Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 2
Veður
Víða hægir vindar og léttskýjað í dag. Hiti
1 til 6 stig að deginum. sjá síðu 22
Hrekkjavökuhátíðin festir sig í sessi
Hrekkjavökuhátíðin er farin að festa sig í sessi hér á landi. Á meðal þekktra hefða á hátíðinni er að ganga hús úr húsi og þiggja sælgæti, að sækja
hrekkjavökupartí og skera út grasker. Þessi börn voru á ferð í Vesturbænum í Reykjavík síðdegis í gær og þáðu sælgæti. Fréttablaðið/Ernir
mynd sem þú mátt ekki missa af
- v a r i e t y- E n t e r t a i n m e n t w e e k l y
“emily blunt gives rachel
multiple dimensions”
“superb job”
“emily blunt is perfect”
“solid thriller”
“the girl on the train is
sexy and brutal”
“vivid performances
from the cast”
stjórnmál Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks, er að einangra sig frá
öðrum þingmönnum flokksins og
hugnast ekki að vinna með Sigurði
Inga og öðrum þingmönnum í sátt.
Þetta segja heimildarmenn Frétta-
blaðsins innan Framsóknarflokks-
ins. Þá er einnig sagt að stefni í að
hann verði einangraður á þinginu
almennt, þar muni
hann fáa banda-
menn eiga.
Fréttablað-
ið greindi frá
því í gær að
S i g m u n d u r
Davíð héldi
því fram að
u n d i r h a n s
forystu hefði
f l o k k -
urinn getað náð allt að 19 prósenta
fylgi í nýafstöðnum kosningum
í stað þeirra 11,5 prósenta sem
flokkurinn uppskar. Hann hafi
verið búinn að leggja drög að öflugri
kosningabaráttu en innbyrðis átök
hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð
tapaði hins vegar formannsslag við
Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust.
Ekki náðist í Sigurð Inga við
vinnslu fréttarinnar en þegar hann
mætti á Bessastaði í gær til að ræða
stjórnarmyndun við Guðna Th.
Jóhannesson forseta sagði hann:
„Það er alltaf hægt að velta fyrir
sér hvað og ef en ég ætla ekki að
vera í því.“
Sömu heimildarmenn eru ein-
róma á því að vangaveltur Sig-
mundar Davíðs um hugsanlega
niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjá-
ist einna best á því að flokkurinn
hafi fengið 20 prósent
atkvæða í Norðaustur-
kjördæmi, sem Sig-
mundur Davíð leiddi,
samanborið við 34,6
prósenta fylgi árið
2013.
Ö n n u r v í s -
bending er útstrik-
anir, en fréttastofa
greindi frá því í
gær að áberandi
meira hefði verið
um útstrikanir í
kjördæminu en
vanalega, þá helst
á lista Framsókn-
ar. Í samtali við
fréttastofu sagði
Gestur Jónsson,
formaður yfir-
k j ö r s t j ó r n a r ,
að einn maður
Sigmundur Davíð er
sagður einangra sig
Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá
flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður
Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað.
hefði verið strikaður meira út en
aðrir. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins má leiða líkur að því að sá
maður sé Sigmundur Davíð.
Þá herma heimildir Fréttablaðs-
ins einnig að Gunnar Bragi muni
hugsanlega einangra sig með Sig-
mundi Davíð og verða hans helsti,
og mögulega eini, bandamaður.
Gunnar bragi studdi Sigmund
Davíð í formannskosningunum og
sagði framboð Sigurðar Inga ekki til
eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum
flokksins.
Andrúmsloftið og stemningin
innan þingflokks Framsóknar á
komandi kjörtímabili er sagt verða
eitrað vegna viðmóts Sigmundar
Davíðs. Jafnframt er það sagt gera
flokkinn óstjórntækan þar sem
hann muni ekki þykja nægilega
stöðugur.
Ekki náðist í Sigmund Davíð við
vinnslu fréttarinnar.
thorgnyr@frettabladid.is
Fjölmiðlar Útgáfufélagið Birtíngur
sagði í gær upp níu starfsmönnum.
Karl Óskar Steinarsson fram-
kvæmdastjóri segir að fólk í ólíkum
störfum hafi misst vinnuna
„Við erum að bregðast við erf-
iðum rekstrarskilyrðum fjölmiðla-
fyrirtækja. Til dæmis miklum launa-
hækkunum, með því að einfalda
reksturinn og hagræða. Því miður
þurfti að segja upp fólki og það er
sársaukafullt en óhjákvæmilegt,“
segir hann.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er horft til enn frekari hag-
ræðingaraðgerða. Meðal annars hafi
verið rætt að selja út úr fyrirtækinu
tímaritin Séð og heyrt, Nýtt Líf,
Söguna alla og Júlíu. Karl Óskar vill
ekkert staðfesta. „Það hefur engin
ákvörðun verið tekin um það í fyrir-
tækinu,“ segir hann.
Auk fyrrgreindra fjölmiðla á Birt-
íngur Gestgjafann, Hús og híbýli og
Vikuna. – jhh
Níu sagt upp
störfum
Þingaldur VG
hæstur
stjórnmál Þingflokkur Vinstri
grænna hefur hæsta meðaltals-
þingaldurinn en þingmenn
flokksins hafa að meðaltali
setið níu þing.
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgja í kjölfarið
en þingmenn flokkanna hafa að
meðaltali setið rúmlega 6,2 þing.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
er eini þingmaður Viðreisnar sem
áður hefur setið á þingi. Sé þingaldri
hennar dreift niður á flokkinn hafa
þingmenn setið 2,5 þing að meðal-
tali. Hinir sex þingmenn Viðreisnar
hafa aldrei setið á Alþingi
Þingflokkar Bjartrar framtíðar
og Pírata hafa lægstan þingaldur en
hann er tvö þing hjá hvorum flokki
um sig. Sjö þingmenn Pírata setjast
á þing í fyrsta sinn. – jóe
Steingrímur
J. Sigfússon
alþingismaður VG
Mark Carney
bankastjóri Eng-
landsbanka
11,5%
var fylgi Framsóknar
í kosningunum.
20%
var fylgi flokksins í
Norðausturkjördæmi.
Bretland Mark Carney, banka-
stjóri Englandsbanka, ætlar að stýra
bankanum þangað til í júní 2019.
Það þýðir að hann verður einu ári
lengur yfir bankanum en hann hafði
ætlað sér.
Carney hafði ákveðið að vera í
fimm ár. Hann verður hins vegar
tveimur árum skemur en banka-
stjórar Englandsbanka eru yfirleitt.
Theresa May, forsætisráðherra
Breta, segir að ákvörðun Carneys
um að vera áfram stuðli að stöðug-
leika á þeim tíma þegar Bretar eru
að semja um útgöngu úr ESB. Bretar
ákváðu hinn 23. júní síðastliðinn að
ganga út. – jhh
Verður einu
ári lengur
1 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 Þ r i ð j u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-A
6
1
0
1
B
1
F
-A
4
D
4
1
B
1
F
-A
3
9
8
1
B
1
F
-A
2
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K