Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 18
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Fimmtudagur 15. september Hagstofa Íslands l Fiskafli í ágúst 2016 Föstudagur 16. september Hagstofa Íslands l Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2016 Þriðjudagur 20. september Hagstofa Íslands l Vísitala byggingarkostnaðar fyrir október 2016 ÞjóðsKrá Íslands l Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu miðvikudagur 21. september Hagstofa Íslands l Vinnumarkaður í ágúst 2016 ÞjóðsKrá Íslands l Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu Fimmtudagur 22. september Hagstofa Íslands l Mánaðarleg launavísitala í ágúst 2016 Hagstofa Íslands l Greiðslujöfnunarvísitala í október 2016 Hagstofa Íslands l Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2016 Hagstofa Íslands l Vísitala lífeyrisskuldbindinga í ágúst 2016 mánudagur 26. september Hagstofa Íslands l Kjötframleiðsla í ágúst 2016 Þriðjudagur 27. september ÞjóðsKrá Íslands l Viðskipti með atvinnuhúsnæði miðvikudagur 28. september ÞjóðsKrá Íslands l Fjöldi útgefinna vegabréfa Hagstofa Íslands l Viðskipti með atvinnuhúsnæði Fimmtudagur 29. september Hafstofa Íslands l Gistinætur og gestakomur á hótelum í ágúst 2016 Hafstofa Íslands l Vísitala neysluverðs í september 2016 Hafstofa Íslands l Meðalkostnaður á grunnskólanema í september 2016 Föstudagur 30. september Hafstofa Íslands l Verðmæti sjávarafla, janúar–júní 2016 Hafstofa Íslands l Vöruviðskipti við útlönd, janúar– ágúst 2016 l seðlabanKi Íslands l Hagvísar koma út Á döfinni Vikan sem leið Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfanga­ sigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deilda­ verslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum versl­ unum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn. Sölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu lönd­ um. Kristinn segir gríðarlega upp­ sveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 pró­ sentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi vel­ gengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskipta­ vinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að fram­ leiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöru­ heiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu fursta­ dæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkja­ markaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líf­ tækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm. saeunn@frettabladid.is Íslenskar húðvörur komnar í sölu í Harrods Stærsta deildaverslun Evrópu hóf á dögunum sölu á íslensku húðvörunum BIOEFFECT. Sölustaðir varanna eru nú yfir þúsund í þrjátíu löndum. Sala hefur aukist um þrjátíu og fimm prósent milli ára. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað. Þetta er mjög ánægjulegur áfanga- sigur. að því er ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods. Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Heildarvelta smásöluverslunar án virðisaukaskatts var á árinu 2015 tæpir 400 milljarðar króna saman- borið við 376 milljarða árið áður. Vöxtur í veltu frá fyrra ári var 5,8 prósent og hefur ekki verið meiri milli ára frá hruni. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2016. Velta var mest í dagvöru og stórmörk- uðum og nam þar 208 milljörðum króna. 400 milljarðar Á síðasta ári jókst velta bílaum- boðsins BL um 3,3 milljarða og nam 17 milljörðum króna. Á sama tíma fór rekstrarhagnaður úr tæpum 400 milljónum króna í ellefu hundruð milljónir. BL er stærsta bílaum- boð landsins, velta jókst einnig hjá öðrum stærstu bílaumboðum landsins. Sala Heklu nam 13,9 millj- örðum í fyrra og salan hjá Brimborg nam 13,1 milljarði. 17 milljarða velta Hafin var sala á BIOEFFECT húðvörunum í Harrods á mánudag. Mynd/BIOEFFECT GEFÐU ÞÉR TÍMON Færir þér nauðsynlega sýn á mannauðinn i l i Tímon.is Í síðasta mánuði voru farþegar Ice­ landair 484 þúsund en 227 þúsund flugu með WOW air, munur á heild­ arfjölda farþega milli flugfélaganna tveggja hefur aldrei verið minni. Túristi greindi fyrst frá þessu. Árið 2012, þegar WOW air hóf flug, flugu 412 þúsund farþegar með félag­ inu frá júní til desember, en nærri 2,3 milljónir ferðuðust með Icelandair það ár. Farþegamunurinn var þá nærri því sexfaldur, samanborið við tvöfaldan farþegamun í síðasta mánuði. Sé litið til tilkynninga Icelandair Group til kauphallarinnar og frétta­ tilkynninga WOW air má sjá að farþegamunur félaganna hefur minnkað á síðustu árum, en far­ þegatölurnar fóru hins vegar ekki að nálgast af alvöru fyrr en WOW air hóf Ameríkuflug sitt árið 2015. – sg Farþegamunur Wow air og Icelandair aldrei minni Á fyrsta starfsári WOW air flugu 412 þúsund með félaginu. FréTTaBlaðIð/VIlHElM 227 þúsund farþegar flugu með Wow air í millilandaflugi í síðasta mánuði 484 þúsund farþegar flugu með icelandair í millilandaflugi í síðasta mánuði 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -D 9 4 C 1 A 8 F -D 8 1 0 1 A 8 F -D 6 D 4 1 A 8 F -D 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.