Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 27
Umhverfisvernd er hluti af samfélagslegri ábyrgð. Berðu saman plastpoka og fjölnota poka. Eftir það berðu bara fjölnota poka. FJÖLNOTA KOSTAR MINNA – LÍKA FYRIR UMHVERFIÐ! E N N E M M / S ÍA SVARTUR sterkur og notadrjúgur120 KR. 150 KR. GRÁR með hólfum fyrir flöskurRAUÐUR léttur og passar í veski180 KR. Magasin du Nord hóf sölu á íslensku vörunum frá Feel Iceland í síðustu viku. Feel Iceland býður upp á fæðu­ bótarefni og húðvörur sem vinna saman bæði innan frá og utan að bættu útliti og líðan en vörurnar eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. „Við erum í skýjunum með þetta, því Magasin du Nord velur mjög vandlega inn þær vörur sem þar eru seldar. Vörurnar okkar verða þær fyrstu og einu sem innihalda kollagen til inntöku sem seldar hafa verið í versluninni. Kollagen fæðu­ bótarefni hefur verið gríðarvinsælt í Japan síðustu ár og nú er bylgjan að færast yfir til Evrópu og Banda­ ríkjanna,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra – Feel Iceland. Ný deild sem sérhæfir sig í græn­ um húðvörum var opnuð í síðustu viku í Magasin du Nord og þar eru vörurnar frá Feel Iceland fáanlegar. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref erlendis en mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum okkar hjá erlendum verslunum og okkur finnst alveg ótrúlegt hvernig þær finna okkur þar sem við höfum ekki kynnt okkur mikið. En þetta er lúxusvandamál og eitthvað sem við munum koma til með að nýta okkur á komandi mánuðum,“ segir Hrönn Margrét. Íslenskt kollagen til sölu í Magasin du Nord Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnendur Ankra – Feel Iceland. Mynd/Aðsend Magasin du nord við Kóngsins nýjatorg. Það er greinilegt að Gucci, undir stjórn Alessandros Michele, er að slá í gegn hjá öllum. Sama hvort það eru fyrirsætur eða íþróttamenn, þá vilja allir eignast flíkur frá Gucci. Conor McGregor er engin undan­ tekning. Fyrir bardagann við Eddie Alvarez um helgina birti McGreg­ or myndir af sér í Gucci frá toppi til táar. Hann var í hvítri minkakápu við klassíska Gucci­skó. Alls ekki amalegt hjá Íslandsvininum. C o n o r r o t a ð i Eddie og er hann því léttvigtar­ og fjaður­ vigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í t v e i m u r þy n g d a r ­ flokkum á sama tíma. T í s k u v i t Írans kjaft­ fora hefur oft komið honum á forsíður tísku­ blaða en hann þykir hafa með eindæmum góðan smekk. Conor klæddist Gucci í Vegas Rihanna og Manolo Blahnik hafa ákveðið að fara í samstarf í annað sinn og hanna vetrarskó. Í sumar frumsýndi Rihanna skó sem hún hannaði með skóhönnuðinum fræga og hafa slegið í gegn. Líklegt er að vetrarskórnir verði einnig afar vinsælir hjá aðdáendum hennar sem og skóáhugamönnum. Nýja línan ber heitið „Savage“ og þar er að finna há stígvél sem lág og það er mikið um loðskinn á þeim. Það er nokkuð ljóst að skórnir verða ansi dýrir en skórnir í síðustu samstarfslínu þeirra kostuðu á milli 895 og 3.995 dollara. Rihanna hannar vetrarskó Rihanna á tónleikum. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 23Þ R i ð J U D A g U R 1 5 . n ó v e M B e R 2 0 1 6 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -D 0 A C 1 B 4 9 -C F 7 0 1 B 4 9 -C E 3 4 1 B 4 9 -C C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.