Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 8
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Stenst kröfur sem stærri bílar væru stoltir af Verð frá aðeins 2.990.000 kr. ŠKODA Rapid kemur skemmtilega á óvart, bæði í akstri og viðmóti. Hreinar línur, nýtt aflmikið yfirbragð og tímalaus fágun gera Rapid að frábærum kosti. Komdu í reynsluakstur og snertu á framtíðinni. Umhverfismál „Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björns- son, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi. Fiskistofa staðfesti í gær að regn- bogasilungur finnst í ám í Patreks- firði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðs- stjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysa- sleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnboga- silungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regn- bogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiði- félaga tekur undir að regnboga- silungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. jonhakon@frettabladid.is Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Eldisfiskur finnst í ám víða á Vestfjörðum. Óvíst hvenær fiskurinn slapp. Formaður Landssambands veiðifélaga vill banna eldi í opnum kerum. Hann segist hafa fundað með umhverfisráðuneytinu en engin viðbrögð hafi fengist við skilaboðum hans. Þessi 58 sentimetra regnbogasilungur veiddist í Lóni fyrr í sumar. Eigendum veiðiréttar þykir óttækt að eldisfiskur sé alinn í opnum kerum. Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum. Jón Helgi Björns- son, formaður Landssambands veiðifélaga 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m i Ð v i K U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A Ð i Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -C A 7 C 1 A 8 F -C 9 4 0 1 A 8 F -C 8 0 4 1 A 8 F -C 6 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.