Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is guðrún bergmann heilsuráðgjafi hefur sett saman matreiðslubók um hreint mataræði. mynd/gva kemur á óvart hvað hægt er að gera án sykurs Guðrún Bergmann heilsuráðgjafi hefur gefið út nýja matreiðslubók, Hreint í matinn. Í bókinni er að finna um hundrað uppskriftir að heimilismat, án sykurs, mjólkur og glútens. „Ég settist niður í einu af mínum bjartsýnisköstum og ákvað að skrifa bók. Byrjaði á að ákveða daginn sem hún færi í prentun og skrifaði hana svo á 59 dögum, 144 blaðsíður. Aðalsteinn Sigfússon sá um umbrotið fyrir mig og sagði mér þegar við sendum öll skjöl til- búin úr húsi, degi fyrr en áætlað var, að það hefði aldrei gerst fyrr á hans ferli, en hann hefur verið að brjóta um bækur í fjölda ára,“ segir Guðrún Bergmann heilsuráð- gjafi um nýjustu bók sína, Hreint í matinn. Þetta er sextánda bók Guðrúnar og önnur matreiðslu- bókin. Í henni er að finna fjölda uppskrifta án mjólkur, sykurs og glút ens. „Í bókinni eru í kringum hundr- að uppskriftir að venjulegum heimilismat sem hentar flestum og tiltölulega fljótlegt er að mat- búa,“ segir Guðrún. „Bókin kemur til vegna nám- skeiða sem ég hef haldið um nokk- urt skeið, um hreint mataræði en námskeiðin hef ég byggt á fræð- um hjartalæknisins Alejandro Junger. Ég varð vör við að oft lenti fólk í vandræðum eftir námskeið- in með það hvernig það ætti að halda áfram. Ég sá að það vantaði matreiðslubók með stuðningsefni fyrir fólk meðan það er að læra að nota aðrar matartegundir en það er vant,“ segir Guðrún. „Í bókinni legg ég áherslu á ólíkar útfærslur á morgunmat og hvað hægt er að nota í salöt, þá eru í bókinni nokkrar góðar súpur og grænmetisréttir, fiskréttir, kjötréttir og síðast en ekki síst æðislegir eftirréttir. Það kemur fólki yfirleitt á óvart hvað hægt er að gera án þess að úða í það sykri, eða nota mjólk og hveiti,“ segir Guðrún. Úr bókinni: grænkálspestó Það er sérlega fljótlegt að gera þetta pestó, sem smakkast vel með steiktum eða bökuðum fiski, pasta, bökum, ofan á glútenlaust kex og brauð eða sem ídýfa með flögum eins og þaraflögunum frá GimMe. Til frekari bragðbætis má svo setja kryddaðar möndlur út í. 1 ½ bolli rifið grænkál – blaðstilkur skorinn frá ½ bolli steinselja ½ bolli ólífuolía 1 lítið hvítlauksrif Safi úr 2 litlum límónum fínt Himalajasalt eftir smekk Múskat á hnífsoddi ¼ bolli næringarger frá Naturata ¼–½ bolli möndlur Setjið grænkál, ólífuolíu, hvít- lauk, sítrónusafa, salt og næringar- ger í blandarann og blandið á púls- stillingu þar til blandan er orðin jöfn.Bætið möndl- unum (með eða án hýðis) út í og bland- ið á púls-stillingu þar til þær eru mal- aðar í þann gróf- leika sem óskað er. sÚkkulaðibÚðingur Þegar ég var krakki þótti mér allt- af frábært þegar mamma var með Royal-súkkulaðibúðing í eftirrétt. Ég man þó að mér leið alltaf dálít- ið illa í maganum á eftir, en hafði þá ekki hugmynd um að það væri út af því ég væri með mjólkuróþol. 2 stórar vel þroskaðar lárperur (avókadó) eða fjórar litlar 4 msk. hrákakó frá Naturata ¼ bolli akasíuhunang frá Himneskri hollustu ¼ tsk. fínt Himalajasalt 1/8 tsk. cayenne-pipar fyrir þá sem vilja svolítinn hita í súkkulaðibragðið Afhýðið og takið steinana úr lárperunum. Setjið öll innihalds- efnin í blandara og þeytið vel saman þar til blandan er orðin jöfn og silkimjúk. Setj- ið búðinginn í ísskáp í klukkustund eða svo til að kæla hann.Berið fram einan sér eða með þeyttum kókos- rjóma frá SoyaToo og skreytið t.d. með ferskum hindberjum eða doppu af hind- berjasultu (Rasp- berry) frá St. Dalfour. 2. HÆÐ - SMÁRALIND ÚLPUGLEÐI 20% AFSLÁTTUR AF DÚNÚLPUM OG DÚNVESTUM 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -C B B C 1 B 4 9 -C A 8 0 1 B 4 9 -C 9 4 4 1 B 4 9 -C 8 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.