Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 12
www.volkswagen.is
Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið
innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og
þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl.
Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara
(Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði.
Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI
140 hestöfl kostar frá
5.840.000 kr.
(4.709.677 kr. án vsk)
Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km.
Afkastamikill vinnubíll
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Volkswagen Amarok
Streituvaldar í starfi og einkalífi
geta orðið að sjúklegri streitu og
valdið kulnunarástandi. Í nútíma-
samfélagi þar sem óljós mörk eru
á milli vinnu og frítíma, áreitið er
meira og samskiptakröfur flókn-
ari eru æ fleiri sem upplifa slíkt
ástand.
„Þegar fólk upplifir eðlilega
streitu nær það að jafna sig eftir
góða hvíld í nokkra daga. En þegar
um sjúklega streitu er að ræða þarf
fólk stuðning og meðferð til að geta
unnið í streituvöldunum. Því starf-
semi heilans er verulega trufluð
og það tekur tíma fyrir heilann
að endurnýja sig. Því þarf oft að
draga úr vinnu eða jafnvel taka frí
í ákveðinn tíma,“ segir dr. Ólafur
Þór Ævarsson, geðlæknir hjá For-
vörnum.
Forvarnir, í samvinnu við Streitu-
skólann, standa fyrir málþingi á
morgun um streitu og sálfélags-
lega vinnuvernd. Ólafur bendir á að
mikilvægt sé fyrir atvinnurekendur
að þekkja til kulnunar.
„Samkvæmt vinnuverndarlögum
ber vinnuveitandinn talsvert mikla
ábyrgð á þessum hlutum. Við erum
að mæta þörfinni að veita mann-
auðsstjórum og stjórnendum fyrir-
tækja aðgang að þekkingu á þessu
sviði,“ segir Ólafur en þverneitar að
viðhorfið hér á landi sé að streita sé
aumingjaskapur. „Í dag eru víða vel
menntaðir mannauðsstjórar sem
gera sér grein fyrir að mikilvægt er
að greina þetta og sinna þessu sem
fyrst en helst að ná að hindra svona
ástand hjá starfsmönnum.“
Frekari upplýsingar um ráðstefn-
una má finna á stress.is
Heilsa Garðar Agnarsson Hall er
matreiðslumaður og í fimmtán
ár rak hann veitingaþjónustuna
Krydd og kavíar sem hann átti
hlut í sjálfur. Í fyrstu tók mikið á
að koma fyrirtækinu á fót en álagið
varð ekki síður mikið þegar það fór
að ganga vel.
„Ég var fljótt kominn langt út
fyrir minn þægindaramma, var
í eldhúsinu, starfsmannastjóri,
fjármálastjóri og sinnti öllum dag-
legum málum. Ég vann 14-16 tíma
á dag, var fyrstur til vinnu og síð-
astur út og svo sinnti ég verkefnum
í tölvunni heima á kvöldin.“
Garðar hrundi niður árið 2009
og var lagður inn á spítala. En það
var ekki tengt við vinnuálag heldur
bara óútskýrð veikindi. Hann jafn-
ar sig og snýr til baka í vinnuna, tví-
efldur.
„Vinnan verður þráhyggja, ein-
hvers konar fíkn. Maður verður
stjórnlaus í stjórnseminni og
þetta er eiginlega eins og manískt
ástand. Ég hef lýst þessu eins og
að vera flóðhestur með gyllinæð,
út um allt án þess að hafa fókus á
neinu.“
Garðar fór að finna fyrir auknu
orkuleysi og smátt og smátt tapaði
hann heilsunni á ný. Hann fann
fyrir astma, höfuðverkjum, melt-
ingartruflunum og sífelldri þreytu,
alveg sama hvað hann svaf mikið.
„Ég sofnaði á kvöldin en vaknaði
svo um miðjar nætur með hausinn
á fullu. Ég tókst á við streituna með
því að borða og drakk áfengi til að
deyfa mig. Þannig að í þokkabót
var ég orðinn alltof þungur.“
Fyrir tæpum tveimur árum lenti
Garðar aftur á botninum nema nú
var hann dýpri en áður. Hann sá að
hann varð að bregðast við og hætti
í starfi sínu. Hann hefur verið að
byggja sig upp síðan þá en hann
bendir á að fyrst og fremst sé þetta
andleg vinna.
„Það er mikil flækja þarna að
baki. Ég var mikið að sækjast eftir
viðurkenningu með vinnunni,
það var drifkrafturinn. Þannig að
ég hef unnið mikið í sjálfum mér
og fer núna hægt af stað í styttri
verkefni, sem eru fyrirsjáanleg og
vel yfirstíganleg.“
Garðar býr nú í London og hefur
tekið að sér verkefni í matreiðslu-
geiranum. Hann gefur ekki mikið
fyrir dugnað og vinnusemi sem
mestu dyggðir Íslendinga. „Ég
gef skít í slíkt í dag. Maður hefur
kynnst því að það er annað og
meira sem skiptir máli í lífinu og
ég finn það hér á fólki að það er
ekkert að gera út af við sig með
vinnu. Svo er það heilsan sem
skiptir máli. Ef maður hefur ekki
heilsuna, hefur maður ekki neitt.
Peningar skipta nákvæmlega engu
máli.“
Vinnan varð
að þráhyggju
Æ fleiri upplifa kulnun eða streitu í nútíma sam-
félagi. Matreiðslumaður rakst á vegg fyrir tveimur
árum eftir maníska vinnufíkn og er enn að jafna sig.
Vinnan verður
þráhyggja, einhvers
konar fíkn. Maður verður
stjórnlaus í stjórnseminni og
þetta er eiginlega eins og
manískt ástand.
Garðar Agnarsson
Hall matreiðslu-
maður
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is
Hverjir eiga í hættu að fara í
kulnunarástand? Allir. En ekki síst
fólk á besta aldri, vel menntað,
sterkt og duglegt sem gleymir að
gæta að sínum eigin hlut.
l Ofurþreyta
l Slen
l Verkir
l Svefntruflanir
l Kvíði og depurð
l Pirringur
l Einbeitingarskortur
l Gleymska
l Minnkað andlegt úthald
l Minna þol við álagi
Hvað er kulnun?
Sjúkleg streita sem kemur til vegna
meira álags en einstaklingurinn
þolir. Streitan hefur áhrif á heilann
sem starfar ekki eðlilega. Áhrif
streitunnar koma hægt og sígandi
á mánuðum eða örfáum árum. Á
því tímabili myndast vítahringur
með svefn og hvíld. Þá nær streitan
skyndilega á mjög stuttum tíma
miklum tökum á heilsunni.
Þegar streita verður viðvarandi ástand
Samkvæmt vinnu-
verndarlögum ber
vinnuveitandinn talsvert
mikla ábyrgð á þessum
hlutum.
Ólafur Þór
Ævarsson
geðlæknir
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m i Ð V i K U D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
F
-A
2
F
C
1
A
8
F
-A
1
C
0
1
A
8
F
-A
0
8
4
1
A
8
F
-9
F
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K