Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 30
Fyrirtækið Arctic Exclus­ive á líklega flottasta fólksflutningabíl lands­ins og í honum er ekkert til sparað til að gera vel við farþega. Þessum bíl er enda ætlað að þjóna þeim hluta ferðamanna hérlendis sem hafa hvað mest á milli handanna. Bíllinn er af Mercedes Benz Sprinter gerð, en honum hefur sannarlega verið breytt mikið þótt það sjáist ekki utan á honum. Arctic Exclusive hannaði bílinn sjálft en lét þýskt breytinga­ fyrirtæki sérsmíða bílinn að innan. Sérsmíðaður af Diewert Bílinn keypti Arctic Exclusive af Öskju og þá sem tóman sendibíl, hann var svo fluttur innan Þýska­ lands til lítils bæjar að nafni Minden, þar er lítið fjölskyldufyrirtæki, Die­ wert. Diewert sérhæfir sig í smíði á lúxusbílum og þá aðallega af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og V­Class. Smíðin hjá Diewert tók tólf vikur og er allt sérsmíðað fyrir hvern bíl enda engir tveir eins. Þessi gerð af bílum er kölluð „Jet Van“ í Bandaríkjunum og er þá verið að vitna til líkindanna milli þeirra bíla og einkaþotna. Geta má þess að breytingin á bílnum kost­ aði mun meira en bíllinn sjálfur. Mikill lúxus og troðinn búnaði Dæmi um búnað í bílnum er tvö 32 tommu Samsung smart TV, auk Apple TV. Tvöföld WiFi­tenging er í bílnum, önnur fyrir sjónvörp og hin fyrir farþega til einkanota. Fjögur uppdraganleg fartölvuborð eru í bílnum, „sky light“ ljós í toppi og RGB LED­ljós á ýmsum stöðum. Í bílnum eru sjö stórglæsileg leður­ sæti með leðri frá Mercedes (sama og í S class Benz), viðarpanell með brúnni rót frá Benz, fjölmargir lok­ aðir skápar, rafknúnar gardínur og hægt er að loka á milli farþega­ og bílstjórarýmis. Kampavínskælir er náttúrulega á sínum stað og fjöldi glasa í upplýstum skáp í hliðunum. Í stuttu máli var ekkert til sparað í þennan bíl og hann algjört augna­ konfekt. Bílinn fékk Arctic Exclusive til landsins í vor og hann hefur verið notaður í sumar og haust við akstur á ferðamönnum sem vilja aðeins það besta þegar kemur að lúxus og þægindum og nóg er að gera. Ferðast um í lúxus hjá Arctic Exclusive Breytt af Diewert í Þýskalandi og er nú jafn glæsilegur að innan og flottustu einkaþotur. Tvö risasjónvörp, 4 tölvuborð og WiFi tenging. Mercedes Benz Sprinter bíll Arctic Exclusive. Stórglæsileg sætin eru úr sams konar leðri og notað er í Mercedes Benz S-Class. Uppdraganleg og mjög flott borð eru í bílnum. 100.000 Nissan Leaf seldir í Bandaríkjunum Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkj­ unum í septembermánuði. Mán­ uðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14 prósentum fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28 prósentum undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42 prósent þeirra hafa selst í Banda­ ríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnis­ bíll Nissan Leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla nú í júlí og hefur nú alls selt ríf­ lega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh raf­ hlöður og ná þá 320 km drægi. Ef til vill mun salan á Leaf taka kipp við markaðssetningu hans. Nissan Leaf er vinsæll um allan heim en mest seldur í Bandaríkjunum. General Motors segir upp 2.000 manns Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepp­linga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársauka­ fullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verk­ smiðjum sem framleiða fólks­ bíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20 pró­ sent á árinu og sala Camaro um 9 prósent. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hygðist fjárfesta fyrir 900 milljónir dollara í öðrum verk­ smiðjum fyrirtækisins sem fram­ leiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallar á ráðningar starfsfólks. Gullöld bílsins – Glæsi- vagnar risanna þriggja Út er komin hjá Forlaginu bókin Gullöld bílsins eftir Örn Sigurðs- son, en hann er höfundur bókanna Íslenska bílaöldin og Króm og hvítir hringir. Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar voru risarnir þrír, General Motors, Ford og Chrysler, nær allsráðandi á bíla- markaði heimsins. Á sama tíma átti sér stað mesta bylting í tækni og hönnun sem sést hefur og glæsilegustu bílar sögunnar litu dagsins ljós. Í Gullöld bílsins er þetta minnisstæða tímabil rifj- að upp með yfir 400 myndum af flottustu bílunum og auglýsing- unum sem notaðar voru til að kynna þá. Greint er frá því helsta sem gerðist á þessum árum og stiklað á stóru í sögu framleiðendanna. Gullöld bílsins er 152 bls. að lengd og ómissandi fyrir alla bílaáhugamenn. Í bókinni eru yfir 400 myndir af fegurstu bílum gullaldaráranna vestanhafs. 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r26 F r É T T A b L A Ð I Ð Bílar 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 4 9 -B 7 F C 1 B 4 9 -B 6 C 0 1 B 4 9 -B 5 8 4 1 B 4 9 -B 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.