Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 8
ig að það sé þá einhver staður sem þeir geta farið á, að þeim sé ekki bara hent út á götu.“ Þegar horft er til þessara mála sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 sést að flest voru tilkynnt í desember eða 62. Fæst voru þau í apríl eða 39. Kristín segir ekki hafa verið skoðað sérstaklega hvers vegna þessi munur er milli mánaða. „Við höfum ekkert þannig séð rannsakað það en það má leiða líkur að því að það sé meira drukk- ið í desember og það er fylgni milli drykkju og ofbeldis. Þetta er kannski skýring sem blasir við,“ segir Kristín. Fjöldi mála í Reykjavík dreifist nokkuð jafnt yfir vikuna, en greina má aukinn fjölda í kringum helgar. Málafjöldinn nær svo hámarki á sunnudögum. thorgeirh@frettabladid.is jonhakon@frettabladid.is Félagsmál „Það er athyglisvert hvað þetta er stórt vandamál og svo er umhugsunarvert hvað lítil áhersla er lögð á að ná til gerenda,“ segir Kristín I. Pálsdóttir hjá Rannsóknar- stofnun í jafnréttisfræðum. Stofnunin hefur gert úttekt á verk- efninu Saman gegn ofbeldi. Það er samstarfsverkefni lögreglunnar, borgarinnar og fleiri til að sporna við heimilisofbeldi í Reykjavík. Í úttektinni kemur fram að mikil fjölgun varð 2015 á heimilisofbeldis- málum sem komu til kasta lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls sinnti lögreglan 391 máli árið 2015, borið saman við 200 mál árið 2014. Samstarfshópurinn rekur þessa skyndilegu aukningu að einhverju leyti til breyttrar skráningar lögreglu en einnig til aukinnar umfjöllunar um heimilisofbeldi í fjölmiðlum. Vitundarvakning í samfélaginu hafi getað orðið til þess að lögregla er frekar kölluð á vettvang. Samkvæmt skýrslunni eru brota- þolar málanna um 80 prósent konur og árásaraðilar um 81 prósent karlar. Kristín segir að skýrslan varpi ljósi á það að gera þurfi ráðstafanir til að hafa áhrif á ofbeldið með meðferð og öðrum inngripum fyrir gerendur. Kristín segir þó ýmislegt hafa breyst til hins betra. „Það eru fleiri nálgunarbönn og fleiri ofbeldis- menn teknir af heimilum. Hér áður fyrr var það yfirleitt þolandinn sem þurfti að flýja,“ segir hún. En gera þurfi meira. „Það þarf úrræði þann- Heimilisofbeldismál algengust í desember Það vantar úrræði fyrir þá sem beita ofbeldi inni á heimilum. Ofbeldismálum fjölgaði verulega í fyrra. Vitundarvakning gæti hafa orðið til þess að lögreglan er frekar kvödd á vettvang. Flest málin koma upp í desember samkvæmt úttekt. Það má leiða líkur að því að það sé meira drukkið í desember. Kristín I Pálsdóttir, hjá Rannsóknar- stofnun í jafnréttis- fræðum Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook 70 60 50 40 30 20 10 ✿ Fjöldi mála á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum Ja nú ar ma rs Fe br úa r ap ríl ma í Jú ní Jú lí ág ús t se pte mb er Ok tób er Nó ve mb er De se mb er VOPNaFJÖRÐUR Héraðsdómur Austurlands vísaði á dögunum kröfu Vopnafjarðarhrepps á hend- ur eiganda Fremri-Nýps og Ung- mennafélaginu Einherja frá dómi. Umrædd krafa snýr að viðurkenn- ingu á eignarrétti hreppsins á land- svæði umhverfis Selárlaug. Sundlaugin var byggð árið 1948 af Einherja í landi Fremri-Nýps. Þá var jörðin í eigu hreppsins en var seld árið 1963. Sundlaugin og „nauðsyn- legt athafnasvæði“ voru undanskilin kaupunum og skyldu mæld út og afmörkuð nánar síðar meir. Það var aldrei gert og þaðan er ágreiningur- inn sprottinn. Líkt og áður segir var málinu vísað frá dómi. Það var gert á þeirri forsendu að efnisdómur um málið fæli í sér stofnun á sjálfstæðri fast- eign. Slíkt er háð lögbundnum skil- yrðum og eftir atvikum samþykki stjórnvalda. Taldi dómari málsins að með því færi hann inn á verksvið stjórnvalda. „Við höfum kært úrskurðinn áfram til Hæstaréttar,“ segir Ólaf- ur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Annað mál frá hreppnum er sem stendur fyrir sama dómstól en áður en hægt er að fá botn í það þarf að skera úr um eignarhald á landsvæðinu. Árið 2011 óskaði Veiðifélag Selár þess að fá umframvatn úr borholum á jörðinni til að kynda veiðihúsið. Var það samþykkt með þeim fyrir- vara að vatn í laugina hefði forgang yfir veiðihúsið. Hreppurinn hefur krafið Veiðifélagið um fjórar millj- ónir króna fyrir heita vatnið sem félagið hafnar að greiða meðal ann- ars á þeim forsendum að holurnar séu í þeirra eigu. Ljóst er að niður- staða mun ekki fást í síðara málið fyrr en skorið hefur verið úr um eignarhald á landspildunni. – jóe Umhverfi Selárlaugar bitbein Vopnafjarðarhrepps og Fremri-Nýps Selárlaug var löngum opin allan sólarhringinn en opnunartími var styttur sökum slæmrar umgengni. MYND/MAGNÚS MÁR Aðventan og jólin eiga sínar skuggahliðar vegna álagsins sem fylgir hátíðarhaldinu. NoRDicphotoS/GettY Málstofa í HR 16. nóvember, kl. 12 -13 DONALD TRUMP – af hverju og hvað svo? Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík efnir til málstofu um efnahagslegar og samfélagslegar ástæður og afleiðingar af kjöri Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. DAGSKRÁ Brugðust skoðanakannanir í Bandaríkjunum? Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið HR. Skyggnst í sálarlíf Trump kjósandans Hulda Þórisdóttir, dósent við stjórnmála- og sálfræðideildir HÍ. Tilfinningalausir markaðir Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild HR. Trump og efnahagsmálin - „Trumponomics“ Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild HR. Fundarstjóri: Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms í viðskiptafræði og hagfræði við HR. Aðgangur er ókeypis og málstofan er öllum opin. 2014 2015 Við höfum kært úrskurðinn áfram til Hæstaréttar. Ólafur Áki Ragnars- son, sveitarstjóri Vopnafjarðar- hrepps 1 5 . N ó V e m b e R 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a g U R8 F R é t t I R ∙ F R é t t a b l a Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -D 5 9 C 1 B 4 9 -D 4 6 0 1 B 4 9 -D 3 2 4 1 B 4 9 -D 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.