Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 28
Volvo S90 og V90 eru nú af glænýrri kynslóð.
Lengri gerð
SsangYong
Tivoli
SsangYong, framleiðandi Tivoli,
Korando og Rexton, hefur notið
vaxandi velgengni í kröfuhörð-
um flokki jepplinga og jeppa.
Rexton og Korando hafa verið
lengi í framleiðslu og sá síðar-
nefndi allt frá árinu 1983. Nýir
eigendur að SsangYong komu
sterkir inn 2011 og stórefldu alla
þróunar- og markaðsstarfsemi.
Tivoli jepplingurinn glæsilegi,
sem kynntur var til sögunnar
á síðasta ári, er einn afrakstur
þessa. Hann vakti strax mikla
athygli fyrir hönnun, vand-
aðan búnað og hagstætt verð og
hefur náð mikilli sölu í Evrópu.
Nýlega kom svo fram að Ssan-
gYong ætlaði sér að hefja sölu í
Bandaríkjunum árið 2020. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Bílabúð
Benna, umboðsaðila SsangYong
hér heima á Íslandi, er Tivoli
líka að stimpla sig sterkt inn hjá
íslenskum bílakaupendum. Þá
nefna þeir að til marks um vax-
andi velgengni hans á alþjóða-
vísu að Tivoli frá SsangYong hafi
nú tryggt sér sæti á lista yfir bíla
sem tilnefndir eru til nafnbótar-
innar „Bíll ársins 2017“. Það
hlýtur að teljast góður fyrirboði
fyrir framtíð SsangYong. Stærri
útgáfa af Tivoli, Tivoli XLV, er
væntanlegur á næstunni hjá
Bílabúð Benna og er hann með
mun meira flutningsrými en hin
hefðbundna gerð hans.
Ford hættir
með Flex
árið 2020
Ford hefur framleitt Flex fjöl-
notabílinn frá árinu 2008 en
framleiðslu hans verður hætt
árið 2020. Ástæða þess er ein-
föld, hann selst ekki nógu vel. Á
fyrstu 9 mánuðum ársins hefur
Ford selt 17.034
Flex bíla og
til að setja
þá sölu í
sam-
hengi
má
nefna
að
Ford
seldi
16.667
Explorer
jeppa
einungis
í september-
mánuði. Besta söluár
Flex var árið 2009, en þá náði
salan samt ekki 40.000 bílum.
Líklega er Ford að rýma fyrir
framleiðslu fleiri jepplinga eða
jeppa með því að hætta fram-
leiðslu Flex, en slíkir bílar eiga
mjög upp á pallborðið vestan
hafs nú um stundir.
Í plönum Ford eru fjórir nýir
jepplingar og jeppar, svo af
nógu er að taka ef pláss vantar
fyrir framleiðslu þeirra í verk-
smiðjunni þar sem Flex hefur
verið framleiddur í. Ford Flex
er mjög sérstakur bíll í útliti
og er hann einn af þeim bílum
sem fólki annaðhvort mislíkar
mjög eða finnst mjög flottur.
Hann er afar kassalaga og fyrir
vikið er í honum mikið pláss.
Fá má Ford Flex með allt að 365
hestafla EcoBoost vél og með
henni er þessi stóri bíll aðeins
6,2 sekúndur í hundraðið.
Bílum sem ganga fyrir rafmagni fjölgar hratt á götum heimsins og BMW er einn þeirra bíla
framleiðenda sem tekist hefur að
selja yfir 100.000 slíka bíla. Það
hefur BMW tekist á aðeins 3 árum.
BMW setti i3 rafmagnsbílinn á
markað árið 2013 og hefur nú þegar
selt yfir 60.000 eintök af honum
og fullyrðir BMW að hann sé sölu
hæsti rafmagnslúxusbíll heims, þó
svo Tesla sé ef til vill ekki sammála
þeirri fullyrðingu. BMW hefur einn
ig selt yfir 10.000 eintök af i8 tengil
tvinnbílnum, sem er öllu stærri og
dýrari bíll, en hann kom á markað
árið 2014. Enn fremur hefur BMW
selt yfir 30.000 tengiltvinnbíla af
öðrum gerðum sínum, meðal annars
X5 jeppanum í tengiltvinnútgáfu.
Líka Mini rafmagnsbílar
Þar sem BMW hefur fjölgað mjög
bílgerðum sínum sem ganga að
hluta til fyrir rafmagni og enn fleiri
slíkir bílar á leiðinni má búast við
að næstu 100.000 BMW rafmagns
bílar muni seljast á skemmri tíma
en þremur árum. Mini bílamerkið
er í eigu BMW og þar á bæ er einn
ig farið að selja tengiltvinnbíla
og sá fyrsti í þeirri röð er Mini
Countryman PHEV tengiltvinn
bíll. Enn fremur stendur til að
koma með fyrsta hreinræktaða raf
magnsbílinn frá Mini árið 2019 og
árið eftir kemur X3 jepplingurinn
út sem hreinræktaður rafmagnsbíll.
