Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 6
 Saksóknari í sendiráði Sænski saksóknarinn Ingrid Isgren yfirheyrði Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London í gær. Assange var yfirheyrður í tengslum við rannsókn sem hófst fyrir sex árum vegna ásökunar í hans garð um nauðgun. Assange hefur búið í sendiráðinu frá árinu 2012 til að forðast framsal til Svíþjóðar. Hann kveðst óttast áframhaldandi framsal til Bandaríkjanna vegna lögbrota Wikileaks. Fréttablaðið/aFP Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7 Reykjavík Þýsk gæði CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta. Þýsk gæðavara 39.990 Á MÚRBÚÐARVERÐI Hæglokandi seta Skál: „Scandinavia design“ 3-6 lítra hnappur LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN Menntun Háskóli Íslands verður að óbreyttu rekinn með 300 milljóna króna halla á þessu ári. Háskólaráð telur algjöra óvissu ríkja um fram- haldið. Að óbreyttu geti Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Langvarandi undirfjármögnun háskólans muni hafa bein áhrif á grunnstoðir sam- félagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi. „Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Frétta- blaðið. Þrátt fyrir allan þann halla- rekstur sem stefnir í þurfi að ráðast í ýmsar umbætur. „Þess vegna er staðan mjög erfið.“ Jón Atli fer ekki í neinar grafgötur með það að ályktun háskólaráðs sé beint að stjórnmálaflokkunum í viðræðum um myndun meiri- hluta. „Já, við erum að gera það og við fögnum því að stjórnmálamenn tóku málefni háskólanna til umfjöll- unar í kosningabaráttunni og við teljum það gríðarlega mikilvægt að það gleymist ekki núna þegar farið er að mynda ríkisstjórn. Vegna þess að þetta er framtíð þjóðarinnar sem við erum að hugsa um fyrst og fremst,“ segir hann. Jón Atli bendir á að Íslendingar séu að ná Norðurlandaþjóðum í saman- burði hvað varðar hlutfall þjóðar- innar sem sækir háskólamenntun. „Aðalatriðið er að standa vel við bakið á háskólastarfinu þannig að nemendurnir séu vel fjármagnaðir, ef svo má að orði komast,“ segir háskóla- rektor. jonhakon@frettabladid.is Háskóli Íslands stefnir í 300 milljóna halla Háskólaráð telur HÍ ekki geta staðið undir hlutverki sínu í samfélaginu. Rektor segir að þrátt fyrir niðurskurð og hallarekstur þurfi að ráðast í umbætur á næsta ári. Kallar eftir viðbrögðum stjórnmálaflokka í meirihlutaviðræðum. Þurfa 1,5 milljarða Háskólar á Íslandi eru ekki jafn vel fjár- magnaðir og háskólar í nágrannalöndunum, segir í ályktun háskólaráðs þar sem vísað er í skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar- innar. „Mikilvægt er að stíga strax ákveðin skref í þá átt að bæta fjármögnun háskól- anna með auknum fjárveitingum. Til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þarf Háskóli Íslands um 1,5 milljarða króna árið 2017,“ segir í ályktuninni og tekið er fram að núverandi reikniflokka- verð mennta- og menningarmálaráðuneytisins hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennslu- háttum við skólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum,“ eins og segir í ályktuninni. Jón atli benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa þurft að upplifa mikinn niðurskurð undanfarin ár. Það gangi ekki lengur. Fréttablaðið/Valli SVÍÞJÓÐ Nær eitt þúsund skotárásir hafa verið gerðar í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö á fimm árum. Að minnsta kosti 355 hafa særst í árásunum 948 og 71 hefur látið lífið. Þegar vitað er hver árásarmaðurinn er hefur í þriðjungi tilfellanna verið hægt að sýna fram á tengsl við skipu- lagða glæpastarfsemi, að því er segir í grein fimm háttsettra lögreglumanna og afbrotafræðinga í Dagens Nyheter. Æ sjaldnar tekst að leysa morð- málin. Í upphafi tíunda áratugar síðustu aldrar tókst að leysa um 90 prósent málanna en eftir 2010 undir 25 prósentum. Greinarhöfundar fara fram á aukið fjármagn til baráttunnar við skipu- lagða glæpastarfsemi. – ibs Skotárásum í Svíþjóð fjölgar LögregLan Alda Hrönn Jóhannes- dóttir, aðallögfræðingur lögreglu- stjóraembættisins á höfuðborgar- svæðinu, er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu um kynjað ofbeldi sem fer fram í lok mánaðarins í Helsinki. Alda steig til hliðar hjá lögregl- unni um miðjan október eftir að settur héraðssaksóknari hóf rann- sókn á störfum hennar í LÖKE-mál- inu svonefnda. Henni er gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn málsins. Á kynningarsíðu ráðstefnunnar segir að Alda komi fram fyrir hönd lögreglunnar í Reykjavík. Hún muni ræða nýja nálgun sem lögreglan hefur þróað í samstarfi við félags- málayfirvöld í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Alda hefur starfað fyrir hönd lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í samstarfsverk- efninu „Saman gegn ofbeldi“ og er fyrirlestur hennar þáttur í kynningu á niðurstöðum verkefnisins. „Hún gegnir engum trúnaðar- störfum fyrir lögregluembættið eins og er,“ segir Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins. Hún segir jafnframt að embættið geti ekki upplýst um hverjar kunni að vera fyrirætlanir Öldu á meðan hún er fjarverandi frá störfum og í leyfi. Alda hefur neitað sök um að hafa misbeitt lögregluvaldi. Hún segir að aðkoma sín að LÖKE-málinu hafi fallið undir starfsskyldur sínar og að hún hafi rækt þær af fyllstu fag- mennsku og í samræmi við meðferð slíkra mála. – þh Steig til hliðar en talar fyrir lögregluna alda Hrönn Jóhannsdóttir, sækir ráð- stefnu í Helsinki. Fréttablaðið/PJetur Við erum búnir að vera í miklum niðurskurði á undanförnum árum og þetta bara gengur ekki lengur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 1 5 . n Ó V e M b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a Ð I Ð 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -D A 8 C 1 B 4 9 -D 9 5 0 1 B 4 9 -D 8 1 4 1 B 4 9 -D 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.