Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 30
Lífríki Mývatns sýnir augljós og alkunn merki um ofauðgun. Við því hefur verið varað aftur og aftur á undanförnum árum að eitthvað hafi farið illilega úrskeiðis og grípa þurfi til aðgerða. Nú bregður svo við að vart hefur áður sést ástand eins og við vatnið síðastliðin tvö sumur þegar óhemju magn svokallaðra blábaktería hreinlega yfir- tók lífríkið suma daga. Þeir sem gerst þekkja til segja að ástandið í vatninu hljóti að tengjast athöfnum manna, því Mývatn er frá náttúrunnar hendi við- kvæmt og mjög næringarríkt og því virðist sem hlutfallslega lítil viðbót við náttúrulegt innflæði næringarefna hafi dugað til að raska náttúrulegu jafnvægi vatnsins og höggvið svo nærri lífríki þess sem raun ber vitni. Grugg Leirlos er það kallað á meðal heimamanna þegar Mývatn gruggast upp af sýanóbakterí- um, en það eru ljóstillífandi og niturbindandi bakteríur [áður nefndar blágrænir þörungar] sem ná miklum þéttleika í næringarríkum vötnum þar sem mikið er af fosfór en hlut- fallslega lítið af köfnunarefni (nitri). Þessar bakteríur eru, sýnir reynslan um heim allan, algengur fylgifiskur áburðarmengunar af völdum landbúnaðar eða þéttbýlis og eru oft undanfari ofauðgunar og dauða í vötnum. Þær skyggja meðal annars á vatnsbotninn sem veldur því að botngróður hverfur og ýtir það enn frekar undir ofauðgun. Margar tegundir og afbrigði þessara blábaktería eru eitraðar. Mörg eiturefni koma við sögu, sum bráðhættuleg mönnum og búfénaði, önnur verka sljóvgandi á vatnalífverur – þó engar sterkar vísbendingar séu enn um slíkt í Mývatni. Heimildir eru til um leirlos í Mývatni á fyrri hluta 20. aldar og mælingar á litarefnum í borkjarna úr Mývatni sýna að þess hefur Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn ávallt gætt þar í einhverjum mæli. Það telst því náttúrulegt í vatninu og má rekja til fos- fórríks grunnvatns í Ódáðahrauni. Ráðgáta Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), hefur sagt að leirlosið sé ein stærsta óleysta gátan í Mývatni. En nýlegar breytingar á lífríki Mývatns, einkum á botngróðri og dýrum sem honum tengjast, verði varla skýrðar nema gert sé ráð fyrir að leirlos hafi aukist á síðustu ára- tugum, og þá eftir 1970, en engar beinar mæl- ingar eru til fyrir þann tíma. Leirlos kemur ekki á hverju ári og er engin sjáanleg regla hvað það snertir önnur en sú að mýlausum árum, sem koma á um það bil sjö ára fresti – Mývatnssveiflan svokallaða – fylgir alltaf mjög mikið leirlos og er sumarið 2015 dæmi um slíkt ástand. Á síðustu þremur árum hefur einnig komið í ljós að fleiri en ein tegund baktería mynda leirlosið og virðast áraskipti að því hver hefur yfirhöndina. Þessi vitneskja byggir á því að á undanförnum árum hafa orðið miklar fram- farir í rannsóknum á þessum bakteríum og má rekja það til nýrrar tækni til efna- og erfðagreininga. Leirlosið sumarið 2014 var til dæmis af völdum annarrar tegundar en það sem birtist í fyrrasumar, þegar niðurstöður mælinga sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO). ↣ Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. Fyrirliggjandi vitneskja fræðimanna, sérlög um Mývatn og Laxá, vá­ listaskráning Umhverfisstofnunar og alþjóðasamningar benda í eina átt. Ráðherra hefur skipað samráðshóp. Kölski meig á móti sólinni og úr varð Mývatn Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir þannig frá sköpun Mývatns: Þegar guð drottinn hafði skapað himin og jörð virti hann það fyrir sér og sá, að það var harla gott. En kölski var ekki á því; honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð í reiði sinni, að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með því þennan dýrðar depil sköpunarverksins. En ekki varð nú af því samt, því úr migu kölska myndaðist Mývatn á Norðurlandi; enda þykir það jafnan ljótt stöðuvatn, og þó mývargurinn, er vatnið dregur án efa nafn af, enn verri, og er hann sannkallað kval- ræði fyrir menn og málleysingja umhverfis vatnið. Ekki gæfulegt Sú mynd sem þessa dagana er dregin upp er ekki gæfuleg. Fyrst er að telja að hinn frægi kúluskítur heyrir sögunni til, og er um bein orsakatengsl við ofauðgun vatnsins að ræða og í hvarfi hans kristallast vandinn. Eins og áður segir er vart nokkrum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxt- inn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frá- rennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstri sem skilar sér til Mývatns með grunnvatns- straumum. Eins getur verið að enn þá gæti áhrifa frá Kísilverksmiðjunni við Mývatn sem lokað var 2004, vegna rofs á setlögum sem losa næringarefni sem áður voru bundin. Kúluskítur hefur fundist í einu stöðuvatni í Japan fyrir utan Mývatn og þar var brugðið á það ráð, til að leysa sama vanda og blasir nú við í Mývatni, að veita öllu skólpvatni frá mannabyggð frá vatnakerfinu – sem gjör- breytti ástandinu þar til hins betra og ofauðg- un vatnsins hefur verið snúið við að mestu. Eitt má gera strax Í raun er því aðeins um eitt að ræða til að stemma stigu við þessari þróun, og það er að tryggja að sem allra minnst af næringar- efnum frá mannabyggð (köfnunarefni og fos- fór) berist í grunnvatnið og þannig í Mývatn. Frárennslismál Skútustaðahrepps hafa því að undanförnu verið í fréttum, og sú staðreynd að sveitarfélagið getur ekki með nokkru móti komið til móts við þær kröfur sem lög og regl- ur setja því við endurbætur sem nauðsynlegar eru. Í þessu ljósi verður að hafa hugfast að um nokkurt skeið hefur verið bent á gríðarlega fjölgun ferðamanna, sem enn eykur á álag á lífríkið í Mývatni og mikilvægi mótvægisað- gerða. Yfir sumartímann sýna rannsóknir að yfir 40 prósent af erlendum gestum okkar koma í Mývatnssveit og skipta því nokkrum hundruðum þúsunda. Því er ákallið til stjórnvalda hávært – eða neyðarkallið. Fyrst og síðast frá forsvars- mönnum sveitarfélagsins sem hafa ítrekað farið á fund ráðamanna og gert grein fyrir ástandinu, eins og Fréttablaðið sagði frá strax í vetur. Fréttum fylgdu ályktanir hagsmuna- aðila og náttúruverndarfólks – frá Veiðifélagi Laxár og Krákár, Veiðifélagi Mývatns, frá Fjör- eggi, félagsskap heimamanna um náttúru- vernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, og frá Landvernd, sem stendur fyrir undir- skriftasöfnun á meðal almennings til að ýta við stjórnvöldum. 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R30 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -7 B E 8 1 9 8 0 -7 A A C 1 9 8 0 -7 9 7 0 1 9 8 0 -7 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.