Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 8 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 . n ó v e M b e r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
Vertu laus við
LIÐVERKINA!
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
stJórnMál Leiðtogar allra flokka
sem sæti eiga á Alþingi gengu á fund
forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Á
fundunum var rædd sú staða sem upp
er komin í stjórnmálum hér á landi en
í fyrsta sinn í þrjátíu ár er ekki hægt að
mynda tveggja flokka stjórn.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur verið
mjög afdráttarlaus frá kosningum um
að flokkurinn eigi að leiða stjórnar-
myndun. Sjálfstæðisflokkurinn er
tæplega tvöfalt stærri en næststærsti
flokkur landsins, Vinstri græn, undir
stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Katrín
gekk á fund forseta og lýsti því yfir að
sitt fyrsta val við myndun nýrrar ríkis-
stjórnar væri fimm flokka ríkisstjórn
Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar
framtíðar, Pírata og Viðreisnar. Mynd-
un slíkrar stjórnar er vandkvæðum
bundin því Benedikt Jóhannesson,
formaður Viðreisnar, hefur sagt að
ekki sé vilji til þess að ganga til liðs við
Píratabandalagið svokallaða.
Píratar áttu óvæntasta útspil
dagsins og sögðust vera tilbúnir
að verja minnihlutastjórn Vinstri
grænna, Bjartrar framtíðar og Við-
reisnar falli. Samfylking yrði líka að
koma að vörn slíkrar minnihluta-
stjórnar og hefur lýst sig reiðubúna
til þess. Formaður Vinstri grænna
brást við þessu og sagði meirihluta-
stjórn vænlegri kost. Benedikt
Jóhannesson útilokar ekki minni-
hlutasamstarf.
Björt framtíð, næstminnsti flokk-
ur landsins, átti einnig óvænt útspil
að loknum fundi með forsetanum
þegar Óttarr Proppé, formaður
flokksins, segist hafa óskað eftir því
að Viðreisn leiddi stjórnarmyndun.
Benedikt sjálfur lagði einnig til að
Viðreisn leiddi stjórnarmyndun en
flokkurinn er nýr á þingi með sjö
þingmenn.
Þá vill Benedikt að samhliða
stjórnarmyndunarviðræðum verði
sett á fót samstarf allra flokka til að
ræða vinnubrögð á Alþingi.
Formaður Framsóknarflokksins,
Sigurður Ingi Jóhannsson, segir
flokkinn tilbúinn í samstarf við
hvern sem er.
Forseti fundar aftur með for-
mönnum í dag. - snæ / sjá síður 4 og 8
Spilaborg
Bjarni Benediktsson fer fram á stjórnarmyndunarumboðið. Katrín
Jakobsdóttir vill mynda fimm flokka stjórn. Benedikt Jóhannesson
vill að hans flokkur, Viðreisn, leiði stjórnarmyndun og formaður
Bjartrar framtíðar styður þá kröfu. Píratar vilja styðja minnihluta-
stjórn Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar en
Samfylkingin fer ekki í ríkisstjórn.
Formannsskipti og umræður um að leggja flokkinn niður
Oddný Harðardóttir sagði af sér
formennsku í Samfylkingunni í gær
eftir fund með forseta Íslands á
Bessastöðum. Stjórnina eftirlét hún
Loga Einarssyni, nýkjörnum vara-
formanni flokksins, sem jafnframt
er eini kjördæmakjörni þingmaður
hans eftir útreiðina í alþingis-
kosningum á laugardag.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að almennir flokks-
menn ræði nú lausn á vand-
ræðum flokksins. Viðraðar
hafi verið hugmyndir um
að sameinast Bjartri framtíð
eða koma til framkvæmda
þeirri hugmynd sem lögð
var fram í aðdraganda
formannskjörs að leggja
flokkinn niður og byrja upp
á nýtt.
hluti af
ÞÚ ÞARFT
í hádeginu
KJaraMál Kjararáð hittist á kjör-
dag og hækkaði laun þingmanna,
ráðherra og forseta Íslands. Hækk-
unin tók gildi 30. október og tekur því
einnig til biðlauna ráðherra og þing-
manna sem hætta í kjölfar kosninga.
Þingfararkaup hækkar um 44%
og er nú rúm 1,1 milljón á mánuði.
Ráðherrar fá 35,5 prósenta hækkun
og verða með 1,8 milljónir í laun eftir
hækkun.
Forsætisráðherra fær 200 þúsund
krónum meira. Laun forseta hækka
um fimmtung og verða rétt tæpar
þrjár milljónir. Hækkunin kemur
ofan á almenna 7,15 prósenta hækk-
un frá í júní.
Í úrskurðinum, sem birtist á vef
Kjararáðs í gær, segir að mikilvægt sé
að þjóðkjörnir fulltrúar séu fjárhags-
lega sjálfstæðir. Störf þeirra eigi sér
ekki hliðstæðu á vinnumarkaði.
– jóe / sjá síðu 8
Þingfararkaup
tvöfaldast
plús 2 sérblöð l FólK l bÍlar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
sKoðun Gylfi Arnbjörnsson
skrifar um félagslegan stöðug-
leika 14
sport Stigahæsti Íslendingurinn
elskar að spila vörn. 16
tÍMaMót Guð-
rún Ingólfs-
dóttir bók-
mennta-
fræðingur
hefur rann-
sakað
skriftaiðju
kvenna. 18
lÍFið Pólskt
súpermódel í
myndbandi með
Úlfur Úlfur. 30
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
F
-A
1
2
0
1
B
1
F
-9
F
E
4
1
B
1
F
-9
E
A
8
1
B
1
F
-9
D
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K