Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 6
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Vel staðsett 269,8 fm. einbýlishús á tveimur hæðum að meðtöldum 47,4 fm. bílskúr. Tvennar svalir sem snúa annars vegar í suður og hins vegar til suðausturs. Garðurinn er ræktaður og mætir óspilltu mosavöxnu og grónu hrauninu til norðurs. Stórar stofur með arni. Þrjú rúmgóð herbergi. Sjón- varpsrými. Tvö baðherbergi. Íbúð á neðri hæð með sér inngangi. Húsið er mikið endurnýjað. Verð 77,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag frá kl. 17.15 – 17.45 OPIÐ HÚS Sævangur 42 – Hafnarfirði Ca. 100 fm húsnæði á jarðhæð við Lækjargötu 8 í Reykjavík við hliðina á Hraðlestinni. Í húsnæðinu var rekinn veitingarstaður. Mögulegt er að staðurinn geti stækkað um 200 fm út í nýbyggingu sem fyrirhugað er að byggja. Upplýsingar gefur Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali 824-9093 og Hilmar Þór Hafsteinsson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari. Lækjargata – til leigu. Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík TIL LEIGU Efnahagsmál Iðnaðarmenn í Nor- egi eru að jafnaði allt að 23 stundir að byggja hvern fermetra í íbúðar- húsnæði, á meðan þeir íslensku eru allt að 31 klukkustund með sama verkið. Íslendingar eru því um 25 prósent lengur með verkið þegar þeir vinna það á Íslandi en í Noregi. Þetta kom fram á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðasta föstudag. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur kynnti grein sem hann, ásamt Ævari Rafni Hafþórssyni, vann upp úr meistararitgerð Ævars. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði í ljósi þess að margir íslenskir iðnaðarmenn fóru til Noregs upp úr hruni. Þar voru þeir eftirsóttir starfskraftar og fengu sömu laun og þarlendir. „Fram- leiðnimunur á milli Íslands og Nor- egs getur því ekki verið vanþekk- ingu eða dugnaðarmun að kenna. Þó virðast íslenskir iðnaðarmenn auka framleiðni við það að fara til Noregs,“ sagði Þórólfur. Í erindinu kom fram að auðvelt væri að bera saman framleiðnina í ljósi þess að byggingarreglugerðir eru mjög sambærilegar og að hlut- fall framkvæmdakostnaðar og efnis- kostnaðar í heildarkostnaði sé svip- aður í löndunum tveimur. Þórólfur sagði að það sem helst skýrði muninn væri skipulagsvandi á vinnustað. „Þegar verið er að steypa upp eitthvað staðlað er minni fram- leiðnimunur, en þegar kemur að innanhússfráganginum er munurinn meiri. Ævar segir að skýringin sé sú að skipulagið á innanhússfrágang- inum sé miklu lakari á Íslandi en í Noregi,“ sagði hann. Innanhúss- frágangur tekur mun lengri tíma á Íslandi og nemur 26,2 prósentum af heildarlaunum, samanborið við 19,1 prósent í Noregi. Þórólfur benti á að skortur á skipulagi væri vegna skorts á fjár- magni. Íslenskir byggingaverktakar hefðu ekki sama fjármagn og þeir norsku til að klára verkið áður en byrjað væri að hleypa íbúum inn. Íbúðir væru seldar hér og þar í íbúðar húsnæði í einu og því ekki hægt að vinna allt verkið í einu. „Þarna er möguleiki, ef menn koma sér saman um betri leið til að skipu- leggja framkvæmdirnar, og afhend- ingu, að auka framleiðni í byggingar- iðnaði á Íslandi einhvers staðar á stærðarbilinu 25 til 30 prósent sem er umtalsvert. Það er klárlega tæki- færi á markaðnum til að gera betur.“ Á fundinum kom einnig fram að aðrir þættir spiluðu inn í fram- leiðni, svo sem óstöðugleiki í hag- kerfinu, starfsmannaskortur, tækni- stig og byggingaraðferðir. saeunn@frettabladid.is ✿ hlutfall launa iðnaðarmanna Noregur, alls 19,1% Ísland, alls 26,2% Raf- magn Málning Pípu- lagnir Blikk- smíði Múr- vinna 5,5% 3,4% 4,1% 7,3% 4% 5,7% 1,2% 2,5% 4,3% 7,3% á fermetra Verktakar byggja mun hraðar í Noregi en hér Munur á framleiðni iðnaðarmanna í byggingariðnaði í Noregi og á Íslandi nemur fjórðungi samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Vandamálið á Íslandi liggur í skipulagsvanda og fjárveitingarvanda að sögn prófessors í hagfræði. Þegar verið er að steypa upp eitthvað staðlað er minni framleiðni- munur, en þegar kemur að innanhússfrá- ganginum er munurinn meiri. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði Páfinn heimsækir frændur vora Frans páfi er í Svíþjóð. Í gær fór hann til Málmeyjar og Lundar. Hann hitti Munib A Younan, forseta Alheims- samtaka lútherstrúarmanna (Lutheran World Federation), og Martin Junge framkvæmdastjóra. Fréttablaðið/EPa fornlEifar Starfshópur á vegum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- ráðherra leggur til að Hofstöðum í Mývatnssveit verði haldið í opinberri eigu og að þar verði sett á fót þekk- ingarsetur. Samþykkt var á ríkis- stjórnarfundi á miðvikudag að kanna betur kostnað við slíka uppbyggingu og á meðan verði eignarhald staðar- ins óbreytt. Hofstaðir í Mývatnssveit hafa verið í eigu og umsjón ríkisins síðan í júlí 2015, eftir að eigendur jarðarinnar féllu frá. Að mati starfshópsins sam- einar Hofstaðalandið það besta sem náttúra og saga Mývatns- og Laxár- svæðisins hefur upp á að bjóða og hefur ótvírætt varðveislugildi. Á síðastliðnum áratugum hafa farið þar fram umfangsmiklar náttúru- og fornleifarannsóknir og meðal annars hafa fundist þar merkar fornminjar, sem talið er að megi rekja aftur til landnámsaldar. Ljóst er að staðurinn hefur að geyma fleiri minjar og til að mynda uppgötvaðist þar á dög- unum stæðilegur landnámsskáli frá víkingaöld, sem bætir enn við þekk- ingu á svæðinu og gerbreytir skilningi á Hofstöðum og miðstöðvarhlutverki staðarins á víkingaöld, eins og Orri Vésteinsson lýsti í viðtali í Frétta- blaðinu á föstudag. – shá Þekkingarsetur verði sett á fót að Hofstöðum Enginn staður á Íslandi er eins vel rann- sakaður með tilliti til fornleifa. Mynd/Orri 1 . n ó v E m b E r 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 F -C D 9 0 1 B 1 F -C C 5 4 1 B 1 F -C B 1 8 1 B 1 F -C 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.