Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 35
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Yndislegur faðir okkar,
sonur og bróðir,
Ólafur Björn Baldursson
lést 24. október. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
4. nóvember kl. 13. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Thorvaldsensfélagið.
Emil Örn, Alma María og Kári Freyr Ólafsbörn
Baldur Ólafsson og María Frímannsdóttir
Rósa Kristín Baldursdóttir
Ástkær eiginkona mín, mamma okkar,
amma og langamma,
Hjördís Guðmundsdóttir
Rjúpnasölum 10, Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
16. október 2016. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir
frá aðstandendum til Heimahjúkrunar í Kópavogi,
Heimahlynningar, A2 og B4.
Jón Jónsson
Valdimar Jónsson
Sverrir Helgi Jónsson
Hildur Jónsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og
vináttu vegna andláts móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
Elísu Steinunnar Jónsdóttur
myndlistarmanns.
Jón Gunnar Schram
Kári Guðmundur Schram Íris Huld Einarsdóttir
Þóra Björk Schram Gunnar Rafn Birgisson
Kristján Schram Elizabeth Nunberg
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Marta
Sigurðardóttir
Kleppsvegi 2,
er látin. Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Ellertsdóttir
Stefán Hallur Ellertsson
Margrét Ellertsdóttir
Ægir Pétur Ellertsson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Reynir Ragnarsson
löggiltur endurskoðandi,
Staðarseli 5,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi laugardaginn 22. október. Útförin
fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. nóvember
kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellowa.
Halldóra Gísladóttir
Guðrún R. Kilian Robert J. Kilian
Gísli Reynisson Sigríður Bryndís Stefánsdóttir
Arnar Gauti Reynisson Sigríður Vala Halldórsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórunn Gísladóttir
matráðskona,
Þangbakka 10,
áður Brún við Írafoss,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 23. október. Hún verður jarðsungin
mánudaginn 7. nóvember kl. 11 frá Fella- og Hólakirkju. Þeir
sem vilja minnast hennar láti minningarsjóð líknardeildar
og heimahlynningar Landspítalans njóta þess.
Gyða Kristinsdóttir
Elísabet Jónsdóttir Magnús Sveinþórsson
Ögmundur Jónsson
Gísli Jónsson Júlíana Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Halldórs Bernódussonar
Flétturima 4.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar.
Kristín Gissurardóttir
Hafdís Halldórsdóttir Atli Þór Þorvaldsson
Svanhildur Halldórsdóttir Kristján V. Jóhannsson
Gissur Óli Halldórsson
Elín Kristrún Halldórsdóttir Elías J. Róbertsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Orðinn allra karla elstur
Rögnvaldur Gunnarsson hjá Vegagerðinni hóf feril sinn sem tæknifræðingur 1971 þegar
þrjár stórbrýr á Skeiðarársandi voru á teikniborðinu. Nú kíkti hann á nýju Morsárbrúna.
Rögnvaldur í hríðarhraglanda á nýju Morsárbrúnni á Skeiðarársandi. Hann byrjaði í brúarsmíði hjá Vegagerðinni árið 1964.
MyndiR/BjöRgVin SiguRjónSSon
Fólkið sem kom nálægt fram-kvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er
allt hætt störfum nema ég sem er orðinn
allra karla elstur. Því langaði mig að fara
austur og fylgjast með þegar verið var að
herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“
segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem
nýlega lét af embætti sem forstöðumað-
ur framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar
eftir 22 ár í því starfi.
Morsárbrúin stendur við hlið stóru
Skeiðarárbrú-
arinnar sem
verður brátt
rif in því
S k e i ð a r á
er horfin úr
sínum
gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn
tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar
fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar.
Nú var hann nálægt því að enda þann
feril á sama stað og hann byrjaði. „Það
borgar sig samt ekki að vera of fljótur
að þykjast loka einhverjum hring þegar
náttúruöflin eru annars vegar, þau eru
síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir
hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerð-
inni. Hann hefur verið tryggur
þeirri stofnun.
„Ég var í brúarvinnuflokki á
vegum Vegagerðarinnar á
sumrin frá 1964 til 1968, undir
stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar
brúarsmiðs. Byrjaði við Steina-
vötn í Suðursveit, svo fórum
við í Öræfin 1965, byggðum
þrjár brýr þar. Sumurin
1966 og 1967 brúuðum við
Jökulsá á Breiðamerkursandi
og Hrútá árið eftir. Þá rákum
við líka niður prufustaura á
Skeiðar ársandi.“
Varstu aldrei í hættu í þess-
ari vinnu? „Ekki töldum við
það, strákarnir, jafnvel þótt
við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á
Breiðamerkursandi þegar verið var að
ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum
og máluðum upp fyrir okkur. En það fór
dálítið af buxum í þetta því við renndum
okkur niður á rassinum og vorum ekki í
neinum hlífðarfötum. En við vorum með
öryggisbelti sem við kræktum í strengina
þannig að við hefðum ekki hrapað langt
þó að okkur fataðist flugið.“
Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og
fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var
ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar
þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru
teiknaðar brýr yfir veturinn og farið
út á land á sumrin til að byggja þær. Á
þessum tíma voru svo margar óbrúaðar
ár í landinu.“
Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið
brýrnar sem hann hefur teiknað en
getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á
Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá
í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr
gallanum að skrifborðinu?
„Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera
dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin
með átta vinnuflokka sem brúardeildin
stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á
Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar
yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará
voru byggðar. Mitt hlutverk var sam-
setning á stálbitunum og lyfting þeirra
upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var
stundum hvasst við Núpinn!“
Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu
starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður
að einhverju sem fólk heldur að ég
muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara
mánudaga og þriðjudaga og fram að
hádegi á miðvikudögum. Konan mín er
komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í
áföngum til að venja hana við að ég sé
heima.“gun@frettabladid.is
Það borgar sig samt
ekki að vera of
fljótur að þykjast loka
einhverjum hring þegar
náttúruöflin eru annars
vegar, þau eru síbreytileg og
fara sínu fram.
t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð 19Þ R i ð J U D a G U R 1 . n ó v e m B e R 2 0 1 6
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-A
F
F
0
1
B
1
F
-A
E
B
4
1
B
1
F
-A
D
7
8
1
B
1
F
-A
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K