Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 12
H E I L S U R Ú MAR G H !!! 0 11 11 6 DAGAR REKKJUNNAR 20–40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM AMERÍSKUM HEILSURÚMUM FRÁ KING KOIL. AÐEINS ÞRÍR DAGAR EFTIR! NÚ ER TÆKIFÆRI Á AÐ TRYGGJA SÉR GOTT RÚM Á FRÁBÆRU VERÐI! Bandaríkin Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislög- reglunnar FBI, hefur komið kosn- ingabaráttu Hillary Clinton í nokk- urt uppnám. Hann skýrði frá því  í síðustu viku  að FBI ætlaði að hefja rann- sókn á tölvupóstum úr tölvu þing- mannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clin- ton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinber- lega svona skömmu fyrir forseta- kosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öld- ungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöf- inni, sem bannar embættismönn- um FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta for- skot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óvið- eigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skatt- greiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðnings- menn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu. gudsteinn@frettabladid.is Trump færist nær Clinton Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku. Hillary Clinton og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine, sem gæti þurft að taka við keflinu leiði ný rannsókn lögreglunnar á tölvu- póstum hennar eitthvað bitastætt í ljós. Stutt er til stefnu því kosið verður eftir viku. FréTTablaðið/EPa Viðskipti  Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildar- veltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðar spegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvik- myndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvik- myndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan  í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starf- semi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkur- afurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarð- ar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatt- tekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt mynd- rænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur.   „Samanlagt eru þetta  um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjón- varps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðn- aðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á fram- leiðslukostnaði kvikmynda úr ríkis- sjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna. – sg Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Viðskipti Gengi hlutabréfa skráðra félaga í Kauphöllinni rauk upp í gær eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vann á og hlaut 29 prósent atkvæða. Úrvalsvísitalan hækkaði um  1,23 prósent í gær. Svo virðist sem fjárfestar hafi öðl- ast aukna trú á mörkuðum í kjölfar þessara niðurstaðna, einungis þrjú félög lækkuðu í gær. Gengi hluta- bréfa í HB Granda hækkaði mest, eða um 4,25 prósent, í 103 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa í Sjóvá hækkaði svo um 3,4 prósent í 364 milljóna króna viðskiptum. Fyrir helgi kynntu mörg félög uppgjör þriðja ársfjórðungs og því má ætla að einhver áhrif séu af jákvæðum niðurstöðum sumra þeirra á mörkuðum. – sg Markaðir upp eftir kosningar Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöf- inni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar. Harry Reid, leiðtogi þingminnihluta Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings ítalía Um fimmtán þúsund manns misstu heimili sín á sunnudags- morgun þegar þriðji stóri jarð- skjálftinn reið yfir Ítalíu á rúmlega tveimur mánuðum. Þúsundir þeirra fengu skjól í íþróttahúsum eða tjald- búðum sem reistar voru sérstaklega á sunnudaginn. Margir þurftu að hírast í bílum sínum yfir nóttina eða gista hjá ættingjum og vinum. Enginn lét lífið, svo vitað sé, en nokkrir tugir manna hlutu meiðsli. Eignatjón varð mikið, meðal annars á kirkjum og fornminjum. Skjálftinn á sunnudag mældist 6,6 stig að styrkleika og var því fjórum sinnum öflugri en fyrsti stóri skjálft- inn, sem varð á svipuðum slóðum þann 24. ágúst síðastliðinn. Nærri þrjú hundruð manns létu lífið af völdum jarðskjálftans í ágúst. Jafnframt var skjálftinn á sunnu- dag öflugasti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir á Ítalíu síðan 1980. Allir skjálftarnir þrír urðu á Mið- Ítalíu, norðaustur af Róm. Sá síðasti um sex kílómetra norður af Norcia. – gb Þúsundir misstu heimili sín á Ítalíu Slökkviliðsmenn hjálpa íbúum í Norcia að ná eigum sínum út úr húsum sem urðu fyrir skemmdum í jarðskjálftanum síðastliðinn sunnudag. NordiCPHoToS/aFP Þrír stórir á tíu vikum 24. ágúst 6,2 að styrkleika Uppruni: Nálægt accumoli 26. október 5,9 að styrkleika Uppruni: Macerata 30. október 6,6 að styrkleika Uppruni: Rétt hjá Norcia Belgía Tvær Jasídakonur frá Kúrda- svæðum  Íraks fá Sakharov-verð- launin í ár, en það eru mannrétt- indaverðlaun Evrópuþingsins. Þær Nadia Murad Basee og Lamia Haji Bashar fá verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum Jasída, einkum Jasídakvenna, en þær voru meðal þúsunda kvenna sem vígamenn Íslamska ríkisins, Daish, hnepptu í kynlífsþrældóm eftir að þeir réðust inn á svæði Jasída árið 2014. Þær Basee og Bashar voru meðal þeirra Jasídakvenna sem vígasveit- irnar hnepptu í kynlífsþrældóm. Daish-liðarnir myrtu jafnframt þúsundir manna í innrás sinni. – gb Tveir Jasídar fá verðlaun Nadia Murad basee, annar verðlaunahafanna 34,5 milljarðar króna var heildar- veltan í geiranum 2014. 1 . n ó V e m B e r 2 0 1 6 Þ r i ð J U d a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 F -A 1 2 0 1 B 1 F -9 F E 4 1 B 1 F -9 E A 8 1 B 1 F -9 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.