Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 36
Ástæða heimsóknarinnar var leið- togafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Einungis rúmur mánuður er síðan Sigurður Ingi tók við embætti forsætisráðherra, en áður var hann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Elsa viður- kennir að fyrir tveimur mánuð- um hefði henni ekki dottið í hug að fram undan væri veisla í Hvíta húsinu. „En svona getur lífið breyst snögglega,“ segir hún. „Það var stórkostleg upplifun að koma í Hvíta húsið og jafnframt mikill heiður. Forsetahjónin, Obama og Michelle, hafa einstaklega sterka nærveru og manni líður mjög vel í návist þeirra. Andrúmsloftið var afslappað og notalegt. Fyrirfram hafði ég búist við að allt yrði mun formlegra. Bandaríkjamenn tóku vel á móti okkur og öryggisgæsla var mikil,“ segir Elsa. Í buxum af mömmu Á meðan norrænir forsætisráð- herrar funduðu með forsetanum fengu makar leiðsögn um nær- liggjandi gallerí með Michelle. „Okkur var boðið að skoða Ren- wick-galleríið sem er stórt lista- safn. Maður fann svolítið barnið í sjálfri sér með því að ganga um sali þessa safns þar sem voru ein- stök listaverk. Á eftir komu börn á grunnskólaaldri sem sungu og dönsuðu fyrir okkur. Þarna sá maður hvernig börnin horfðu á forsetafrúna með aðdáunaraugum. Hún ræddi síðan við þau um gildi menntunar. Þaðan lá leiðin í gesta- hús Hvíta hússins þar sem bornar voru fram léttar veitingar.“ Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi mátt ráða fatavali í heimsókn- inni, svarar hún: „Sem betur fer fengum við upplýsingar um klæða- burð fyrirfram. Þar sem þetta var opinber heimsókn fengum við ítar lega dagskrá þar sem tekið er fram hvernig sé heppilegt að klæðast. Ég mátti til dæmis klæð- ast buxum þegar ég fór á safnið. Ég valdi föt sem eru mest ég,“ út- skýrir Elsa og bætir við að hún hafi klæðst gömlum buxum af lát- inni móður sinni. „Hún var sauma- kona og valdi góð efni. Ég hélt að mamma hefði saumað buxurn- ar en þegar ég skoðaði þær betur var inni í þeim fatamiði sem á stóð Michelle. Það kom mér skemmti- lega á óvart og var kannski tákn- rænt. Ég vissi það ekki þegar ég pakkaði þeim niður. Í kvöld- veislunni klæddist ég síðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir saum- aði og hannaði. Ég þekki hand- bragð hennar og verk og leitaði því til hennar. Eiginmaðurinn var í nýjum smóking sem hann keypti fyrir þetta tilefni,“ segir Elsa að- spurð. Óvænt veisla Þau hjónin höfðu aldrei komið til Washington áður. „Það var líka upplifun að kynnast borginni. Við fengum þrjá tíma þegar formlegri dagskrá lauk til að skoða okkur um. Við skoðuðum meðal annars heimili George Washington sem er gömul plantekra fyrir utan borg- ina. Þar var þrælahald á sínum tíma. Það var forvitnilegt að sjá þennan stað og við fengum höfð- inglegar móttökur þar eins og ann- ars staðar.“ Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi átti von á því að sitja veislu í Hvíta húsinu, svarar hún því neit- andi. „Síst af öllu átti ég von á því og ekki Sigurður Ingi heldur. Þetta er staðfesting á því að maður veit aldrei hvað kemur upp í hendurn- ar á manni,“ svarar hún. RÓmantÍk Í fRamsÓkn Elsa vill ekki meina að sitt eigið líf hafi breyst mikið eftir að Sig- urður Ingi varð forsætisráðherra. „Ég myndi heldur ekki vilja að það breyttist. Það sem hefur breyst er að hann er meira fjarverandi en áður. Ég er heima í sveitinni en hann í bænum. Hlutirnir gerð- ust snöggt og það var enginn tími fyrir hann að undirbúa sig fyrir þetta nýja starf. Ég lít á þetta sem verkefni til að leysa og við fjöl- skyldan stöndum á bak við hann,“ segir Elsa sem starfar hálfan dag- inn sem gæðastjóri hjá Landstólpa en sinnir hrossum þeirra hjóna