Fréttablaðið - 14.09.2016, Side 44
Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði
ég að stick and poke leit ekkert út
fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt
alveg gert það sjálf. Af nálinni staf-
aði ekki sama hætta og alvara og af
vélinni. Vinkona mín átti græjurnar
og hún kenndi mér. Svo gerði ég það
bara. Einfaldari leið. Hugmynd getur
strax orðið að veruleika. Ég byrjaði
á nokkrum táknum á puttunum og
stól á ökklanum. Svo hamborgara.
Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og
hugsaði: „Mig langar í prentara á
fótinn,“ þannig að ég teiknaði prent-
ara og setti hann bara á fótinn. Svo
hugsaði ég: „mig langar í pappír sem
er á leiðinni í prentarann!“ og bætti
því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta
Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður
sem hefur verið að prófa sig áfram
með stick and poke, þegar hún er
spurð að því hvernig hún hafi leiðst
út í þessa tegund húðflúrs.
Eru margir að gera þetta á Íslandi?
„Ég veit um nokkra en ekki hver
útbreiðslan er í öðrum hópum.“
Er fagurfræðileg ástæða fyrir því að
fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar
en á stofu/gert með vél?
„Ég held að það sé gert af mörgum
mismunandi ástæðum og að fagur-
fræðin spili inn í það. En þessi aðferð
er klárlega hrárri. Þetta getur líka
verið miklu óformlegra og persónu-
legra, að teikna upp vinatattú og
gera það á hvort annað. Það er ekki
hljóð úr neinni vél eða neitt óþægi-
legt í umhverfinu. Bara nál, vinir og
kannski skemmtileg bíómynd sem
er horft á á meðan.“
Er ekki drullustressandi að teikna
á skinnið á einhverjum?
„Það var alveg smá stressandi fyrst,
en ekki lengur. Svo er líka málið að
gera bara það sem maður treystir
sér til – þetta þarf ekki að vera full-
komið.“
Spurð hvort heilbrigðiseftirlitið
hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta
bara, hvernig sem svo má skilja það.
stefanthor@frettabladid.is
húðflúr
Nál, vinir
og heimagert
Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur
orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en
aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með
stick and poke má með nokkuð auðveldum
máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á
húðina strax og án nokkurra málalenginga.
Gréta er með prentara á
fætinum, en hún vaknaði einn
morguninn með þá hugmynd og
réðst strax í að flúra prentarann
á sig. Fréttablaðið/GVa
Hvað er Stick
aNd poke?
„Þegar talað er um stick and
poke er oftast talað um ákveðna
aðferð við húðflúr, þar sem nál
(saumnál vafin tvinna, tattú nál)
er dýft í blek og henni stungið
aftur og aftur í húðina með
handafli. Þessi aðferð á sér mjög
langa sögu og á meðal annars
rætur að rekja til blábyrjunar
húðflúrs þótt hún sé oftast tengd
við fangelsi og DiY-menningu
tuttugustu aldar.“
Þetta getur líka
verið miklu óform-
legra og perSóNulegra, að
teikNa upp viNatattú og
gera Það á Hvort aNNað.
Það er ekki Hljóð úr NeiNNi
vél eða Neitt óÞægilegt í
umHverfiNu. Bara Nál, viNir
og kaNNSki Skemmtileg
BíómyNd Sem er Horft á á
meðaN
Save the Children á Íslandi
Hamborgari og
tönn, af hverju ekki?
Fréttablaðið/GVa
Gréta byrjaði á nokkrum
táknum á fingurna.
Fréttablaðið/GVa
Gréta Þorkelsdóttir hefur verið
dugleg við að pota á sig tattúum.
Fréttablaðið/GVa
MYnD/SHittY CitY
Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf
Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir
af verkum sínum. MYnD/SHittY CitY
Nánari upplýsingar í síma 666 4000 eða leiga@reginn.is
VÖNDUÐ
SKRIFSTOFURÝMI
TIL LEIGU
Glæsilegt 332 m2 rými á efstu hæð með einstöku
útsýni. Möguleiki á sérhönnun rýmis fyrir leigutaka.
Snyrtilegt, bjart og vel staðsett 103 m2 rými á frábærum
stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Gott og vandað 158 m2 rými á 2. hæð á einum
vinsælasta stað í bænum, Borgartúni.
Suðurlandsbraut 4
Lágmúli 6-8
Borgartún 29
reginn.is
reginn@reginn.is
sími 512 8900
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r28 L í f I Ð ∙ f r É t t A b L A Ð I Ð
Lífið
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
8
F
-C
A
7
C
1
A
8
F
-C
9
4
0
1
A
8
F
-C
8
0
4
1
A
8
F
-C
6
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K