Fréttablaðið - 21.05.2016, Page 12

Fréttablaðið - 21.05.2016, Page 12
35,1% Norbert Hofer Frelsisflokknum 21,3% Alexander Van der Bellen Græningjaflokknum 18,9% Irmgard Griss Óháð 11,3% Rudolf Hundstorfer Sósíaldemókrataflokknum 11,1% Andreas Khol Þjóðarflokknum 2,3% Richard Lugner Óháður Allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldar hafa tveir stjórnmálaflokkar ráðið ríkjum í landinu, annar hægra megin við miðju og hinn vinstra megin. Hægriflokkurinn heitir Austur- ríski þjóðarflokkurinn og er nokkuð hefðbundinn íhaldsflokkur kristi- legra demókrata, en vinstriflokkur- inn er flokkur jafnaðarmanna, Sósí- aldemókrataflokkur Austurríkis. Þessir tveir flokkar hafa stjórnað landinu, ýmist báðir saman í sam- steypustjórn eða annar flokkurinn í einu þegar fylgið dugði til að fá hreinan þingmeirihluta. Ef frá er skilin skammlíf bráða- birgðastjórn með Kommúnista- flokknum árið 1945 hefur það einungis einu sinni gerst að þriðji flokkurinn hafi fengið að vera með í ríkisstjórn. Þetta var á árunum 2005 til 2007 þegar Þjóðarflokkurinn fékk til liðs við sig Bandalag um framtíð Austur- ríkis, stjórnmálaflokk sem hinn umdeildi Jörg Haider hafði stofnað eftir að hann klauf sig út úr Frelsis- flokknum. Stóru flokkarnir tveir hafa sömu- leiðis undantekningarlítið átt sinn fulltrúa í forsetaembætti landsins. Eina undantekningin var á árunum 1974 til 1980 þegar hinn óflokks- bundni Rudolf Kirchschläger var forseti Austurríkis. Óvenjulegar forsetakosningar Forsetakosningar á morgun verða því harla óvenjulegar. Þar takast ekki á fulltrúar gömlu valdaflokk- anna heldur fulltrúar tveggja jaðar- flokka. Norbert Hofer er 45 ára gamall fulltrúi Frelsisflokksins, hins umdeilda flokks hægri þjóðernis- sinna sem iðulega er sagður vera öfgakenndur lýðskrumsflokkur. Alexander Van der Bellen er hins vegar 72 ára gamall fyrrverandi leið- togi Græningjaflokksins og nýtur stuðnings flokksfélaga sinna, þótt hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi. Í fyrri umferð forsetakosninganna hlaut Hofer 35,1 prósent atkvæða en Van der Bellen 21,3 prósent. Full- trúar gömlu valdaflokkanna tveggja fengu ekki nema rúm 22 prósent samanlagt. Hofer þykir eiga heldur meiri möguleika í seinni umferðinni á morgun en Van der Bellen. Þó er munurinn í skoðanakönnunum engan veginn nógu afgerandi til að drepa niður alla spennu fyrirfram. Útlendingahræðslan Forsetaembættinu í Austurríki fylgja ekki mikil völd, en sigur Hofers yrði til marks um þá ört vaxandi andstöðu við flóttafólk og aðra innflytjendur sem víða hefur saxað á fylgi hefðbundinna stjórn- málaflokka í Evrópulöndum. Hofer hefur stutt harðar aðgerðir gegn flóttafólki en Van der Bellen Jörg Haider og Frelsisflokkurinn Fyrir þrjátíu árum tók Jörg Haider við forystu í austurríska Frelsis- flokknum, sem þá var lítill flokkur hægrisinnaðra þjóðernissinna og átti rætur að rekja til nasistahreyf- ingarinnar í Austurríki. Haider reif upp fylgi flokksins og var tíu árum síðar, árið 1996, kom- inn með ríflega fjórðung atkvæða bæði í þingkosningum í Austurríki og kosningum til Evrópuþingsins. Hann vakti alræmda athygli fyrir glannalegar yfirlýsingar sínar, þar sem hann meðal annars ræddi um yfirburði austurrísku þjóðarinnar, varaði við ógn sem hann taldi stafa af útlendingum, ekki síst múslim- um, og bar meira að segja blak af þýskum og austurrískum nasistum frá tímum Þriðja ríkisins. Hann dró reyndar seinna í land með sumar slíkar yfirlýsingar sínar. Upp úr aldamótunum reyndi hann að ljá Frelsisflokknum hófsamara yfirbragð og klauf sig á endanum út úr honum og stofnaði árið 2005 nýjan flokk, þar sem hann reyndi að forðast hið umdeilda lýðskrum sem hann hafði verið þekktur fyrir. Haider lést árið 2008, aðeins 58 ára gamall. Jörg Haider, sem lengi vel var leiðtogi Frelsisflokksins. Fréttablaðið/EPa