Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.11.2016, Blaðsíða 10
Viðskipti Um 83 þúsund störf í fjár­ málageiranum í London gætu horf­ ið ef Bretland missir ákveðin evru­ tengd réttindi í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu EY sem Financial Times greinir frá. Samkvæmt skýrslunni mun 31 þúsund sölustarf og 18 þúsund bakvinnslu­ og endurskoðenda­ störf í bankageiranum tapast. Um er að ræða ástandið ef útgöngu­ samningar fara á versta mögulega veg. Sérfræðingar hjá EY telja að störfin myndu tapast yfir sjö ára tímabil. Staða London sem miðstöðvar fjármálageirans í Evrópu hefur verið í uppnámi frá því að úrslit kosning­ anna um Evrópusambandið lágu fyrir í sumar. Enn er óvíst hvernig útgöngu­ samningar munu nást. Fjöldi fjár­ málastofnana hefur sagst ætla að færa störf frá London ef allt fer á versta veg. Sunday Times greindi nú síðast frá því að bandaríski bankinn Citi íhugi að flytja níu hundruð störf frá London til Dublin. – sg Níutíu þúsund störf í hættu Bandaríkin Donald Trump, nýkjör­ inn forseti Bandaríkjanna, er byrj­ aður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnu­ mótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlut­ verki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlot­ ið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirum­ sjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóð­ ernis hyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO­ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherr­ anna stangast verulega á við skoðun Jean­Claude Juncker, forseta fram­ kvæmdastjórnar Evrópusambands­ ins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengsl­ um milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi for­ maður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjöl­ farið að það hefði verið mikill heið­ ur að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan for­ sætis ráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað. saeunn@frettabladid. Línur Trumps farnar að skýrast Donald Trump hefur skipað í tvö mikilvæg embætti innan Hvíta hússins og hlotið gagnrýni fyrir val sitt. Utanríkisráðherrar Evrópu segjast eiga von á sterkri samvinnu. Nigel Farage og Trump hafa nú þegar hist. Trump ásamt Reince Priebus og Mike Pence, verðandi varaforseta. Fréttablaðið/Getty FJarskipti Neytendastofu hafa bor­ ist mörg erindi frá neytendum vegna auglýsinga fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu og hraða nettenginga. Neytendastofa hefur beðið Póst­ og fjarskiptastofnun að upplýsa hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskipta­ markaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á interneti eða breið­ bandstengingum sem auglýstur er.  Í viðmiðum systurstofnunar Neyt­ endastofu í Danmörku kemur fram að óheimilt sé að auglýsa ákveðinn hraða nema að unnt sé að tryggja neytendum hann. – ibs Skoða hraða á nettengingum Loforð um hraða tenginga eru kannski ekki alltaf efnd. NORDICPHOTOS/GETTY Staða London sem miðstöðvar fjármálageirans í Evrópu hefur verið í uppnámi frá því að úrslit kosninganna um Evrópusambandið lágu fyrir í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN VIÐ HÖNDINA Stöð 2 Maraþon NOW er ný streymisveita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur, Apple TV og vefspilara.* 2now.is 2.990 KR. Á MÁNUÐI *Þjónustan er einnig aðgengileg á myndlyklum Símans. MÍN AÐ SKRÁ SIG DAGAR FRÍTT3 Viðskipti Stjórn Lindarhvols hafnar öllum ásökunum bjóðenda í hlut ríkisins í Klakka. Í yfirlýsingu Lindarhvols segir að söluferlið hafi verið opið öllum og tilboðsgjafar mátt senda tilboð á því formi og með þeim fyrirvörum sem hentaði hverjum og einum. Ekki hafi verið sett önnur skilyrði en að skilað væri á rafrænu formi fyrir klukkan 16 þann 14. október.  Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að með rafrænni opinni sendingu sé ekki fyllilega tryggt að verðhugmyndir bjóðenda séu ljósar á sama tíma. Stjórn Lindar­ hvols segir slíkt venjubundið og til þess fallið að jafna stöðu innlendra og erlendra bjóðenda og að tryggja að rafræn staðfesting sé fyrir inn­ komnum tilboðum. Kvika gerði tilboð í eigin nafni, en síðar hefur komið fram að það var fyrir hönd viðskiptavina. Sam­ kvæmt tilkynningu Lindarhvols munaði fjórum milljónum króna á hæsta og lægsta tilboði og var tilboð Kviku lægst. – hh Hafna gagnrýni bjóðenda sVíÞJÓð Þriðjungur sænskra kenn­ ara segir skólastjóra hafa reynt að hafa áhrif á einkunnagjafir, meðal annars vegna þrýstings frá foreldr­ um nemanna. Kennarar sem ekki eru „sveigjanlegir“ eiga á hættu að fá lægri laun. Þriðjungur kennaranna, eða 36 prósent, greinir frá því í könnun að þrýstingurinn hafi haft áhrif á ein­ kunnagjöfina. – ibs Þrýst á kennara 1 5 . n Ó V e m B e r 2 0 1 6 Þ r i ð J U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -C 1 D C 1 B 4 9 -C 0 A 0 1 B 4 9 -B F 6 4 1 B 4 9 -B E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.