Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 4
Tölur vikunnar 15.05.2016 Til 21.05.2016 50% hærra orkuverð fær Landsvirkjun í nýjum samningi við Norðurál, er talið. 565 fengu rútupróf í fyrra en 250 árið 2010. 24 skógarmítlar, sem er illvígur bit- vargur, bárust frá almenningi til Náttúrufræðistofnunar í fyrrasumar. 130.000 fermetra landfylling er fyrirhuguð í Elliðaárvogi. 391 heimilisofbeldismál kom upp hjá lögregl- unni á höfuðborgar- svæðinu í fyrra. 37,5 milljónir má forsetaframboð kosta að hámarki. 617 krónur fá ung- lingar í 10. bekk á tímann í Vinnu- skóla borgarinnar, en 1.359 í Snæ- fellsbæ. 30 milljarðar fara í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu tveimur árum. Veglegt sérblað um EM í Frakklandi kemur út 10. júní Jón Ívar Vilhelmsson Sími 512-5429 jonivar@365.is Bryndís Hauksdóttir Sími 512-5434 bryndis@365.is Atli Bergmann Sími 512-5457 atlib@365.is Jóhann Waage Sími 512-5439 johannwaage@365.is Fyrir auglýsingar eða kynningar hafið samband við: Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona vann silfur í 100 metra bringu- sundi á EM og brons í 200 metra bringusundi. Hún bætti Íslandsmet sitt bæði í 100 metra og 200 metra bringusundinu í úrslitasundinu. Í hundrað metra sundinu var Hrafnhildur 0,28 sekúndum á eftir heimsmethaf- anum Ruta Meilutyte. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr. Júlíus Vífill Ingvarsson fv. borgarfulltrúi sagði ásak- anir systkina sinna um að hann hefði falið lífeyrissjóð foreldranna illmælgi og algjör ósannindi. Hann sagði að um get- gátur og dylgjur væri að ræða sem ekki byggðu á neinum gögnum. Systkinin sögðu Júlíus hafa hringt í þau og viðurkennt að sjóðurinn væri í aflandsfélögum. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs sagði það ekkert keppi- kefli hjá Reykja- víkurborg að greiða börnum í Vinnuskólanum lægstu launin af öllum sveitarfélögum. Það þyrfti hins vegar að sýna ráð- deild í rekstri. Tíundubekkingar í Snæfellsbæ fá 1.359 krónur á klukkustund en í Reykjavík eru greiddar 617 krónur. Þrjú í fréttum Íslandsmet, falinn sjóður og lægstu launin umhverfismál Ein skýrasta birt- ingarmynd áhrifa loftslagsbreytinga og hlýnunar sjávar á Íslandi virðist mega merkja á umtalsverðum breyt- ingum sem orðið hafa á útbreiðslu og fjölda skíðishvalategunda við Ísland undanfarna þrjá áratugi. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, fjallaði um efnið á málstofu stofn- unarinnar nýlega. Þar birti hann valdar niðurstöður hvalatalninga og -rannsókna og er grófa myndin sú að frá því að skipuleg hvalataln- ing hófst árið 1987 hefur langreyði og hnúfubak fjölgað umtalsvert við landið og útbreiðsla steypireyðar virðist hafa færst norðar. Hrefnu fjölgaði einnig fram yfir síðustu aldamót, en hefur fækkað mjög á landgrunninu síðan 2001. „Á landgrunninu eru það fyrst og fremst hrefna og hnúfubakur sem eru algeng. Hnúfubakurinn hefur í rauninni algjörlega tekið yfir land- grunnið af hrefnunni frá 2001 og til 2007; mikil fækkun í hrefnu á móti mikilli fjölgun í hnúfubak,“ sagði Gísli og sagði hnúfubakinn orðna ráðandi tegund á landgrunninu. Fækkun á hrefnu sé allra helst greini- leg við vestanvert landið, þó fækkun sé líka merkjanleg fyrir norðan land. Þetta tengir Gísli við hrun sand- sílastofnsins, en sandsíli var yfir- gnæfandi í fæðu hrefnu fyrir alda- mótin 2000. Segja megi að hrefnan hafi brugðist við sandsílahruni og tilfærslu loðnu frá Norðurlandi og að ströndum Grænlands með breyttu fæðuvali annars vegar, en ekki síður að stór hluti þeirrar hrefnu sem var á landgrunninu hafi flutt sig um set í fæðuleit. Það er þó óstaðfest. Niðurstöður rannsókna í hnot- skurn sagði Gísli vera að allt bendi til mikilla breytinga í vistkerfi hafsins við Ísland sem komi fram í breyttri fæðusamsetningu, orkubú- skap, frjósemi og útbreiðslu hvala. Til viðbótar hafi rannsóknir sýnt að fæðutímabil hvala hér við land nær lengra fram á haustið en áður var talið – hvort sem það er nýtilkomið eða ekki. „Það virðist sem þessi aukni sjávarhiti sé grunnorsök allra þess- ara breytinga, þó eftir sé að sanna það. [...] Spurningin er hvort þess- arar hlýnunar sjávar sé þegar farið að gæta á Íslandi, en þessar niður- stöður benda sterklega til þess. Á hitt ber auðvitað að líta að þegar farið er aftur í tímann þá erum við ekki enn þá komin langt upp úr þeim hitastigum í hafinu sem þekktust áður fyrr, þannig að hvort þetta mun að einhverju leyti ganga til baka, er erfitt að segja,“ sagði Gísli í erindi sínu. svavar@frettabladid.is Hvalir virðast góð mælistika á loftslagsbreytingar og hlýnun Umtalsverðar breytingar á útbreiðslu og fjölda skíðishvalategunda við Ísland virðast skýr merki loftslags- breytinga og hlýnunnar sjávar. Hrefnu hefur fækkað gríðarlega á landgrunninu en hnúfubakur tekið yfir. Hnúfubakurinn hefur í rauninni algjörlega tekið yfir land- grunnið af hrefnunni frá 2001 og til 2007. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hnúfubak fjölgar sem gleður gesti hvalaskoðunarfyrirtækja sérstaklega. MyNd/NorðursigLiNg 2 1 . m a í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -7 6 F 8 1 9 8 0 -7 5 B C 1 9 8 0 -7 4 8 0 1 9 8 0 -7 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.