Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 45

Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 45
Söngkonan Miley Cyrus prýðir for- síðu októberheftis Elle. Í viðtali við tímaritið ræðir hún meðal annars nýtt starf sitt sem einn dómari The Voice og ljóstrar upp um þau ráð sem hún hyggst gefa keppendum; eitt þeirra er að vera eins og Bernie Sand- ers sem gaf kost á sér sem forsetaefni Demókrataflokksins. „Ég vil ekki að þetta komi vitlaust út úr mér, en ég ætla að ráðleggja keppendum mínum að vera Bernie Sanders. Vertu manneskjan sem fólk- ið vill og elskar. Ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Þannig býr maður til eftirminnileg augnablik. Leyfðu fólki að tala um þig,“ sagði Cyrus. Söngkonan kveðst einnig ætla að sniðganga rauða dregla héðan í frá. „Ég mun aldrei ganga rauða dregilinn aftur. Af hverju, þegar fólk sveltur, er ég að ganga eftir einhverju rauðu teppi? Af því að ég er „mikilvæg“? Af því að ég er „fræg“? Ég er ekki þann- ig gerð. Þetta er eins og farsi beint úr Zoolander.“ Miley ráðleggur fólki að vera Bernie Sanders Mel B var gestur James Corden í spjallþættinum Late Late Show with James Corden á fimmtu- daginn var. Kryddpían var þangað komin til að kynna þáttinn Amer- ica’s Got Talent, þar sem hún er í hópi dómara, en tilkynnti um leið að von væri á endurkomu Spice Girls – eða nokkurs konar endur- komu, því kryddpíurnar verða aðeins þrjár en ekki fimm. Victoria Beckham og Melanie C munu ekki koma fram á tónleikum Spice Girls sökum anna. „Victoria er upptekin við fram- leiðslu fatalínu sinnar og Mel C er að taka upp plötu – þannig að þær afþökkuðu pent en styðja við bakið á okkur hinum. Við styðjum hver aðra, við erum ‘girl power’, þannig að við þrjár sögðum bara: „Ókei, þá kýlum við á þetta,“ sagði Mel B. Kryddpíurnar voru stofnaðar árið 1994 og slógu eftirminnilega í gegn með laginu „Wannabe“ tveimur árum síðar. Fyrsta plata þeirra, Spice, seldist í meira en 31 milljón eintaka um allan heim. Endurkoma Spice Girls Kryddpíurnar voru ein og vinsælasta hljómsveit heims á tíunda áratugnum. Mynd/Getty Miley Cyrus er nýr dómari í söngvakeppninni the Voice. Rússneskir kvikmyndadagar hefjast á morgun, fimmtudag, í Bíói Paradís. Opnunarmynd hátíðarinnar nefnist Journey to the Mother og er í leikstjórn Mikhails Kosyrev-Nestorov, sem er jafn- framt heiðursgestur hátíðarinnar. Journey to the Mother segir frá Maxim, sem ferðast til Frakk- lands til að heimsækja móður sína. Heimsóknin er örlagarík og mun snúa lífi Maxims á hvolf. Aðrar frábærar rússneskar kvik- myndir verða sýndar á hátíðinni og má þar meðal annars nefna fjölskyldumyndina Too Red for a Fox sem segir frá ref sem aðstoðar járnsmið við að gleðja ástina sína. Refurinn fær hjálp frá öðrum dýrum, talandi blómum, englum og álfum sem búa í töfraskógi. Myndirnar eru allar sýndar með enskum texta og er aðgangseyrir enginn. Rússneskar myndir í Paradís Journey to the Mother er opnunar- mynd Rússneskra kvikmyndadaga í Bíói Paradís. Runólfur Gunnlaugsson Löggiltur fasteignasali 892 7798 runolfur@hofdi.is Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali 824 9093 kjartan@eignamidlun.is Magnús Leópoldsson Löggiltur fasteignasali 550 3000 | 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is Ólafur Finnbogason Löggiltur fasteignasali 822 2307 olafur@miklaborg.is FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU 99 íbúðir til sölu á Bifröst Til sölu eru 99 íbúðir að Hamragörðum 1 og við Sjónarhól á Bifröst sem seldar verða í einu lagi til sama aðila, auk möguleika á að kaupa rekstrarfélag Hótels Bifrastar. Bifrastarsvæðið er vel staðsett og umkringt friðsælli og fallegri náttúru í vaxandi ferðaþjónustuhéraði. Hótel- reksturinn er í góðri sátt við Háskólann á Bifröst og er m.a. í samstarfi við skólann um ráðstefnuhald. Nánari upplýsingar um eignirnar veita neðangreindar fasteignasölur. 51 íbúð Hamragarðar 1 48 íbúðir Sjónarhóll í allar áttir Stutt við háskólann Samvinna Hótels Bifrastar Rekstur náttúra Friðsæl L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 29M i ð V i K U D A G U R 1 4 . s e p T e M B e R 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -B B A C 1 A 8 F -B A 7 0 1 A 8 F -B 9 3 4 1 A 8 F -B 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.