Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 18
Almannatryggingar og starfsgetumat: nýtt kerfi – fyrir hvern? Málþing - miðvikudaginn, 25. maí 2016 kl. 13-17 á Grand hótel (Gullteigur) Dagskrá: Ávarp: Ellen Calmon formaður ÖBÍ Tillögur ÖBÍ og sérálit við skýrslu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar Lagaumhverfi: Sigurjón Unnar Sveinsson lögfræðingur ÖBÍ Starfsgetumat: Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur Nefndarvinna og sérálit: Ellen Calmon formaður ÖBÍ Framfærsla: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi ÖBÍ Vinnumarkaður: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ Kaffihlé Áhrif nýs kerfis á möguleika fólks til atvinnu og framfærslu? Dóra Ingvarsdóttir, Gigtarfélagi Íslands Guðmundur Ingi Kristinsson, Sjálfsbjörg Friðrik Sigurðsson, Landssamtökunum Þroskahjálp og Aileen Svensdóttir, Átaki Sylviane Pétursson-Lecoultre, Geðhjálp Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Félagi heyrnarlausra Pallborðsumræður Lokaorð: Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ Fundarstjóri: Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður Rit- og táknmálstúlkun í boði Ókeypis aðgangur - Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viður- kenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir fram- þróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskóla- stigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfest- inga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem for- sætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Sam- kvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðal tali OECD-landanna í fjár- mögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármála- áætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norður- löndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfis- ins á næstu fimm árum nái fjármála- áætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undir- fjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlut- verki sínu með tilheyrandi afleið- ingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskóla- kerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi. Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga Þórarinn Guðjónsson forseti, prófessor, Háskóla Íslands Erna Magnúsdóttir rannsóknasérfræðingur, Háskóla Íslands Kristján Leósson framkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Margrét Eggertsdóttir rannsóknaprófessor, Stofnun Árna Magnússonar Þórólfur Þórlindsson prófessor, Háskóla Íslands Anna Ingólfsdóttir prófessor, Háskóla Reykjavíkur Steinunn Gestsdóttir prófessor, Háskóla Íslands Upp úr 2010 fylgdist heims-byggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipu- leggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harð- stjórn. Um sama leyti var almenn- ingur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðl- unartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameigin- legrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þess- ara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefð- bundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja fram- tíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátt- tökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita sam- félagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnar- skrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttak- andi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“ Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sér- stakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslend- ingar hafa lagt fram í stjórnarskrár- málum geti nýst í lagskiptu, fjöl- þjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjá- land fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tek- inn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslend- ingar heimsbyggðinni veginn að lýð- ræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrár- bundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar for- sætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerða- sinnar á Alþingi til þess að full- gilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýð- ræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræð- um um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heims- sögunni. Ísland er eins og tilrauna- stofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd … Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gild- um … það er nýjung í þróun lýðræð- is.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veru- leika: lýðræði fyrir okkur öll. Ólöf Pétursdóttir þýddi Cricket Keating prófessor í stjórnmálafræðum við Ohio State University í Bandaríkjunum Susan Burgess prófessor í stjórnmálafræðum við Ohio State University í Bandaríkjunum Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll. 2 1 . m a Í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R18 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -6 D 1 8 1 9 8 0 -6 B D C 1 9 8 0 -6 A A 0 1 9 8 0 -6 9 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.