Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 24
Sálin gaf út plöturnar Garg og Þessi þungu högg árið 1992. Hér er Stefán Hilmarsson á tónleikum með sveitinni sama ár. Stefán Hilmarsson fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og blæs af því tilefni til tvennra stórtónleika í Hörpu næsta föstudag. Hann hefur komið víða við á um þrjá- tíu ára ferli sínum og mun efnis- skrá kvöldsins því endurspegla langt tímabil. „Þetta verða þekkt lög sem tónleikagestir gera ráð fyrir að heyra í bland við lög sem eru í uppáhaldi hjá mér, en hafa af ýmsum ástæðum ekki oft verið flutt á tónleikum, sum aldrei.“ Með Stefáni verður hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar og valinkunnir gestasöngvarar munu koma fram, þau Björgvin Hall- dórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhanna Guðrún og Páll Rósinkr- anz auk þess sem nokkrir leyni- gestir koma við sögu. Skemmtilegur tími Stefán verður alltaf þekktast- ur sem meðlimur Sálarinnar en hann hefur þó komið víða við. „Ég hóf ferilinn með Sniglabandinu eftir stúdentspróf 1986. Með þeim drengjum söng ég af og til í liðlega tvö ár. Það var skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Á miðju tímabil- inu söng ég lagið „18 rauðar rósir, sem segja má að hafi komið mér á kortið. Svo var Sálin stofnuð 1988.“ Sálin hefur starfaði með hléum allar götur síðan. Stefán segir óhætt að fullyrða að fáar hérlend- ar sveitir eigi samfelldari, fjöl- breyttari og pródúktívari feril. „Við höfum tekist á við ýmis verk- efni og gert margar plötur sem þeim tengjast, t.d. eru eftirminni- legir órafmögnuðu tónleikarn- ir 1999. Þá settum við upp söng- leik, héldum tónleika með Sinfó, einnig með Gospelkórnum og enn eina með Stórsveit Reykjavík- ur. Við héldum útgáfutónleika í Köben í miðju góðærinu, aðra þar með Stuðmönnum og sögufræga tónleika í Höllinni 2008 þar sem 7.500 sálir voru saman komnar. Svona mætti lengi telja.“ ekki alltaf Sléttur Sjór Fyrsta sólóplata kom út árið 1993 en þær eru alls sex talsins. Að- spurður um hvað standi upp úr, nefnir hann sólóplötuna Húm, sem kom út 2009. „Mér þykir einna vænst um þá plötu af öllu því efni sem ég hef hljóðritað og ekki laust við að mér finnist sú plata töluvert vanmetin.“ Meðal annarra verkefna má nefna hljómsveitina Pláhnetuna, stutt skrans með Milljónarmær- ingunum og þátttöku í Eurovision- keppninni. „Samhliða afmælistón- leikunum kemur út tvöföld plata með úrvali laga sem ég hef hljóð- ritað í gegnum tíðina. Svona mjak- ast þetta smátt og smátt áfram. Auðvitað hefur sjórinn ekki alltaf verið sléttur, en öll þessi tímabil hafa verið gefandi og eru í minn- ingunni mestmegnis ánægjuleg.“ alltaf að læra Eftir þrjá áratugi í bransanum hefur Stefán auðvitað kynnst mörgu fólki og skemmtilegum karakterum. „Og alltaf er maður að læra. Tíðarandinn og tæknin breytast einnig sífellt, þannig að maður lærir nýja lexíu í hverjum mánuði, svo gott sem. Ég hef átt marga samstarfsmenn í gegnum árin og ómögulegt að telja upp allt það góða fólk. Að sjálfsögðu nefni ég þá Guðmund Jónsson og Frið- rik Sturluson, en sá síðarnefndi hefur starfað með mér í velflest- um verkefnum undanfarin 25 ár. Einnig vil ég geta Þóris Úlfarsson- ar, sem hefur starfað mikið með mér undan farinn áratug. Hann er einhver hæfileikaríkasti tónlistar- maður sem ég hef kynnst.“ Aðspurður um galdurinn á bak við svo langa velgengni segir Stef- án hana í raun röð óskipulagðra galdra sem enginn kunni skil á. „Þetta er alltaf blanda af hæfi- leikum, sjálfstrausti, tilviljunum og heppni. Það er eðlilega erfitt að halda lengi út í þessum bransa á jafn fámennum markaði. Þetta er og verður basl. Það er ágætt að menn átti sig strax á því áður en þeir halda út á akurinn með miklar væntingar. En dugnaður og drift geta fleytt manni ansi langt í þessu eins og öðru. Það er sama hve efnilegir eða góðir menn eru sagðir eða telja sig vera, það kemst enginn langt með því að sitja bara við símann og bíða eftir því að hann hringi.“ langur undirbúningur Tónleikarnir næsta föstudag hafa tekið nær allan tíma hans undan- farin misseri. „Þeir hafa verið lengi í undirbúningi en nú hill- ir loks undir þetta og ég er í senn mjög stressaður og fullur tilhlökk- unar. Þetta er líklega stærsta tón- leikaverkefni sem ég hef stað- ið einn í, þótt auðvitað standi maður aldrei einn í neinu, held- ur nýtur einatt aðstoðar dyggra manna og meyja. Því næst standa fyrir dyrum árlegir jólatónleikar mínir, sem verða þann 9. desem- ber. Þarna inn á milli er ýmislegt á döfinni, stórir og smáir tónleikar sem of langt mál væri að telja upp. Það er alltaf eitthvað fyrir stafni.“ góðar minningar Þekktir smellir í bland við eigin uppáhaldslög verða á efnisskrá Stefáns Hilmarssonar sem fagnar 50 ára afmæli sínu í Hörpu á föstudaginn. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Hér er Stefán Hilmarsson með Sálinni síðla árs 1988, þegar hljómsveitarmeð- limir skrýddust enn soul-jökkum. 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r2 F ó l K ∙ K y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X X Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 „Tvær í einni” - stærð S - XL (36/38 - 44) - svört öðru megin - dýramynstur hinum megin - vasar báðum megin Úlpa á 14.900 kr. ENSKI BOLTINN ER Á STÖÐ 2 SPORT Enski boltinn er hafinn á Stöð 2 Sport og deildin hefur aldrei verið meira spennandi. Stöð 2 Sport verður með beinar útsendingar allar helgar og sérfræðingar Messunnar fara yfir leikina á mánudögum. ∙ K y n n I n G A r b l A Ð V I Ð b U r Ð I r 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -A C D C 1 A 8 F -A B A 0 1 A 8 F -A A 6 4 1 A 8 F -A 9 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.