Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 10
Frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis
ALÞINGISKOSNINGAR 29. október 2016
Auglýsing um viðtöku framboða og fleira
Framboðsfrestur til alþingskosninga, sem fram eiga að fara
þann 29. október 2016, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn
14. október nk. Framboð í Suðvesturkjördæmi skal tilkynna
skriflega til yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, sem veitir
þeim viðtöku í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði,
föstudaginn 14. október 2016, kl. 10 til 12 fyrir hádegi.
Á framboðslista skulu vera nöfn 26 frambjóðenda, eða tvöfalt
fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki
fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda,
kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili.
Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á
listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.
Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum
í Suðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða
stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Tilgreina skal nafn
meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda
skal vera 390 hið fæsta og eigi fleiri en 520. Sami kjósandi má
ekki mæla með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir,
verður kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Loks
skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um
það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans.
Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit
meðmælendalista. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst
til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti
á þar til gerðu vefsvæði á www.Ísland.is áður en þeim er skilað
til yfirkjörstjórnar.
Fundur yfirkjörstjórnar til að úrskurða um framboð, þar sem
umboðsmönnum framboðslista gefst kostur á að vera
viðstaddir, verður haldinn í Íþróttahúsinu Kaplakrika í
Hafnarfirði, laugardaginn 15. október 2016, kl. 12 á hádegi.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 29. október 2016,
verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í
Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning
atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22. Fyrstu kjörkassar
verða opnaðir kl. 18:30 og hefst þá flokkun atkvæða.
4. október 2016.
Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis,
Jónas Þór Guðmundsson,
Guðrún Sesselja Arnardóttir,
Elín Jóhannsdóttir,
Ástríður Sólrún Grímsdóttir,
Eysteinn Jónsson.
6 vikna námskeið
fyrir konur
Hefst 10. okt.
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is
Barre æfingakerfið er sérstaklega samsett styrktar- og
teygjuæfingakerfi sem mótar fallega vöðva og grennir
allan líkamann.
Unnið mest með eigin líkamsþyngd bæði á gólfi og við stöng.
Vöðvarnir eru þjálfaðir að þreytumarki eftir ákveðnu kerfi
ofhleðslu og teygjuæfinga. Stífar æfingar fyrir rass, kvið og læri
skila þeim grönnum, stinnum og stæltum.
Nánari upplýsingar og skráning á www.hreyfing.is
Noregur Norska Nóbelsverðlauna-
nefndin hefur undanfarið lagt tölu-
verða vinnu í að finna vonarglætu
friðar í annars harla ófriðvænlegum
heimi. Niðurstaðan verður kynnt í
dag klukkan 11 að norskum tíma, en
þá verður klukkan níu hér á Íslandi.
Þetta verður í 97. skiptið sem
friðarverðlaun Nóbels verða veitt,
en að þessu sinni hafa 376 tilnefn-
ingar borist nefndinni. Það er meira
en nokkru sinni.
Fjölmiðlar og friðarspekúlantar
víða um heim hafa að venju spreytt
sig á að geta sér til um hverjir helst
komi til greina.
Sumir hinna tilnefndu þykja afar
ólíklegir, eins og til dæmis banda-
ríski forsetaframbjóðandinn Donald
Trump sem tilnefndur er fyrir „hina
öflugu hugmyndafræði sína um að
styrkleiki leiði af sér frið“, að því er
fullyrt er á fréttavef BBC.
Aðrir þykja koma vel til greina,
þar á meðal Frans páfi, afganskar
hjólreiðakonur og grískir eyja-
skeggjar sem hafa tekið á móti
flóttafólki.
Kristian Berg Harpviken, fram-
kvæmdastjóri Friðarrannsóknar-
stofnunarinnar PRIO í Ósló, hefur
langa reynslu af því að giska á það
hver helst komi til greina. Hann
nefnir hjálparsveitir í Sýrlandi,
baráttukonu í Rússlandi, kvensjúk-
dómalækni í Kenía, uppljóstrarann
Edward Snowden og samninga-
menn frá Íran og Bandaríkjunum.
Allt þangað til um síðustu helgi
þóttu reyndar mestar líkur á því að
friðarverðlaunin í ár kæmu í hlut
Juans Manuals Santos Kólumbíufor-
seta og Rodrigo Londonos, leiðtoga
FARC-skæruliðahreyfingarinnar,
sem undirrituðu nýlega friðarsamn-
ing sem átti að binda enda á áratuga
langan ófrið í landinu. Íbúar felldu
hins vegar þetta samkomulag í
þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu
helgi, þannig að vart kemur lengur
til greina að þeir fái verðlaunin
þetta árið. gudsteinn@frettabladid.is
Leitað að vonarglætu í
ófriðvænlegum heimi
Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í dag í 97. sinn. Að þessu sinni hafa 376
tilnefningar borist norsku Nóbelsnefndinni, fleiri en nokkru sinni. Þeirra á
meðal er enginn annar en Donald Trump en einnig aðrir sem þykja líklegri.
