Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 26
Bílasalan 100 bílar hefur nú flutt sig um set úr Mosfellsbæ í rúm- gott húsnæði við Stekkjarbakka 4 í Mjóddinni við hliðina á Garð- heimum. Í nýja húsnæðinu er rúmgóður innisalur og rúmgóð bílastæði úti. Bílasalan 100 bílar var stofnuð árið 2005 og var þá til húsa í Funahöfða 1. Áramótin 2008/2009 fluttu 100 bílar í Mos- fellsbæ og hafa verið þar þang- að til um miðjan ágúst þegar flutt var í Stekkjarbakka. 100 bílar selja bíla fyrir ein- staklinga og fyrirtæki og sjá 100 bílar um sölu á notuðum bílum fyrir Íslensk-Bandaríska ehf. bíla- umboð (Ís-Band) sem var að opna umboð fyrir Fiat Chrysler sam- steypuna. Ís-Band er tímabundið með nýju bílana í húsnæði 100 bíla á meðan breytingar standa yfir á sýningarsal Ís-Band í Mosfellsbæ. Fólk getur því komið í húsnæði 100 bíla og skoðað úrval af nýjum Fiat-, Jeep- og Dodge-bílum. Laugar daginn 17. september verð- ur formleg opnun í Stekkjarbakka þar sem veitingar verða í boði fyrir gesti á milli 11 og 15. Fiat-Chrysler á Stekkjarbakka 100 bílar við Stekkjarbakka. Þriðji ársfjórðungur þessa árs var gjöfull fyrir General Motors og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára og nam 2,77 milljörðum doll- ara, eða 318 milljörðum króna. Að auki var velta GM á ársfjórðungn- um sú mesta frá hruni og var hún 10% meiri en í fyrra. Sala bíla GM gekk afar vel í heimaland- inu Bandaríkjunum, en einnig var mikil söluaukning í Kína. Salan í Evrópu og S-Ameríku gekk ekki eins vel og dró aðeins úr hagn- aði GM. Hagnaður GM nam 1,72 dollara á hvern hlut í fyrirtækinu og fór næstum því 20% fram úr spám kaupahéðna á Wall Street. Ef til vill kemur þessi góða nið- urstaða til með að hækka hluta- bréfaverð í GM, en stjórnendur þess hafa furðað sig á lágu gengi hlutabréfaverðs í fyrirtækinu þrátt fyrir ágæt uppgjör á síðustu ársfjórðungum. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla haldist hátt þrátt fyrir að það hafi aldrei skil- að hagnaði. Fiat-Chrysler skilaði einnig uppgjöri fyrir 3. ársfjórð- ung og nam hagnaðurinn 78 millj- örðum króna, en mikill kostnað- ur við innkallanir hafði neikvæð áhrif á hagnað Fiat-Chrysler að þessu sinni. General Motors tvöfaldar hagnaðinn  frá því í fyrra Höfuðstöðvar GM í Detroit. Fimmta árið í röð hækkar Nissan á lista fyrir verðmæt- ustu vörumerki heims sam- kvæmt úttekt ráðgjafarfyrir- tækisins Interbrand sem sér- hæfir sig í virði vörumerkja og birtir árlega niðurstöðu sína í skýrslu sem kallast „Best Global Brands Study“. Á þessu ári setur Interbrand Nissan í 43. sæti yfir verðmætustu vörumerki heims sem er hækk- un um 6 sæti frá 2015. Að mati Interbrand er Nissan í fjórða sæti á lista yfir vörumerki sem aukið hafa verðmæti sitt mest á undanförnum árum og er Niss- an nú metið á meira en 11 millj- arða bandaríkjadala. Skýr sýn og tækniþróun Hjá Nissan er árangurinn fyrst og fremst að þakka skýrri fram- tíðarsýn og tækniþróun sem miðar að framleiðslu á far- artækjum framtíðarinnar. Þá hefur Nissan einnig unnið markvisst að því að gera vöru- merkið sýnilegra á alþjóðavett- vangi, m.a. með kostun á fram- kvæmd alþjóðaviðburða. Einn- ig hefur Nissan skapað ákveðna og jákvæða ímynd í kringum vörumerkið sem kallar á gleði og eftirvæntingu og birtist m.a. í þróun og framleiðslu á spenn- andi ökutækjum sem höfða sterkt til mismunandi markhópa og eiga það um leið sameigin- legt að endurspegla stefnu Niss- an í umhverfismálum og mark- miðið um bætt öryggi í um- ferðinni. Nissan hækkar stöðugt á lista yfir verðmætustu vörumerkin Nissan Leaf Renault-Nissan verður aðalsam- starfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum við fram- kvæmd loftslagsráðstefnunn- ar sem haldin verður í Marokkó dagana 7. til 18. nóvember. Hana sækja um 25 þúsund gestir frá 195 löndum og verða 50 Renault Zoe, Nissan LEAF og 7 sæta Niss- an e-NV200 á þönum allan sólar- hringinn við fólksflutninga til og frá fundarstaðnum í Marrakech, þar sem ráðstefnan fer fram. Auk bílanna mun Renault-Nissan setja upp tuttugu hraðhleðslustöðvar í borginni sem hlaðið geta geyma rafbílanna í 80% á innan við klukkustund. Stæsti rafbílaframleiðandi heims Renault-Nissan er sá bílafram- leiðandi sem kominn er lengst í þróun mengunarlausra bíla fyrir almennan markað og hefur selt yfir 360 þúsund rafbíla í flest- um löndum heims. Vinsælasti bíll- inn á heimsvísu er Nissan Leaf á meðan Renault Zoe er vinsælast- ur í Evrópu. Um það bil helming- ur allra rafbíla sem nú eru í um- ferðinni í heiminum er frá Ren- ault-Nissan. Auk Leaf og Zoe má nefna tveggja sæta borgarbílinn Renault Twizy og skutluna Niss- an e-NV200 sem tekur allt að 7 manns í sæti. Stjórnvöld í Mar- okkó hafa markað sér stefnu í loftslagsmálum þar sem m.a. er á stefnuskránni að stórauka áherslu á aukinn hlut mengunar- lausra farartækja. Renault Group er einn helsti bílaframleiðandinn í Marokkó sem býður úrval raf- magnsbíla á markaðnum og nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki þar í landi ákveðið að innleiða raf- magnsbíla í flota sinn í stað bíla með hefðbundnum aflgjafa. Renault-Nissan aðalsamstarfsaðili Sameinuðu þjóðanna í samgöngumálum í nóvember EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 DICK CEPEK dekkin eru amerísk gæðavara og þekkt fyrir frábæra endingu, auk þess að vera afar hljóðlát. DICK CEPEK dekkin fást í þremur mismunandi útfærslum og í stærðum frá 29 til 44 tommu, og passa því undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. NOKIAN er einn virtasti framleiðandi í heimi á vetrardekkjum. Arctic Trucks hefur átt gott samstarf við Nokian sem skilað hefur frábærum árangri enda koma hér saman tveir sérfræðingar í vetrarakstri. AT315 35 tommu dekkið er afrakstur þessa samstarfs og í byrjun árs er væntanlegt á markað nýtt 44 tommu dekk sem sérstaklega er hannað til aksturs við afar erfiðar aðstæður að vetri til . Bílar Fréttablaðið 8 1. nóvember 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 F -A F F 0 1 B 1 F -A E B 4 1 B 1 F -A D 7 8 1 B 1 F -A C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.