Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 2
Veður Norðan og norðaustan 3-13 m/s í dag, hvassast við austurströndina og á annesjum fyrir norðan. Skúrir eða slydduél á Norðaustur- og Austur- landi. sjá síðu 46 Kassabílarallý í miðborginni Spennan í hámarki Um 700 börn af frístundaheimilum nálægt miðborginni tóku í gær þátt í kassabílarallýi. Árlegur viðburðurinn hófst með skrúð- göngu niður á Ingólfstorg. Börnin hafa á vormánuðum smíðað og skreytt kassabíla í frístundastarfinu og kynntu þá stolt til leiks. Fréttablaðið/SteFán þykir sérlega áhrifaríkt við sveppa- sýkingu í leggöngum kvenna og við kláða og sviða á kynfærasvæði kvenna og karla. Einnig gott við sveppasýkingum á fótum og tám og við þrusku í munni. 30% afsláttur landhelgisgæslan Hafís er nú kom- inn inn fyrir lögsögumörk Íslands út af Vestfjörðum. Landhelgisgæslan fylgist vel með ísnum og er farið reglulega í eftirlit um svæðið á eftirlitsflugvél Land- helgisgæslunnar, TF-SIF. Flogið var um svæðið á fimmtudag og var ísinn þá næst landi um 35 sjó- mílur norðnorðvestur af Straumnesi. Talsverður ís er á svæðinu miðað við undanfarin ár á þessum árstíma. Upplýsingum um hafísinn er miðlað til Veðurstofu Íslands, Jarð- vísindadeildar Háskóla Íslands og dönsku herstjórnarinnar sem annast leit og björgun á grænlensku haf- svæði. Sjófarendur eru hvattir til að fylgj- ast með hafísfréttum, en á vef Land- helgisgæslunnar má sjá myndir af ísbreiðunni. – shá Mikill hafís miðað við árstíma Reykjavík Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krón- ur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. – gg Blekkt til að starfa á hóteli Konu var blekkt til vinnu á hóteli í mið- borginni. Fréttablaðið/andri alþingi Boðað var skyndilega til fundar á Alþingi í gær. Efni fundar- ins var frumvarp um útboð Seðla- bankans á aflandskrónueignum og umgjörð utan um þær eignir. „Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta og skapa grundvöll fyrir frjáls milli- ríkjaviðskipti með íslenskar krónur með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Fundum verður haldið áfram á Alþingi um helgina til að afgreiða frumvarpið fyrir opnun markaða á mánudag- inn,“ segir í frumvarpinu en stefnt er á að Seðlabaninn haldi gjald- eyrisútboð þar sem aflandskrónu- eigendum gefst kostur á að skipta krónum sínum í evrur. Að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eru aflandskrónu- eignir um 319 milljarðar og til þess fallnar að leita sér útgöngu. Þær krónueignir sem ekki verður skipt í útboðinu verða fastar á reikningum sem bera litla eða enga vexti. Þannig eru aflandskrónueig- endum settir afarkostir með frum- varpinu. Takmarkanirnar sem skilgreindar eru í frumvarpinu kveða á um að fjármálafyrirtækjum og verðbréfa- stofnunum sé skylt að flytja aflands- krónueignir fyrir 1. september að viðlögðum dagsektum allt að 50 milljónum króna á dag. Eignir í formi inneigna flytjast yfir á innlánsreikninga háða sérstökum takmörkunum hjá íslenskum bönk- um eða hjá Seðlabankanum óski erlendar verðbréfastofnanir þess. Aflandskrónueignir í formi raf- rænt skráðra hlutabréfa í vörslu inn- lendra og erlendra fjármálastofnana munu færast á umsýslureikninga í umsjá Seðlabankans. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu samráðsleysi við gerð frumvarpsins en hétu því að hindra ekki framgöngu þess. „Þetta er risavaxið mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Ég hefði að sjálf- sögðu kosið að stjórnvöld hefðu haft miklu meira samráð en haft hefur verið. Það sagði ég þegar frumvörp um stöðugleikaskatt og stöðugleikaframlag voru lögð fram og segi það aftur nú.“ Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gagnrýndi að ekki væri búið að samþykkja lög sem færðu Seðlabankanum tæki til að sporna við óhóflegum vaxta- munarviðskiptum fyrir þetta skref en það breytti því ekki að stjórnar- andstaðan væri hlynnt frumvarp- inu. „Stjórnarandstaðan vinnur með ríkisstjórninni að greiða för þessa frumvarps í gegn um þingið,“ sagði Össur. stefanrafn@frettabladid.is Ætla að setja eigendum aflandskróna afarkosti Fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um skilgreiningu og takmarkanir á aflandskrónueignum á skyndifundi Alþingis í gær. Fá möguleika á að skipta krónum í evrur eða festa eignir á reikningum með lága eða enga vexti. bjarni benediktsson mælti fyrir frumvarpinu á skyndifundi alþingis í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnarandstaðan vinnur með ríkis- stjórninni að greiða för þessa frumvarps í gegn um þingið. Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylkingarinnar egyptaland Reykskynjarar fóru í gang í flugvél Egyptair sem hvarf sporlaust yfir Miðjarðarhafi í fyrra- dag. CNN greinir frá þessu. Panos Kammenos, varnarmála- ráðherra Tyrklands, tilkynnti í gær að leitarsveitir hefðu fundið líkamshluta, sæti, brak og farangur í Miðjarðarhafinu sunnan við grísku eyjuna Karpaþos. Nánast öruggt er að brakið til- heyri flugvél EgyptAir. Sextíu og sex manns voru um borð, flestir þeirra Egyptar, og talið er víst að allir hafi farist. Leitin beinist fyrst og fremst að því að finna flugrita vélarinnar til að varpa ljósi á hvað gerðist. Stjórnvöld í Egyptalandi telja um hryðjuverk að ræða en stjórnvöld annarra ríkja vilja ekki taka jafn djúpt í árinni. – srs Lík og brak úr flugvélinni fannst í sjónum 2 1 . m a í 2 0 1 6 l a u g a R d a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -6 3 3 8 1 9 8 0 -6 1 F C 1 9 8 0 -6 0 C 0 1 9 8 0 -5 F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.