvi TjöruhreinsirOSRAM perur N1 þjónustustöðvar og verslanir um land allt. Rúðusköfur 795 kr. 999 kr. Verð frá 330 kr. Verð frá 595 kr. Vertu á undan vetrinum Rúðuvökvi 2,5 lítrar með allt að -18°C frostvörn. Hreinsar tjöru og önnur óhreinindi af bílnum. Vertu með öll ljós kveikt í umferðinni. Skilvirkasta tækið á snjóþungum degi. Samfélag Stúlkum með meðal- talseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mik- inn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, dokt- orsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukn- ingu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rann- sókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þung- lyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mik- ils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niður- stöður kannana á kvíða og þung- lyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á sam- félagsmiðlum ýti undir þessi ein- kenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook. Ingibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélags- miðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir. benediktboas@frettabladid.is Stelpur sem búa við erfiða fjárhagsstöðu eru í mestri hættu á að þjást af kvíða. 63,1% stúlkna metur andlega heilsu sína góða árið 2016 Leiðbeiningar frá borginni og landlækni Á Lýðheilsuráðstefnu Reykjavíkur- borgar og Landlæknisembættisins á þriðjudag verður rætt um kvíða- rannsóknina og tölur sýndar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir niðurstöðurnar áhugaverðar. „Þessi mál þarf að taka föstum tökum. Af einhverjum ástæðum er kvíði að aukast hjá unglingum, sér- staklega stúlkum. Til dæmis finnst mér þurfa að ræða hvort borgin og landlæknir eigi að gefa út leiðbein- ingar til foreldra um svefn, snjall- tæki og sam- félagsmiðla. Við gerðum þetta með útivistartíma og samverustundir fjölskyldna fyrir tveimur áratugum. Er nú tími kominn á þetta? Það verður fjallað um þetta á þessari ráðstefnu,“ segir borgarstjóri. ✿ Stúlkur í 8.-10. bekk með einkenni kvíða 2003 9% 2016 17% Kvíðnar vegna samfélagsmiðla Augljós tengsl eru á milli lítils svefns og mikillar notkunar á samfélagsmiðlum og kvíða og þung- lyndis hjá stúlkum í 8.-10. bekk. Stúlkum sem eru meira en sex tíma á dag á samfélagsmiðlum fjölgar. Kjaramál „Við erum að fara yfir hvernig þetta leit út þegar við kusum um síðasta samning. Hvað var  verið að fella, hvað  var  gott, hvað er vont og hvað má bæta. Við erum að taka púlsinn á fólkinu okkar,“ segir Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara. Ólafur  ferðast nú um landið og fundar með kennurum sem felldu nýjan samning í september.  – þea Ræða samning sem var felldur Samfélag Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis verður opnuð við Bústaðaveg í Reykjavík á næst- unni. Á miðvikudag skrifuðu níu samstarfsaðilar um verkefnið undir viljayfirlýsingu þess efnis. Markmið miðstöðvarinnar er að veita þolendum ofbeldis samhæfða þjónustu og ráðgjöf, viðtöl við félagsráðgjafa og lögreglu ásamt við- tölum við grasrótarsamtök á borð við Stígamót og Drekaslóð, þeim að kostnaðarlausu. – snæ Samhæfð hjálp fyrir þolendur Undirritun viljayfirlýsingar um miðstöð fyrir þolendur. Fréttablaðið/Ernir 7 . o K t ó b e r 2 0 1 6 f Ö S t U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -9 1 E 0 1 A D 6 -9 0 A 4 1 A D 6 -8 F 6 8 1 A D 6 -8 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.