Fréttablaðið - 14.09.2016, Page 20
Misjafnt er hve miklu frambjóðend
urnir í forsetakosningunum í sumar
vörðu í framboð sín. Af þeim sem
hafa skilað rekstrarreikningi varði
Guðni mestu í framboð sitt eða 25
milljónum króna.
Guðni var einnig með mestar
tekjur eða sem nam 26,3 milljónum
króna. Framlög lögaðila námu 10,9
milljónum og framlög einstaklinga
13 milljónum króna. Eigin framlög
Guðna námu 1,1 milljón króna.
Framlög og kostnaður við fram
boð Sturlu Jónssonar, Ástþórs
Magnússonar og Hildar Þórðar
dóttur var innan við 400 þúsund
krónur og því verður ekki skilað
uppgjöri vegna framboðsins. Sturla
segir í samtali við fréttastofu að
hann áætli að framboð sitt hafi kost
að innan við 300 þúsund krónur.
Guðrún Margrét Björnsdóttir
varði 536 þúsund krónum í eigið
framboð, eigin framlög námu 386
þúsund krónum en framlög lög
aðila námu 150 þúsund krónum. Öll
framlög lögaðila komu frá Gunnari
Eggertssyni hf.
Elísabet Jökulsdóttir segir í sam
tali við fréttastofu að framboð sitt
hafi kostað milli 400 til 500 þúsund
krónur. Áætla má því að framboð
þessara fimm aðila hafi ekki kostað
yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er
hefur framboð Guðna Th. Jóhannes
sonar kostað ellefu sinnum meira en
framboð þeirra.
Verið að leggja lokahönd á upp
gjör vegna framboðs Höllu Tómas
dóttur og verður því skilað til Ríkis
endurskoðunar í næstu viku.
Ekki náðist í talsmenn Andra
Snæs Magnasonar eða Davíðs
Oddssonar við gerð þessarar fréttar.
Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í
kosningasjónvarpi RÚV að fram
boð sitt kostaði sex til sjö milljónir
króna, þótt sú tala gæti hækkað.
Frestur til að skila inn gögnum
vegna framboðanna rennur út um
aðra helgi, þann 25. september, en
þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjör
degi. Lögaðilar og einstaklingar mega
að hámarki styrkja framboð um 400
þúsund krónur. Heildarkostnaður
við framboðin mátti ekki fara yfir 38
milljónir króna. saeunn@frettabladid.is
Guðni eyddi meiru en
fimm frambjóðendur
Kostnaður við framboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta nam tuttugu og fimm
milljónum króna. Þrír frambjóðendur vörðu undir fjögur hundruð þúsundum.
Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.
FréTTablaðið/Eyþór
Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. FréTTablaðið/Eyþór
Viðskipti Nintendo mun í þessari
viku setja í sölu fylgihlutinn Poké
mon GO Plus í samstarfi við Poké
monfyrirtækið. Fylgihlutur
inn lítur út eins og úr og
hægt er að hafa hann á
úlnliðnum. Fylgihlutur
inn tengist snjallsíma
með Bluetooth tækni
og hægt er að nota hann
við Pokémonleit.
Tækið titrar og kvikn
ar ljós á því þegar spil
ari gengur fram hjá
Pokémonstaðsetningu
og leyfir notendum að
fanga Pokémona með því
að ýta á takka á því.
Margir hafa í sumar orðið varir
við fjölda fólks sem gengur með
nefið ofan í símanum í leit að Poké
mon og hefur jafnvel farið sér að
voða í umferðinni.
Með tækinu sem fer
í sölu þann 16. sept
ember næstkomandi
þurfa Pokémon GO
spilarar ekki lengur
að stara á símaskjá
við Pokémonveiðar.
Óljóst er hvert verðið
á tækinu verður úti um
allan heim, en í Bretlandi
verður hægt að kaupa það á
rúmar fimm þúsund krónur.
