Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 20
Sunnudagur
16.00 Demantamót í Rabat Sport
17.00 AT&T-mótið Golfstöðin
19.30 Breiðablik - KR Sport
00.00OKC - Golden State Sport
17.00 ÍBV - Víkingur Hásteinsvöllur
19.15 Valur - Þróttur Valsvöllur
19.15 Fjölnir - Vík Ó. Fjölnisvöllur
20.00 Breiðablik - KR Kópavogsv.
Nýjast
Handbolti „Ég hafði það alls ekki
gott í Vestmannaeyjum. Ég var
mikið einn og þetta var erfitt,“ segir
Hákon Daði Styrmisson, leikmaður
Hauka í Olís-deild karla í handbolta,
Hákon Daði, sem fluttist tólf ára
gamall til Vestmannaeyja, þurfti að
flýja Eyjar vegna eineltis fyrr í vetur
en hann samdi þá við Hauka.
Það reyndist gæfuspor fyrir
þennan 18 ára gamla hornamann.
Hann fór á kostum með Haukum
og þá sérstaklega í úrslitakeppninni
þar sem hann skoraði í heildina 94
mörk. Hann stóð uppi sem Íslands-
meistari með Haukum eftir odda-
leik gegn Aftureldingu en hann
skoraði tíu mörk í leiknum.
„Ég fór að hugsa um sjálfan mig,“
segir Hákon Daði um ástæðu þess
að hann yfirgaf Eyjar. „Ég setti mig
í fyrsta sætið og fór að hugsa um
minn feril. Ég tel mig hafa tekið rétta
skrefið í átt að betri og stærri ferli.
Ég þurfti bara að taka aðeins til hjá
mér.“
Eineltið í garð Hákonar Daða fólst
í útilokun eins og hann segir frá.
Þetta varð að stórmáli innan íBV og
í Eyjum fyrir áramót en málið var
rannsakað og steig þjálfarinn, Arnar
Pétursson, til hliðar á meðan greitt
var úr málinu sem endaði með því
að Hákon fór.
Eineltið var innan ÍBV en hjá
jafnöldrum Hákonar, ekki reyndari
mönnum liðsins og þjálfara. „Mér
leið aldrei illa að fara á æfingar.
Eldri strákarnir í meistaraflokknum
tóku ekkert eftir þessu því þetta var
aldrei í gangi á æfingum með þeim.
Ég fékk þvílíkan stuðning frá eldri
strákunum og Arnari þjálfara,“ segir
Hákon sem sagði engum frá raunum
sínum fyrr en hann gat ekki meir
síðasta vetur.
„Ég fer til Adda þjálfara og segi
honum frá þessu því ég vildi fara.
Eins leiðinlegt og honum fannst
þetta þá skildi hann mig alveg og
stóð þétt við bakið á mér. Fyrst
þegar við töluðum saman sagði ég
honum ekkert ástæðuna. Þarna vissi
enginn hvað var í gangi. Mamma
og pabbi vissu það ekki einu sinni.
Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst
allt út og ég brotna niður,“ segir
Hákon.
Skildi margt eftir í Eyjum
Það getur stundum verið þannig í
eineltismálum að fórnarlambinu
finnst það eiga sök í máli og þann-
ig leið Hákoni á tímabili. „Eftir að
vera svona útilokaður í nokkur ár
fer maður að efast um sjálfan sig.
Maður efast alltaf um hvort fólk vilji
hafa mann með sér og hvort maður
eigi eitthvað að segja,“ segir Hákon
Daði sem er á mun betri stað í dag.
„Mér líður vel í dag. Það breyttist
mikið þegar ég kom upp á land og
bara um leið og ég kom þessu frá
mér. Ég var með þetta í bakpok-
anum lengi en um leið og ég tæmdi
hann og þetta hætti að bögga mig
fór boltinn að rúlla. Ég fékk meiri
spiltíma hjá Gunna hjá Haukunum
og þá kom sjálfstraustið.“
Hákon Daði spilaði frábærlega í
einvígi Hauka gegn ÍBV og héldu þar
margir að hann var í hefndarhug. En
svo var ekki. Þar var hann að spila
gegn mönnunum sem stóðu með
honum og þjálfaranum sem vildi
allt fyrir hann gera.
„Það var mikill kærleikur í þeim.
Bróðir minn [Andri Heimir Friðriks-
son, leikmaður ÍBV] var æðislegur
og þetta styrkti samband okkar
til muna. Svo voru allir strákarnir;
Teddi, Aggi, Dagur, Maggi Stef,
Sindri, Grétar, Andri Heimir og Addi
alveg æðislegir,“ segir Hákon Daði
sem saknar eðlilega Eyja að hluta til.
„Fjölskyldan mín er í Eyjum og
ég sakna hennar að sjálfsögðu. Ég
átti líka ágætis vini og tvo bræður
sem ég er í sambandi við á hverjum
degi. Svo átti ég gott samband við
mömmu og pabba. Að flytja leysti
ekki öll vandamálin en það er eitt-
hvað sem ég þurfti að gera,“ segir
Hákon Daði. tomas@365.is
Var útilokaður og einn í Eyjum
Hákon Daði Styrmisson sló í gegn í úrslitakeppninni með Haukum og var nálægt markameti. Hann þurfti
að yfirgefa Vestmannaeyjar vegna eineltis og opnar sig um veturinn í samtali við Fréttablaðið.
