Fréttablaðið - 14.09.2016, Page 2
Veður
Í dag er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt
með rigningu víða á sunnan og vestan-
verðu landinu, einhverjir dropar ná lík-
lega norður á Vestfirði en annars staðar
á norðanverðu landinu og austan til er
útlit fyrir mun hægari vind og bjartviðri.
Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðan til.
sjá síðu 20
Ferðamenn forvitnast um fiskinn
„Þetta er nú mestmegnis ufsi en stöku þorskur einnig,“ segir Guðjón Bragason, skipstjóri á Steina Sigvalda GK-526. Verið var að landa fiski úr
skipinu í Grindavík þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fiskurinn veiddist í Reykjanesröstinni. „Það slæðist smá makríll og annað
dótarí með í netinu en mest eru þetta hreinar línur. Nokkrir þorskar og afgangurinn ufsi.“ Fréttablaðið/Eyþór
íþróttir Stefanía Daney Guðmunds-
dóttir varð skyndilega á allra vörum
eftir að sundkappinn Jón Margeir
Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV
þar sem hann sagði að stefnan hefði
verið sett á gullverðlaun handa Stef-
aníu sem tókst ekki. Vonbrigðin
leyndu sér ekki og tilfinningarnar
báru hann nánast ofurliði. Þjóðin
hreifst með og viðtalið fór sem eldur
í sinu um samfélagsmiðla.
Stefanía, sem sjálf er íþrótta-
stjarna á Akureyri, er ákaflega stolt
af sínum kærasta en þau hafa verið
par síðan í febrúar. „Fjórða sætið
er frábær árangur. Hann var ekki
búinn að segja mér að hann ætlaði
að reyna að vinna gullið fyrir mig
áður en hann hélt á leikana. Ég
táraðist alveg þegar ég sá viðtalið
við hann, ég viðurkenni það alveg.“
langaði að vera með honum
Móðir Stefaníu, Brynja Herborg
Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu
ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún
kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi
ekki að hún færi með tárin í aug-
unum í skólann. Hún var búin í
skólanum um eitt leytið og kom þá
heim og horfði.“
Stefanía segir að hún hafi orðið
vör við að þjóðin hafi hrifist með
Jóni Margeiri og skóla- og æfinga-
félagarnir voru duglegir að tala við
hana þegar hún kom í skólann og
á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst
í gegn um íþróttirnar. Mig langaði
mikið að vera með honum í Ríó og
ætlaði að komast sjálf sem keppandi
en það tókst ekki í þetta sinn. Það
eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég
hef sett stefnuna á þá.“
Brynja segir Jón Margeir vera
draumatengdason sem hafi lagt lín-
urnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa
alltof fáir tárast í beinni útsend-
ingu. Þetta er spark í rassinn fyrir
aðra kærasta,“ segir hún og hlær.
Jón Margeir kom inn á í viðtalinu
hversu góð áhrif Stefanía hefði haft
á líf hans og meðal annars hjálpað
honum að hætta að drekka gos. Sjálf
hætti hún að drekka gos fyrir löngu.
„Ég hætti að drekka gos fyrir þremur
árum og hann ákvað að hætta þegar
við fórum að vera saman.“
Finna tíma fyrir hvort annað
Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir
og keppir fyrir íþróttafélagið Eik
á Akureyri auk þess sem hún æfði
með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslands-
meistara í langstökki, hjá UFA og
undir handleiðslu Gísla Sigurðs-
sonar sem þjálfaði áður tugþrautar-
kappann Jón Arnar Magnússon.
„Við höfum lítinn tíma til að sinna
öðru en æfingum og námi. En við
höfum tekið okkur langar helgar og
annað álíka þegar tækifæri gefst auk
þess að hittast reglulega á íþrótta-
mótum.“ benediktboas@frettabladid.is
Styður sinn mann
þrátt fyrir gullleysið
Íþróttaparið Jón Margeir Sverrisson og Stefanía Daney Guðmundsdóttir láta
ekki fjarbúð stöðva ást sína. Jón Margeir táraðist í viðtali því hann vildi vinna til
gullverðlauna handa Stefaníu sem hefur haft góð áhrif á hann.