Tilkynnt var í síðustu viku
að í næstu uppfærslu af Apple
Watch snjallúrinu verði hægt að
spila Pokémon Go í gegnum smá
forritið. – sg
Pokémon GO úr í bígerð
26,3
milljónum króna námu
framlög til forsetaframboðs
Guðna
kína Efnahagslífið í Kína hefur verið
að taka við sér að undanförnu. Talið
er að auknum ríkisútgjöldum til
framkvæmda sé þar helst að þakka
ásamt mikilli sölu á húsnæði.
Iðnframleiðslan jókst um 6,3 pró
sent í ágúst frá sama mánuði árinu
áður og hefur ekki verið meiri í
tvö ár. Þetta kom sérfræðingum á
óvart enda hafði verið reiknað með
nokkru minni aukningu.
Smásala jókst síðan um 10,6 pró
sent í ágúst og munaði þar mest um
sölu bifreiða, sem hefur ekki mælst
jafn mikil í meira en þrjú ár. Sala
íbúðarhúsnæðis jókst um 40,1 pró
sent.
„Nýjustu efnahagstölur benda til
þess að hagvöxtur sé að styrkjast en
um leið vekja þær ugg um að fjárfest
ingabólan haldi áfram,“ er haft eftir
Eswar Prasad í Wall Street Journal,
en Prasad er prófessor við Cornell
háskóla og fyrrverandi fulltrúi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Kína.
Efnahagslífið í Kína hefur verið
í nokkurri lægð undanfarin miss
eri eftir að hafa lengi notið mikils
hagvaxtar. Efasemdir eru um að
þessi velgengni nú muni endast
lengi.
„Við teljum að hagvaxtarskriður
inn muni minnka árið 2017 þegar
eignamarkaðurinn verður á niður
leið og bílageirinn stendur líklega
frammi fyrir offramleiðslu,“ er haft
eftir hagfræðingnum Tom Rafferty
á fréttavef tímaritsins Fortune. – gb
Efnahagur Kína styrkist
en varla til frambúðar
bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst
meiri í þrjú og hálft ár. FréTTablaðið/EPa
6,3%
aukning varð í iðnfram-
leiðslu í ágúst frá sama
mánuði árið áður.
Nýjasti snjallsími Apple, iPhone 7,
mun fara í sölu frá og með 23. sept
ember á Íslandi. Símarnir munu
koma á alþjóðlegan markað þann
16. september, en samkvæmt upp
lýsingum frá Macland eiga forsvars
menn fyrirtækisins von á því að sím
inn fari í sölu þar þann 23. september
og hefjast forpantanir aðeins fyrr.
Óvíst er hvert verðið á símanum
verður hér á landi en hann mun
kosta frá 649 dollurum, jafnvirði 74
þúsund íslenskra króna, í Banda
ríkjunum.
Síminn var kynntur eins og hefð
hefur verið hjá Apple á kynningu
sem fór fram þann 7. september
síðastliðinn. Tvö eintök eru af sím
anum, iPhone 7 og iPhone 7 Plus
sem eins og nafnið gefur til kynna
er stærri útgáfan. Stærsta breytingin
er að innstungan fyrir heyrnartól
hefur verið fjarlægð og þess í stað
verða þau tengd með Bluetooth eða
svokölluðu Lightningtengi, sem fer
þar sem hleðslusnúran fer einnig.
Með þessu eru símarnir vatnsþolnir
og þola ryk betur. Myndavélar
símanna hafa verið uppfærðar og
myndavélin í 7 Plus er með tveimur
linsum. Minni símanna hefur einn
ig verið aukið og verða ódýrustu
símarnir með 32 GB minni, í stað 16
GB. – sg
iPhone 7 í verslanir í lok september
Innstungan fyrir
heyrnar tól hefur verið
fjarlægð á iPhone 7 og
iPhone 7 Plus
Nýr iPhone var kynntur þann 7. september og fer í alþjóðlega sölu 16. september.
FréTTablaðið/GETTy
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m i ð V i k U D a G U r4 markaðurInn
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
F
-D
4
5
C
1
A
8
F
-D
3
2
0
1
A
8
F
-D
1
E
4
1
A
8
F
-D
0
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K