Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 6
Stjórnmál Ef af útgöngu Bretlands
úr Evrópusambandinu (ESB) yrði í
næsta mánuði, gæti á næstu árum
orðið til ytra lag í Evrópusamvinnu
sem næði yfir Bretland, Noreg,
Sviss og Ísland ásamt nokkrum
smærri ríkjum. Þetta er mat Eiríks
Bergmann, prófessors í stjórnmála-
fræði. Hann kynnti hugmyndir sínar
um slíka samvinnu á opnum fundi
á vegum Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands og Félags stjórn-
málafræðinga í gær.
„Bretland er nánasti viðskipta-
aðili Íslands í Evrópu, þrátt fyrir
þorskastríðin og IceSave. Sam-
band okkar við Bretland er virki-
lega mikilvægt, ekki einungis þegar
kemur að efnahagsmálum, heldur er
Ísland að færast meira í átt að Bret-
landi menningarlega séð,“ sagði
Eiríkur á fundinum.
Kosið verður um áframhaldandi
aðild Bretlands að Evrópusamband-
inu þann 23. júní næstkomandi. Ef
af útgöngu verður telur Eiríkur að
það muni hafa veruleg áhrif á inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið.
„Þá fjarlægist Evrópusambandið
okkur og minni áhugi væri á Íslandi
fyrir inngöngu,“ sagði Eiríkur. Hann
bætti þó við að hann teldi að Bretar
muni ekki segja sig úr ESB.
Ef af útgöngu verður telur hann
möguleika á nýju tækifæri í Evrópu-
samstarfi. „Í kjölfar kreppunnar árið
2008 fóru hagsmunaaðilar að skoða
möguleikann á því að stofna samtök
fyrir smáríki Evrópu, utan ESB, til að
auka nánd við ESB.“
Reynt var að fá Noreg til að taka
þátt í slíku samstarfi, en ekki Ísland
þar sem við vorum í aðildarvið-
ræðum við ESB á þeim tíma.
„Þetta er eitthvað sem gæti verið
endurskoðað með nýjum formerkj-
um ef Bretland yfirgefur ESB að
mínu mati. Bretland gæti þá verið
stórþjóðin í ytra lagi af Evrópu-
samvinnu sem myndi líklega ná til
EFTA-ríkjanna, Sviss, Andorra, San
Marínó og Ermarsundseyjanna,“
sagði Eiríkur. „Ég hef ekki séð miklar
umræður um þetta í Bretlandi, en ég
held að þessi hugmynd verði viðruð
fljótlega ef af útgöngu verður.“
Skoðanakannanir eru tvísýnar
um áframhaldandi viðveru Breta í
ESB. David Cameron forsætisráð-
herra beitir sér þó áfram fyrir áfram-
haldandi viðveru.
saeunn@frettabladid.is
Ytri Evrópusamvinna
gæti tekið við af ESB
Útganga Bretlands úr ESB hefur töluverð áhrif á Ísland þar sem Bretland er
okkar nánasti viðskiptaaðili í Evrópu. Ef af henni verður mun vera minni áhugi
á Íslandi fyrir því að ganga inn í Evrópusambandið að mati stjórnmálafræðings.
✿ möguleg lönd í ytri Evrópusamvinnu
1
2
3
4
5
6 7
1. Ísland
2. Noregur
3. Mön
4. Bretland
5. Jersey
6. Andorra
7. San Marínó
Verð frá:
á mann m.v. fullorðna og
börn í íbúð með svefn-
herbergi á Golden Sand.
KRÍT
6. júní, 10 nætur
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
- vita.is
er gott fjölskyldutilboð!
Mamma Mia hvað þetta
79.900 kr.
Bretland er nánasti
viðskiptaaðili
Íslands í Evrópu, þrátt fyrir
þorskastríðin og IceSave.
Samband okkar við Bretland
er virkilega mikilvægt.
Eiríkur Bergmann,
prófessor í stjórn-
málafræði við
Háskólann á Bifröst
SVÍÞjóÐ Það sem af er þessu ári hafa
tvöfalt fleiri hælisleitendur í Sví-
þjóð fengið fjárhagslegan stuðning
frá stjórnvöldum til að snúa aftur
til heimalands síns heldur en allt
síðasta ár, eða 449 á móti 216. Það
eru einkum Írakar og Afganar sem
fá slíka styrki.
Styrkurinn nemur um 450 þús-
undum íslenskra króna fyrir ein-
stakling sem er eldri en 18 ára og
225 þúsundum fyrir barn. Fjöl-
skylda getur í mesta lagi fengið um
1,1 milljón íslenskra króna.
Styrkurinn er veittur þeim sem
fara til landa þar sem erfitt getur
verið að koma undir sig fótunum.
Snúi menn aftur til Svíþjóðar þurfa
þeir að endurgreiða styrkinn sem
er greiddur út í heimalandi við-
komandi. – ibs
Fleiri fá styrk
til heimfarar
SVÍÞjóÐ Fimmtán þúsund banka-
starfsmenn í Svíþjóð þurfa að grúfa
sig niður í námsbækur í sumar.
Samkvæmt nýjum kröfum Evr-
ópusambandsins þurfa þeir banka-
starfsmenn sem hafa umsjón með
húsnæðislánum sérstakt leyfi til
starfsins.
Prófin byrja í ágúst og þeim þarf
að vera lokið í mars á næsta ári,
að því er greint er frá á vef Dagens
Industri. Markmiðið með náminu
er að auka þekkingu bankamann-
anna. – ibs
Leggja próf
fyrir sænskt
bankafólk
Tala látinna hækkar
Fólk á flótta frá heimilum sínum leitar skjóls í úthverfi Colombo á Sri Lanka í gær, en mikið vatnsveður hefur gengið yfir landið. Almannavarnir þar
hafa staðfest lát 20 manna í aurskirðum í Kegalle-héraði og að 17 til viðbótar hafi látist annars staðar í landinu vegna flóða og raflosts. Tæplega 224
þúsund manns úr nærri 50 þúsund fjölskyldum hafa verið flutt í skjól en veðrið hefur haft áhrif á líf 352.374 úr 82.924 fjölskyldum. Fréttablaðið/EPa
2 1 . m a Í 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
2
1
-0
5
-2
0
1
6
0
3
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
8
0
-8
A
B
8
1
9
8
0
-8
9
7
C
1
9
8
0
-8
8
4
0
1
9
8
0
-8
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K