Stefanía og Jón Margeir á góðri stundu. Fréttablaðið/úr EinkaSaFni
PRAG
29. september í 4 nætur
Netverð á mann frá kr. 65.850 m.v. 2 í herbergi
m/morgunmat.
Jurys Inn
Prague Hotel
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.Frá kr.
65.850
m/morgunmat
Helgarferð til ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
FY
RI
R2 1
á flugsæti
m/gistingu Það hafa alltof fáir
tárast í beinni
útsendingu. Þetta er spark í
rassinn fyrir aðra kærasta.
Brynja Herborg Jónsdóttir
Kópavogur Senda þarf allt að þrjá-
tíu börn heim á hverjum degi af
leikskólanum Austurkór í Kópavogi
vegna manneklu. Ekki hefur tekist
að ráða í lausar stöður sem skapar
álag á starfsfólk sem hefur í meiri
mæli farið í veikindaleyfi vegna
álags.
Foreldrar barna leikskólans
fengu sent bréf þess efnis í gær.
Segir í bréfinu að á rúmum mán-
uði hafi ekki tekist að ráða fólk á
leikskólann og það vanti starfs-
fólk í fimm heilar stöður. „Allir
hafa lagt hönd á plóg og brett upp
ermarnar til að dagurinn gangi
upp. En nú gengur það ekki lengur
að bjóða börnunum upp á þessar
aðstæður,“ segir í bréfi leikskólans.
Svipað ástand er upp á teningnum í
Reykjavík. Frá því var sagt í Frétta-
blaðinu á dögunum að þar vanti
rúmlega 50 leikskólakennara til að
fullmanna leikskóla borgarinnar.
– sa
Börn send heim
vegna manneklu
BandaríKin Bæjaryfirvöld í Muscat-
ine í Iowa-ríki hafa játað sig sigruð í
baráttu við hóp af bjórum. Bjórum
er eðlislægt að byggja stíflur en ein
slík ógnar mannvirkjum í bænum.
Í sumar var í þrígang gripið til
þess ráðs að fjarlægja umrædda
stíflu en bjórarnir endurbyggðu
hana jafn oft. Það tók dýrin aðeins
tæpar tvær vikur í hvert sinn.
Aðgerðir stjórnvalda hafa kost-
að andvirði rúmlega milljónar
íslenskra króna. Það var því mat
þeirra að það myndi ekki borga sig
að verja skattfé í slíkt eilífðarverk-
efni. – jóe
Gefast upp
gegn bjórum
norEgur Féð sem norska ríkið lætur
af hendi rakna til björgunarsveita
nægir ekki í öllum tilfellum þegar
verkefnunum fjölgar. Í frétt norska
ríkisútvarpsins er haft eftir fulltrúa
björgunarsveitar Rauða krossins á
Hörðalandi að leitarmenn þurfi í
auknum mæli að taka sér launalaust
frí frá vinnu vegna fjölgunar verk-
efna. Auk þess verji margir sjálfboða-
liðanna 10 til 15 þúsundum norskra
króna á ári í búnað.
Rauði krossinn er samt andvígur
því að láta ferðamenn borga vegna
aðstoðarinnar við þá.
Bæði norska stjórnin og stjórnar-
andstaðan eru fylgjandi því að björg-
unarsveitarmenn fái tekjumissinn
bættan. – ibs
Bjarga túristum
fyrir eigið fé
bjórarnir voru of snöggir að naga trén
niður. nordic PhotoS/GEtty
1 4 . s E p t E m B E r 2 0 1 6 m i ð v i K u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
F
-A
7
E
C
1
A
8
F
-A
6
B
0
1
A
8
F
-A
5
7
4
1
A
8
F
-A
4
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K