Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 32

Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 32
Í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal er urmull urriða sem í samspili við náttúruna mynda einstakt veiðisvæði. Leirlosið setur þó strik í reikninginn. Mynd/SVFR Mývatn er um 32 ferkílómetrar að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 metrar og mesta náttúrulega dýpi aðeins um fjórir metrar. Talið er að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. FRéTTabLaðið/ViLheLM ↣ Þá fylgdi Alþingi á eftir þar sem þverpólitískur vilji kom fram um að hjálpa skuli Mývetningum við að laga það sem sannarlega er hægt að laga – frárennslismálin. Að gera það ekki væri skammarlegt, var haft á orði. „Versta mögulega staða er sú að ríkisvaldið komi ekki til hjálpar. Þá sjáum við ekki annað en að það þurfi að takmarka stórkostlega fjölda ferðamanna á svæðinu,“ sagði framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits Norðurlands eystra í viðtali við Fréttablaðið. Viðbragð stjórnvalda á dögunum var að setja saman nefnd – eða sam- ráðshóp. Honum er ætlað að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. Tilgangurinn er að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanir varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins og bæta úr þeim vanda sem nú er að glíma við. Rauði listinn og allt hitt Umhverfisstofnun birti í fyrsta skipti árið 2010 lista yfir þær nátt- úruperlur sem veita þarf sérstaka athygli og að hlúa bæri sérstaklega að – rauða listann um svæði í hættu sem byggður er á ástandsskýrslu um friðlýst svæði á Íslandi. Á þann lista var verndarsvæði Mývatns og Laxár bætt árið 2012 og er þar enn. Þar eru öll ofantalin álitaefni og vandamál útlistuð í þaula. Samkvæmt skilgreiningum Umhverfisstofnunar er eitt af mark- þykktur af Alþingi árið 1978, sama ár og Mývatn og Laxá voru sam- þykkt sem fyrsta Ramsarsvæðið á Íslandi. Líka upplýsingar um aðra alþjóðasamninga sem snerta verndarsvæði Mývatns og Laxár: Bernarsamninginn frá 1979 um verndun villtra plantna og dýra, og samninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni frá 1992. miðum rauða listans að forgangs- raða kröftum og fjármunum til verndunar, enda séu svæðin á listan- um þau svæði sem eru undir miklu álagi sem bregðast þarf við strax. Í hnotskurn: Rauðlituð svæði eru í verulegri hættu að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta til – sem virðist eiga við um Mývatn, því miður. Þessu til viðbótar eru sérlög um verndun Mývatns frá 2004. Mark- mið laganna er að stuðla að nátt- úruvernd í samræmi við sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Einnig Verndaráætlun Mývatns og Laxár 2011 – 2016 þar sem öllu milli himins og jarðar er varðar Mývatn og Laxá til ósa í Skjálfanda er nákvæmlega lýst. Á þessum rúm- lega 50 blaðsíðum er líka að finna forgangsröðun knýjandi verkefna og framkvæmd þeirra – auk lista yfir sértækar aðgerðir fyrir stórt sem smátt. Líka upplýsingar um Ramsar- samninginn frá 1971 sem fjallar um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Hann var sam- Silungur Hornsíli Laxá Risa bleikjustofn Mývatns að hverfa Mývatn er sögufrægt fyrir bleikjuveiði og Laxá fyrir urriða- og laxveiði. 1920 2016 2015Fyrri ár Losaði 100.000 fiska Mesta veiði í Mývatni var um 1920 þegar hún losaði 100.000 fiska, en meðal- veiði síðustu 115 ára er um 27.000 silungar. 1.000 silungar Veiðistofn bleikju í Mývatni er í heild sinni metinn um eitt þúsund silungar og stendur vart undir nafni lengur. 7.000-14.000 Í rannsóknum fyrri ára hafa 7.000 til 14.000 hornsíli veiðst. 300 komu í gildrur Hornsíli hefur aldrei verið eins fáliðað síðan rannsóknir hófust en það er miðlægt í fæðukeðju Mývatns – 300 komu í gildrur sumarið 2015. ekkert þessu líkt á við um Laxá, en urriðasvæðin eru kannski þau bestu í heimi. Þar og allt niður í Laxá í aðaldal hefur mikið „leirlos“ í Laxá þó neikvæð áhrif á stangveiði. ÞRÓUÐ Í SAMVINNU VIÐ 590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R32 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -6 8 2 8 1 9 8 0 -6 6 E C 1 9 8 0 -6 5 B 0 1 9 8 0 -6 4 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.