Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Kristínar Ólafsdóttur Bakþankar Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu. „Stína!“ hrópaði skjólstæðingurinn og faðmaði mig. Andartaki síðar leit hann upp og sagði, með svolítilli undrun í rödd- inni: „Þú lyktar eins og möndlur og súkkulaði!“ Svo saug hann djúpt upp í nefið og bætti við: „… pipar- myntusúkkulaði.“ Orðin ein og sér fleyttu mér í gegnum daginn á rennilegu hamingjuskýi en það sem vó þyngst, og það sem mun jafn- framt ylja mér lengst um hjarta- ræturnar, var hispursleysið. Téður skjólstæðingur minn tjáði mér nákvæmlega það sem hann var að hugsa á nákvæmlega einu augnabliki, sem flögraði jafnóðum út í buskann. Engir fastreyrðir fullorðinsfjötrar. Og framvegis ætla ég að reyna að varpa þessum fjötrum af mínu eigin málbeini. Ég ætla að hrósa um leið og því lýstur niður í hugann. Ég ætla að rétta upp hönd í tíma í skólanum og spyrja spurningar, jafnvel þó að ég hafi ægilegar áhyggjur af því að hún sé katastrófískt heimskuleg. Ég ætla að standa fastar á skoðunum mínum og meiningum. Ég ætla að láta vita ef mér misbýður eitthvað og byrgja það ekki inni þangað til ég spring. Ég ætla, og ég þarf, að hætta að hugsa svona ógeðslega mikið. Það væri raunar flestum til mikilla hagsbóta að tileinka sér óheflaðan þankagang og tilgerð- arleysi barnungs skjólstæðings míns, að hleypa fleiri ljósglætum inn í ömurlega vonlausa mánu- daga. Að dreifa möndlum og súkkulaði. Möndlur og súkkulaði LA VIE EN WOW! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS október - mars * ÍS 7.999 kr.f rá PAR OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 F -A 2 F C 1 A 8 F -A 1 C 0 1 A 8 F -A 0 8 4 1 A 8 F -9 F 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.