Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 16
Nýjast
Enska úrvalsdeildin
Stoke 3 –1 Swansea
Efst
Man. City 23
Arsenal 23
Liverpool 23
Chelsea 22
Tottenham 20
Neðst
West Brom 10
West Ham 10
Hull City 7
Swansea 5
Sunderland 2
Í dag
19.15 Meistaradeildarmessa Sport2
19.40 Man City - Barcelona Sport 3
19.40 Ludogorets - Arsenal Sport 4
19.40 PSV - Bayern M. Sport 3
19.40 Basel - PSG Sport 5
21.45 Meistaradeildarmörkin Sport
grétar ari aftur til hauka
haukar hafa kallað markvörðinn
grétar ara guðjónsson til baka
úr láni frá Selfossi. Í staðinn fengu
Selfyssingar markvörðinn Einar
Ólaf Vilmundarson frá haukum.
grétar ari hefur spilað stórvel með
Selfossi í vetur og var verðlaun-
aður með sæti í a-landsliðinu
sem mætir tékklandi og Úkraínu
í þessari viku. grétar ari, sem er
tvítugur, mun verja hauka það
sem eftir er tíma-
bils ásamt giedrius
Morkunas. Mark-
varslan hefur
ekki verið
góð hjá
haukum í
vetur en
þeir eru
í 7. sæti
Olís-
deildar-
innar.
1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
KörFUboLtI Það var við hæfi að
langstigahæsti íslenski leikmaður
Domino’s-deildar kvenna væri á
aukaæfingu þegar fréttablaðið
heyrði í henni í gær. aukaæfing-
arnar segir hún að séu reyndar
„bara“ tvær núna þegar tímabilið
er í fullum gangi en það fer ekkert
á milli mála að hér fer stelpa með
metnað til að vera öflugur körfu-
boltaleikmaður.
Emelía Ósk gunnarsdóttir varð
18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja
tímabil í meistaraflokknum. Ekki
er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu
skrefunum hjá henni og liðs-
félögunum. keflavíkurliðið tapaði
reyndar fyrsta leiknum þar sem
bandaríski leikmaður liðsins
skoraði ekki eitt stig en hefur
síðan unnið fimm leiki í röð.
Sigursælar í yngri flokkum
„Við höfum unnið flest upp alla
yngri flokkana og við erum bara
vanar því að vinna. Við höfum líka
spilað saman mjög lengi og þekkjum
því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk
gunnarsdóttir sem er stigahæsti
leikmaður toppliðs keflavíkur í Dom-
ino’s-deild kvenna.
„Meðalaldurinn er mjög lágur
hjá okkur en það eru allar að skora
hjá okkur og það er það sem er svo
skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía
Ósk en stelpur sem eru átján ára og
yngri hafa skorað 68 prósent stiga
keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferð-
unum. Emelía Ósk er staðráðin í að
halda sér og liðsfélögunum á jörðinni
þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía
Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla
Sú stigahæsta elskar það að spila vörn
Stigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna er aðeins átján ára gamall og hefur næstum því þrefaldað meðalskor sitt frá því
í fyrra. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og ungu stelpurnar í Keflavík eru á toppnum í deildinni þar sem táningar liðsins eru í aðalhlutverki.
Hin átján ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir er farin að banka á dyrnar í A-lands-
liðinu með frammistöðu sinni með Keflavikurliðinu í vetur. FréttABLAðið/StEFáN
Opnaði markareikninginn í stórsigri
Kominn á blað Björn Daníel Sverrisson fagnar hér marki sínu í 6-2 sigri AGF á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Björn Daníel kom inn á
sem varamaður á 62. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AGF og kom liðinu í 4-2. NordiCPHotoS/GEtty
Stigahæstu íslensku
stelpurnar í deildinni:
1. Emelía Ósk Gunnarsd., Keflavík 18,3
2. Sigrún ámundad., Skallagrími 15,5
3. Gunnhildur Gunnarsd., Snæfelli 15,3
4. Birna V. Benónýsdóttir, Keflavík 12,8
5. ragna Margrét Brynjarsd., Stjörn. 11,5
6. rósa Björk Pétursdóttir, Haukum 11,3
7. Sólrún inga Gísladóttir, Haukum 11,1
8. Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 10,7
9. Ína María Einarsdóttir, Njarðvík 10,0
10. Hallveig Jónsdóttir, Valur 9,8
11. Bríet Sif Hinriksdóttir, Stjörnunni 9,7
12. Elín Sóley Hrafnkelsd., Val 9,3
Emelía Ósk Gunnars-
dóttir hefur verið stigahæst í
fjórum af sex leikjum
Keflavíkur í vetur.
og annarra um liðið ekki hafa farið
framhjá sér.
„Við erum að reyna að pæla ekki
of mikið í því. við þurfum bara að
hugsa um okkur sjálfar og halda
áfram að gera góða hluti. Það er mjög
gaman að heyra svona um okkur en
við megum ekki búast við því að við
séum orðnar bestar og að enginn
geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk
en hver er þá stefna keflavíkurliðsins
í vetur?
„Okkur langar að vera meðal
fjögurra hæstu og komast í úrslita-
keppnina. Við stefnum bara á að gera
okkar besta og komast eins langt og
við getum,“ segir hún.
Hækkað sig um 12 stig í leik
Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í
fyrra en er nú með 18,3 stig í leik
og er langstigahæsti íslenski leik-
maðurinn í deildinni. Engin önnur
íslensk stelpa náði að skora hund-
rað stig í fyrstu sex umferðunum.
„Það skiptir mig ekki miklu máli að
ég sé stigahæst en ég er samt alveg
ánægð með það,“ segir Emelía.
Ástríða hennar er nefnilega á hinum
enda vallarins.
„ég elska að spila vörn og finnst
það bara gaman. ég hef verið mjög
góður varnarmaður en skora síðan
stöku sinnum og aðallega úr hraða-
upphlaupum af því að ég er snögg
fram. ég er ekkert vön því að skora
tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía
Ósk er ekki búin að ákveða hvert
leiðin liggur á körfuboltaferlinum.
„ég útskrifast í vor og þarf að fara
að ákveða það hvort ég fari í háskóla
hér eða hvort mig langi að fara út að
spila. Mér líst samt bara vel á það að
fara út að spila,“ segir Emelía.
Ekkert hræddar
hvar finnst Emelíu styrkur kefla-
víkurliðsins liggja?
„Í vörninni og liðsheildinni. Við
spilum þetta saman og það er ekki
ein manneskja sem ætlar að gera
þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá
hvað við spilum boltanum og finn-
um opna manninn. Við erum ekkert
hræddar enda vitum við það að þetta
er bara körfubolti,“ segir Emelía.
ooj@frettabladid.is
sport
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-C
3
B
0
1
B
1
F
-C
2
7
4
1
B
1
F
-C
1
3
8
1
B
1
F
-B
F
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K