Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan hvassviðri með skúrum eða slydduéljum en snjóél til fjalla og líklegt að það geti slegið í storm í éljahryðj- unum. Hægari vindur og lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. sjá síðu 22 Systur á sakabekk Opið virka daga frá 9 til 18 laugardaga 11 til 15 Ármúla 31 - Sími 588 7332 15 %Afsláttu r Speglaskápar i-t.is stjórnsýsla Fari svo að innan- ríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknar- gjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofn- endur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað tals- verðra fjárhæða í gegnum hópfjár- mögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rann- sóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríf- lega 22 milljónum króna, í nýsköp- unarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Sam- kvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfð- uðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknar- gjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnar manna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningn- um heldur að endurgreiða sóknar- gjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guð- mundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skatt- borgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labba- kúta er frekar frústrerandi.“ snaeros@frettabladid.is Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Ekki er vitað hvort yfir 33 milljónir króna af skattfé sem renna áttu til zúista á Íslandi verði endurgreiddar sóknarbörnum eða fari til fyrrum forsvarsmanna félagsins. Innanríkisráðuneytið vinnur í málinu. Lög um trúfélög þykja óskýr. Zúismi er alvöru trúarbrögð úti í hinum stóra heimi. Hér á landi starfar félagið í pólitískum tilgangi. Yfirlýst markmið sitjandi stjórnar er að endurgreiða sóknar­ gjöld til meðlima. Félagið er eitt stærsta trúfélag landsins. NordicPHotos/AFP Hlín Einarsdóttir játaði í gær, við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur, að hafa reynt að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Systir hennar, Malín, játaði hlutdeild í brotinu. Þær eru einnig ákærðar fyrir að kúga fé af Helga Jean Claessen, en systurnar hafna því alfarið. Málinu verður fram haldið 14. desember eftir að greinargerðum hefur verið skilað. FrÉttABLAÐiÐ/EYÞÓr saMFÉlaG Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Linda Péturs- dóttir fegurðardrottning afhentu í gær viðurkenningu Fjölskyldu- hjálpar Íslands en Linda er vildar- vinur og fyrrverandi verndari samtakanna. Sjálfboðaliðar og fyrirtæki sem lagt hafa samtök- unum lið á árinu fengu viður- kenningu. Þá opnaði forsetinn við sama tilefni heimasíðuna Íslandsfor- eldri.  Þar gefst fólki kostur á að styrkja Fjölskylduhjálpina með mánaðarlegu framlagi. Síðuna má finna á fjolskylduhjalp.is. – jóe Veittu viðurkenningar Forsetinn ásamt Lindu P. á athöfninni. Í pontu stendur Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. FrÉttABLAÐiÐ/ViLHELM sveitarstjórnir Gunnar Bragi Sveins- son sjávarútvegsráðherra fær harða gagnrýni í heimabyggð sinni Skaga- firði vegna úthlutunar á byggðakvóta. Skagafjörður fékk 19 þorskígildis tonn sem eyrnamerkt eru Hofsósi en engan byggðakvóta til Sauðárkróks. „Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggða- kvóta til byggðarlaga sem standa höll- um fæti, svo sem eins og til Hofsóss,“ segir í bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar sem skorar á Gunnar Braga að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta strax og úthluta kvótanum aftur. – gar Gunnar í mótbyr í Skagafirðinum Gunnar Bragi sveinsson sjávar­ útvegsráðherra. Að svona kúl pólitískur gjörn- ingur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrer- andi. Sigurður Orri Krist- jánsson, sóknar- barn zúista 1 5 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t a b l a ð i ð 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -B 3 0 C 1 B 4 9 -B 1 D 0 1 B 4 9 -B 0 9 4 1 B 4 9 -A F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.