Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 5 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKOðun Lilja Margrét Olsen skrifar um íbúðarsparnað milli- stéttaraula. 14 spOrt Leikmenn sem hafa staðið fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins fá tækifæri gegn Möltu í kvöld. 16 tÍMaMót Svarta gengið er um bónda sem heiðrar sínar svörtu kindur. 18 lÍfið Guðjón Davíð Karlsson eða Gói eins og hann er oft kallaður er hægt og rólega að færa sig yfir í skrifin. 34 frÍtt saMfélag „Það er rosalega mikil spenna sem fylgir jólunum,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslu- biskup á Hólum. Í samantekt Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á verkefninu Saman gegn ofbeldi kemur fram að fleiri til- kynningar um heimilisofbeldi berast lögreglu í desember en í öðrum mán- uðum. Kristín I. Pálsdóttir, einn skýrslu- höfunda, telur eina skýringuna geta verið að meira áfengi sé haft um hönd í desember en öðrum mánuðum. Solveig Lára telur skýringarnar fleiri. Spennan um jól geti tengst peningum. „Oft verður mismunandi forgangs- röðun peninga að ágreiningsefni milli hjóna,“ segir hún. Þá geti væntingar um hið fullkomna jólahald valdið spennu. „Öll blöðin sýna þessi fullkomnu heimili þar sem allt á að vera tipp topp og svo er þetta ekki svona hjá þér. Allt þetta skapar spennu,“ segir hún. Solveig Lára segir presta kirkj- unnar, sem veita sálusorgun, tala um jólakvíða. Þar sem ofbeldi er fyrir á heimilum geti jólakvíðinn ýtt undir ofbeldi í desember. Oftast sé þó spurt eftir sálgæslu strax eftir jólin. „Fólk er alltaf að tipla á tánum í desember að reyna að halda frið- inn. Ef það fer úr böndunum eru það frekar Kvennaathvarfið eða lögreglan sem verða vör við það,“ segir hún. Prestar sjá þetta frekar í janúar þegar daglegt líf taki við. – jhh / sjá síðu 8 Ofbeldi vex í desember Vígslubiskup segir jólakvíða ýta undir ofbeldi. Fleiri leiti eftir sálusorgun á nýju ári en um jól. Meira er um heimilisofbeldi í desember en öðrum mánuðum. plús sérblað l fólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fólk er alltaf að tipla á tánum í desember að reyna að halda friðinn. Ef það fer úr bönd- unum eru það frekar Kvennaathvarfið eða lög- reglan sem verða vör við það. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, vígslu- biskup á Hólum. stJórnMál Fulltrúar Bjartrar framtíð- ar, Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar funduðu áfram í gær um myndun ríkis- stjórnar. „Þetta mjakast hægt áfram,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Við- reisnar, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun. Hann gerði ráð fyrir að unnið yrði fram á nótt til að reyna að ná samkomulagi og kvaðst hóflega bjartsýnn á að niðurstaða næðist. Sjálfstæðismenn sem rætt var við vísuðu á formanninn, Bjarna Bene- diktsson, sem svaraði ekki. Sama gildir um fulltrúa Bjartrar framtíðar. Er form- legar stjórnarmynd- unarviðræður hóf- ust var miðað við að taka stöðuna í upphafi vikunnar. Fáist ekki niður- staða fyrripartinn í dag er talið að viðræðurnar hafi strandað. – jóe Mjakast áfram Í sigurvímu Hagaskóli stóð uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, í gærkvöldi annað árið í röð og í áttunda sinn alls. Þar af komu sex titlar á tíu árum, frá 1993-2002. Átta skólar tóku þátt á úrslitakvöldinu í ár sem fór fram í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli lenti í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 4 9 -A E 1 C 1 B 4 9 -A C E 0 1 B 4 9 -A B A 4 1 B 4 9 -A A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.