13.30 Formúla E: Berlín Sport
15.30 ÍA - Fylkir Sport
16.15 Man. Utd - C. Palace Sport2
17.00 AT&T-mótið Golfstöðin
00.30 Toronto - Cleveland Sport
14.00 KA - Huginn KA-völlur
14.00 KFF - Keflavík Fjarðab.höll.
14.00 HK - Þór Kórinn
16.00 Grindavík - Leiknir F. Grindav.
16.00 ÍA - Fylkir Norðurálsvöllur
Laugardagur
inkasso-deildin
Fram -Haukar 1-1
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson (40.), 1-1
Ivan Bubao (65.).
Fram nældi í sín fyrstu stig í
Inkasso-deildinni en rauðklæddu
úr Hafnarfirði eru með fjögur stig
eftir þrjá leiki.
Selfoss - Leiknir R. 0-1
0-1 Kári Pétursson (36.).
Lánsmaður frá Stjörnunni, Kári
Pétursson, tryggði Leikni R. sigur á
Selfossi. Leiknir er á toppi deildar-
innar með fullt hús stiga eftir þrjá
leiki, en Selfoss er með þrjú stig.
bætist í hóp ólympíufara?
Á sunnudag keppir sveit Íslands í
4x100 m fjórsundi á EM í London
en hún keppir nú að
því að bæta sinn
besta tíma til að
komast í hóp
sextán bestu
sveita heims. Þeim
verður boðið til
þátttöku á ÓL í Ríó í
sumar. Tvær úr sveitinni, Eygló Ósk
Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir, hafa tryggt sér keppnisrétt
á ÓL í sínum einstaklingsgreinum
en þetta er stærsta tækifæri Jóhönnu
Gerðu Gústafsdóttur, systur Eyglóar,
og Bryndísar Rúnar Hansen til að
komast til Ríó. „Ég vil gera allt sem
ég get til að koma þeim til Ríó og að
Ísland fari með sem flesta þangað,“
sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið.
Hrafnhildur segir að sveitin stefni
hátt. „Við urðum í fjórða sæti á EM
í fyrra og það væri gaman að ná í
verðlaun núna,“ segir hún.
Hákon Daði Styrmisson
flúði Vestmannaeyjar
vegna eineltis en stóð
uppi sem óvænt hetja
Hauka og Íslandsmeistari.
FRéTTABLAðið/AnTOn BRinK
Þarna vissi enginn
hvað var í gangi.
Mamma og pabbi vissu það
ekki einu sinni.
Hákon Daði Styrmisson
Sund Hrafnhildur Lúthersdóttir
kórónaði frábæra frammistöðu
sína á EM í 50 m laug í London með
því að vinna brons í 200 m bringu-
sundi í gær. Hún vann silfur í 100 m
bringusundi á miðvikudag en þetta
eru fyrstu verðlaun ófatlaðs íslensks
sundmanns í 90 ára sögu mótsins.
„Ég gæti bara ekki verið ánægð-
ari,“ sagði Hrafnhildur Ósk við
Fréttablaðið í gær. Hún synti á
2:22,96 mínútum og bætti Íslands-
met sitt í greininni um tíu hund-
raðshluta úr sekúndu. En hún komst
í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur
sem hún hafði stefnt lengi að.
„Eftir að ég komst svo nálægt 23
sekúndunum í fyrra hefur það verið
markmið mitt að komast undir þær.
Þegar það tekst þá er maður kom-
inn í hóp með þeim bestu í heimi,“
segir Hrafnhildur sem stefnir á að
ná langt á Ólympíuleikunum í Ríó
í ágúst.
„Nú fer ég aftur til Flórida og æfi
á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir
Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti
mér að því að fá eins mikið úr þessu
og ég get.
Það var líka frábært að fá þetta
mót til að sjá hvar ég stend. Og það
gekk allt upp. Ég er ánægð með
árangurinn og nú er bara að sjá
hvernig framhaldið verður.“ – esá
Brons bættist í verðlaunasafn Hrafnhildar frá EM
Hrafnhildur, lengst til hægri, með bronsverðlaun sín. FRéTTABLAðið/EPA
vinnur van gaal bikarinn?
Manchester United og Crystal
Palace eigast við í úrslitaleik ensku
bikarkeppninnar sem
fer að venju fram
á Wembley-leik-
vanginum í Lund-
únum. Leikurinn
hefst klukkan
16.30 og er í beinni
útsendingu á Stöð
2 Sport. Þessi sömu lið
áttust við í dramatískum úrslita-
leik árið 1990 þar sem niðurstaðan
var 3-3 jafntefli. Spila þurfti aftur
og hafði þá United betur, 1-0. Það
er mikið í húfi fyrir Louis van Gaal,
stjóra United, en þetta er eini mögu-
leiki hans á titli þetta árið. Ef United
vinnur í dag verður það í tólfta sinn
í sögu bikarsins sem liðið verður
meistari og myndi félagið jafna þar
með árangur Arsenal sem er í dag
sigursælasta lið enska bikarsins.
2 1 . m a í 2 0 1 6 l a u G a R d a G u R20 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð
Sport
2
1
-0
5
-2
0
1
6
0
3
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
8
0
-8
0
D
8
1
9
8
0
-7
F
9
C
1
9
8
0
-7
E
6
0
1
9
8
0
-7
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K