BaNdaríkiN Íbúar á austurströnd
Flórída, Georgíu og Suður-Karól-
ínu í Bandaríkjunum voru í gær að
búa sig undir hrikalegar hamfarir
þegar fellibylurinn Matthías kemur
þangað.
Stjórnvöld í þessum þremur ríkj-
um Bandaríkjanna sögðu meira en
tveimur milljónum manna að forða
sér frá heimilum sínum.
„Farið burt,“ sagði Derrick Henry,
borgarstjóri í Daytona Beach á Flór-
ída. „Ekki hafa áhyggjur af eigum
ykkar fyrr en seinna. Hugsið um líf
ykkar núna. Þið eigið aðeins eitt líf.“
Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída,
tók enn dýpra í árinni: „Þetta er
alvarlegt,“ sagði hann. „Þessi storm-
ur mun drepa ykkur. Tíminn er að
renna út.“
Víða mátti sjá fólk byrgja glugga
og dyr bæði á heimilum og fyrir-
tækjum. Fjöldi fólks ákvað að fara
burt til ættingja eða annað þar sem
hægt væri að fá húsaskjól á meðan
ósköpin gengju yfir.
Fellibylurinn hefur þegar valdið
miklum skaða á Haítí, Kúbu og
Bahamaeyjum og var búist við
honum að ströndum Flórída seint
í gærkvöld eða nótt.
Á Haítí kostaði hann meira en
hundrað manns lífið og eyðilagði
tugi þúsunda heimila. – gb
Milljónum manna sagt að forða sér
Í bænum Delray Beach voru þessir menn
að byrgja glugga og dyr veitingastaðar
sem þeir reka þar. NorDicphotos/AFp
Líklegir viðtakendur friðarverðlauna Nóbels í ár
Aðstoð við flóttafólk
í rússlandi
Svetlana Gannushkina heitir rúss-
nesk kona sem barist hefur ákaft
fyrir réttindum flóttamanna í Rúss-
landi. Hún hefur talað máli flótta-
fólks og staðið fyrir því að útvega
flóttafólki þar í landi bæði lagalega
aðstoð og menntun. Fullvíst þykir
að rússnesk stjórnvöld myndu líta á
það sem beina ögrun verði hún fyrir
valinu þetta árið.
Kjarnorkusamningur Írans
og Bandaríkjanna
Orkumálaráðherrarnir Ernest
Moniz, sem er bandarískur, og Ali
Akbar Salehi, sem er íranskur, báru
hitann og þungann af samninga-
viðræðum Írans og Bandaríkjanna
um kjarnorkumál. Samningur var
gerður í júlí síðastliðnum eftir lang-
ar og erfiðar viðræður. Spennan á
milli ríkjanna hefur síðan minnkað
mjög þótt efasemdaraddir bæði
í Bandaríkjunum og Íran vari enn
við því að afleiðingarnar geti orðið
óþægilegar.
hvíthjálmarnir í sýrlandi
Hjálparstarfsmenn í Sýrlandi, oftast
kenndir við hvítu hjálmana sem þeir
bera, hafa unnið hörðum höndum
að því að bjarga fólki úr húsarústum
í Sýrlandi á helstu átakasvæðunum
þar sem loftárásir dynja linnulaust
á fólki. Þeir leggja sig í lífshættu á
hverjum degi en halda áfram að
koma fólki undir læknishendur eða
til ástvina sem geta hlaupið undir
bagga.
Fórnarlömbum nauðgana
hjálpað
Kvensjúkdómalæknirinn Denis
Mukwege hefur hjálpað þúsundum
kvenna í Austur-Kongó, sem hafa
orðið fyrir nauðgunum eða mátt
þola annað kynferðislegt ofbeldi.
Með honum hafa starfað tvær
konur, Mama Jeanne og Mama
Jeannette, sem hafa leitað uppi og
hjálpað þolendum kynferðisofbeld-
is víða um land. Hann hefur áður
verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna
og hlaut Sakharov-verðlaun Evrópu-
þingsins fyrir tveimur árum.
hvíthjálmarnir í sýrlandi, sjálfboðaliðar sem bjarga fólki á átakasvæðum. NorDicphotos/AFp
7 . o k t ó B e r 2 0 1 6 F Ö S t u d a g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
0
7
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
6
-8
C
F
0
1
A
D
6
-8
B
B
4
1
A
D
6
-8
A
7
8
1
A
D
6
-8
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K