Glæný bílgerð sem gengur eingöngu
fyrir rafmagni er svo í kortunum hjá
BMW árið 2021.
BMW hefur selt 100.000 rafmagnsbíla á 3 árum
BMW i3 rafmagnsbíllinn hefur selst í 60.000 eintökum.
F laggskip Volvo í fólksbílaflokki, Volvo S90, hefur hingað til verið framleitt í Gautaborg í Svíþjóð eins og svo margar aðrar gerðir
Volvo bíla. Framleiðsla S90 verður
hins vegar flutt bráðlega til Kína,
nánar tiltekið til Daqing, og þaðan
verður þessi stóri lúxusbíll fluttur
til allra annarra markaða í
heiminum. Í Daqing verða
allar gerðir S90 framleidd
ar, þar á meðal lengri
gerð bílsins sem
selst vel í Asíu
eins og flestar
aðrar lengdar
gerðir lúxusbíla.
60 og 40 bílar
Volvo að auki
Volvo 60línan verður einn
ig brátt framleidd í Kína, þ.e. í
Chengdu, og 40línan í nýrri verk
smiðju Volvo í Luqiao, suður af
Shanghai. Hann er reyndar einnig
framleiddur í Ghent í Belgíu. Verk
smiðjan í Luqiao er í eigu Geely,
sem á Volvo og í henni verða einn
ig framleiddir bílar undir nýju
merki Geely, Lynk & Co. Volvo
mun einnig opna nýja verksmiðju
í Ridgeville í SKarólínuríki Banda
ríkjanna árið 2018 og þar verða
nokkrar gerðir Volvo bíla smíðaðar
fyrir Ameríkumarkað.
Forstjóraútgáfa S90
Volvo ætlar að framleiða Excell
ence gerð S90 bílsins og fer þar
vandaðasta gerð hans, eiginlega
hreinræktaður forsetabíll og
verður hann sýndur fyrst á bíla
sýningunni Guangzhou Motor
Show í Kína í þessum mánuði.
Í þessum bíl hefur farþegasætið
frammí verið fjarlægt og í stað
þess komið vinnuborð, afþrey
ingartæki, kampavínskælir með
kristalsglösum og skógeymsla
fyrir forstjórann sem situr aftur í.
Svona útbúnir bílar eru mun vin
sælli í Asíu en í Evrópu og Banda
ríkjunum.
Kína að yfirtaka Bandaríkin sem
stærsti lúxusbílamarkaðurinn
Lars Danielsson sem fer fyrir Volvo
í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu segir
að Kína sé að taka við af Banda
ríkjunum sem stærsti markaðurinn
fyrir lúxusbíla og að á þessu ári
muni seljast þar yfir tvær milljónir
lúxusbíla. Það ætlar Volvo ekki að
láta fram hjá sér fara og stefnan hjá
Volvo er að ryðja þá braut í Kína
umfram aðra lúxusbílaframleið
endur. Volvo hefur selt 54.496 bíla í
Kína á fyrstu 8 mánuðum þessa árs
og salan er 10 prósentum meiri en
í fyrra, en heildarsalan í fyrra var
81.885 bílar. Til samanburðar var
sala Volvo allt árið í fyrra í Bret
landi 44.000 bílar, en markmiðið
er að hún verði komin í 60.000 bíla
þar árið 2020.
Stórtækar söluáætlanir í Kína
Væntingar Volvo í Kína eru þó
mun stórtækari og ætlar Volvo að
selja 200.000 bíla árið 2020 og þá
á heildarsala Volvo í heiminum
öllum að vera komin í 800.000 bíla.
Heildarsalan í fyrra var 503.127
bílar. Til þess að svo mikilli aukn
ingu verði náð þarf að fjölga verk
smiðjum þeim sem Volvo bílar eru
framleiddir í og þar kemur eigandi
Volvo, kínverska fyrirtækið Geely,
til sögunnar, en um þriðjungur
framleiðslunnar árið 2020 mun fara
fram í verksmiðjum þess í Kína.
Eins og staðan er nú hjá Volvo
hefur fyrirtækið ekki við að fram
leiða vinsæla bíla sína og eftir
spurnin t.d. eftir jeppanum XC90 er
mun meiri en framboðið og það á við
fleiri bílgerðir Volvo. Því eru áætlanir
Volvo ef til vill ekki svo óraunhæfar.
Volvo flytur framleiðslu S90
og V90 frá Svíþjóð til Kína
Ætlar að selja 200.000 bíla á ári í Kína í lok áratugarins og heildarframleiðslan á að fara úr
500.000 bílum í 800.000. Þriðjungur heildarframleiðslu Volvo verður brátt í Kína.
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r24 F r É T T A b L A Ð I Ð
Bílar
1
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
4
9
-C
B
B
C
1
B
4
9
-C
A
8
0
1
B
4
9
-C
9
4
4
1
B
4
9
-C
8
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K