Græninginn alexander Van der bellen og þjóðernissinninn Norbert Hofer að loknu sjónvarpseinvígi um síðustu helgi, þar sem hvorugur þeirra þótti standa sig sérlega vel. Fréttablaðið/EPa Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinaut- urinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna 24. apríl Kosið er á milli tveggja efstu í seinni umferðinni á morgun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı s. 411 11 11 Ráðhús Reykjavíkur ı reykjavik.is/leiga Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi í Bankastræti 0, en þar er heimilt að vera með safn eða sýningu. Rýmið sem er 37,5 fermetrar verður laust í ágúst. Við val á starfsemi verður miðað við að hún gæði mið- borgina meira lífi og auki fjölbreytni. Vakin er athygli á að aðstaðan uppfyllir ekki kröfur um rekstur sjoppu eða matsölu. Núllið verður til sýnis miðvikudaginn 25. maí, kl. 15.00 Hugmyndir um fyrirhugaða starfsemi og opnunartíma berist þjónustuveri Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 7. júní 2016. Nánari upplýsingar á reykjavik.is/leiga Hvernig eigum við að nota Núllið? Hugmyndaleit R E Y K J A V Í K U R B O R G segist gjarnan vilja taka á móti öllum sem á þurfa að halda. Eftir að flóttafólk tók að fjöl- menna til Evrópu á síðustu miss- erum frá Sýrlandi og fleiri stríðs- hrjáðum löndum fylgdi austurríska sósíaldemókratastjórnin lengi vel þeirri stefnu að bjóða flóttafólk velkomið með svipuðum hætti og Þjóðverjar hafa gert. Tekið var við 90 þúsund umsóknum um hæli á síðasta ári. Seint á síðasta ári kom þó annað hljóð í strokkinn og var ákveðið að á þessu ári yrði að hámarki tekið við 37.500 manns. Landamæra- gæsla var hert og nú í síðasta mán- uði voru samþykkt lög sem heimila stjórninni að lýsa yfir neyðarástandi ef mikill fjöldi flóttafólks kemur skyndilega til landsins. Upplausn gömlu flokkanna Fylgi við Frelsisflokkinn hefur vaxið hratt frá því snemma á síðasta ári, samfara vaxandi ótta meðal almennings við útlendinga. Innan gömlu flokkanna ríkir hins vegar upplausn og óvissa. Ekki síst hefur verið mikill ágrein- ingur innan Sósíaldemókrataflokks- ins, sem er við stjórn og ber ábyrgð á hinni skyndilegu stefnubreytingu gagnvart flóttafólki. Fyrir ári, um miðjan maí, höfðu Frelsisflokkurinn, Sósíaldemókrata- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn allir álíka mikið fylgi, um það bil 25 pró- sent hver. Síðan þá hefur fylgi gömlu flokk- anna tveggja sigið jafnt og þétt og mælist nú rétt rúmlega 20 prósent en Frelsisflokkurinn er kominn upp í 33 prósent. Werner Faymann, leiðtogi Sósíal- demókrataflokksins og kanslari austurrísku stjórnarinnar, brást nokkuð óvænt við þessari þróun með því að segja af sér þann 9. maí síðastliðinn. Við báðum embættunum tók Christian Kern, sem hefur undan- farin ár verið forstjóri ríkisjárn- brautafyrirtækisins ÖBB og lítið skipt sér af stjórnmálum. Forsetakosningarnar á morgun eru haldnar í miðju þessa umróts hefðbundinna stjórnmála. Græninginn Van der Bellen, sem er vanur því að vera í stjórnarand- stöðu utarlega á jaðri austurrískra stjórnmála, er allt í einu orðinn fulltrúi þeirra sem vilja halda í horfinu. Þjóðernissinninn yst á hægri vængnum, Norbert Hofer, siglir hins vegar á bylgju almannahræðslunnar við útlendinga og gæti sem hægast nælt sér í nógu mörg atkvæði til að taka við forsetaembættinu. er það fylgi sem Frelsis- flokkurinn mælist nú með í Austurríki. Hann hefur siglt hratt fram úr gömlu valda- flokkunum tveimur, sem hafa stjórnað landinu áratugum saman. 33% 2 1 . m A í 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R12 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A ð I ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -8 5 C 8 1 9 8 0 -8 4 8 C 1 9 8 0 -8 3 5 0 1 9 8 0 -8 2 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.