þar fyrir utan. Þau eru með 25 hross og eru öflugir hestamenn. Elsa og Sigurður Ingi búa á sveitabæ í Hrunamannahreppi. Elsa er alin upp í Garðabænum en á ættir að rekja í Þingeyjarsýslu þar sem hún dvaldi í sveit á sumrin. „Þar finnst mér rætur mínar liggja,“ segir hún. Elsa og Sigurður Ingi höfðu þekkst lengi áður en samband þeirra hófst. „Hann vann að sveitar stjórnarmálum og ég vann sem framkvæmdastjóri Heil- brigðis eftirlits Suðurlands. Við fórum að horfa á hvort annað á kjördæmaþingi Framsóknar- flokksins. Það var nú ekki róman- tískara,“ segir hún og hlær. Þau gengu síðan í hjónaband árið 2009. RáðheRRann gÓðuR kokkuR Elsa segir að þau reyni að slaka á í frístundum. „Okkar tómstund- ir eru með hestunum. Þar fáum við hvíld og getum hlaðið batterí- in. Eftir að hann tók við sem ráð- herra kunnum við vel að meta samverustundir í rólegheitum. Þessar stundir eru dýrmætar,“ segir Elsa sem er í hefðarkvenna- hóp sem fer saman í hestaferðir. „Ég er að fara reiðtúr í dag með góðum vinum en Sigurður Ingi sinnir sinni vinnu. Það verður riðið hér um Hrunamannahrepp- inn og endað með grillveislu. Á morgun ætla ég á síðustu æfingu kirkjukórsins hér fyrir vortón- leika í Skálholti á mánudag. Um aðra helgi verður síðan stúdents- veisla hjá okkur þegar örverpið út- skrifast frá Laugarvatni.“ Elsa segir að Sigurður Ingi sé kokkurinn á heimilinu og eldi mjög góðan mat. „Hann er duglegur að elda fyrir mig,“ segir hún. „Þegar ég er orðin leið á skyri og súrmjólk keyri ég í bæinn og fæ að borða hjá honum.“ Óvægin umRæða Elsa var á fullu í pólitík og hefur starfað mikið innan Framsóknar- flokksins í gegnum árin. Hún hefur þó dregið í land eftir að Sig- urður Ingi fór á þing. „Framsókn- arflokkurinn leiddi okkur saman. Sigurður Ingi verður líklegast fyrir hörðustu pólitísku umræð- unni hér heima og við erum ekki alltaf sammála þótt við endum um- ræðuna með bros á vör,“ segir hún hlæjandi. Þegar hún er spurð hvort hún sé viðkvæm fyrir opinberri umræðu um eiginmanninn, segir Elsa: „Ég er meira viðkvæm fyrir umræð- unni um Framsóknarflokkinn. Mér finnst hún óvægin. Ég vona að við berum gæfu til að vera hóf- stilltari í orðum og sanngjarnari hvert við annað.“ elin@365.is fRamsÓkn leiddi okkuR saman Forsætisráðherrahjónin Elsa Ingjaldsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson voru gestir Baracks og Michelle Obama í Hvíta húsinu um síðustu helgi. Elsa segir að ferðin hafi verið einstaklega ánægjuleg og margt hafi komið sér á óvart. Þau kynntust í Framsóknarflokknum og hafa bæði sterkar skoðanir á pólitík. Hún hefur þó dregið úr starfi sínu fyrir flokkinn. Glæsileg í sérsaumuðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir hannaði. Elsa, Michelle, Sigurður Ingi og Barack Obama í Hvíta húsinu. Okkar tómstundir eru með hest- unum. Þar fáum við hvíld og getum hlaðið batt- eríin. Koma millifyrirsögn í eina línu Viðurkenndur bókari Gagnlegt og áhugavert nám sem nýtist þér Viðurkenndur bókari Lykill að góðu starfi Nám til undirbúnings fyrir próf á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins skv, 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. Kennslan fer fram í samvinnu við KPMG. Kennt er þrjá daga í viku frá kl. 16:30 – 19:30. Starfsmennt greiðir skólagjöld sinna félagsmanna. INNRITUN STENDUR YFIR TIL 10. JÚNÍ. Sjá mk.is inga.karlsdottir@ mk.is Menntaskólinn í Kópavogi sími: 594 4000 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R4 F ó L k ∙ k y n n i n G a R b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a R b L a ð ∙ h e L G i n 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -C 5 F 8 1 9 8 0 -C 4 B C 1 9 8 0 -C 3 8 0 1 9 8 0 -C 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.