Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 54
| AtvinnA | 21. maí 2016 LAUGARDAGUR18 Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is Markaðs- og menningarfulltrúi Sveitarfélagið Ölfus auglýsir lausa til umsóknar stöðu markaðs- og menningarfulltrúa. Um er að ræða 100% starf. Leitað er að metnaðarfullum, drífandi og framsýnum einstaklingi sem er reiðubúinn að leita nýrra leiða og þróa starfið áfram. Helstu verkefni: • Kynningar- og markaðsmál. • Utanumhald vefsíðu og samfélagsmiðla. • Fjölmiðlasamskipti og upplýsingagjöf. • Umsjón með menningarviðburðum og hátíðum. • Umsjón með rekstri Bæjarbókasafns. • Umsjón með menningarminjum. • Atvinnumál. Menntunar- og hæfniskröfur: • Góð og haldbær háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi. • Metnaður, sjálfstæði, frumkvæði, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar. • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar. • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Upplýsingar um starfið veita Gunnsteinn Ómarsson, bæjar- stjóri í síma 480 3800 og Barbara Guðnadóttir, menningarfull- trúi í síma 8636390. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin gunnsteinn@olfus.is og gudni@olfus.is. Umsókn sendist á annað þessara netfanga og með henni skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til 26. maí nk. Í Sveitarfélaginu Ölfusi búa um 2.000 manns. Þéttbýliskjarninn er Þorlákshöfn, þar sem í boði er öll grunnþjónusta m.a. góður grunn- og leikskóli, heilsugæslustöð, glæsileg íþróttamannvirki og vinsæl sundlaug. Mikil uppbyggging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn síðustu ár og þá sérstaklega til að bæta þjónustu við fjölskyldur. Unnið er markvisst að verkefnum sem stuðla að því að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu og mun markaðs- fulltrúi vinna náið með bæjarstjóra og öðrum stjórnendum sveitar- félagsins við ýmis spennandi verkefni þar að lútandi. Sveitarfélagið Ölfus auglýsir laus störf ÚTBOÐ PÍPULAGNIR Mannverk ehf. óskar eftir tilboðum í pípulagnir og hreinlætistæki í nýbyggingu hótels við Laugaveg 120. Um er að ræða viðbyggingu við gamla Arionbanka- /Búnaðarbankahúsið við Hlemm. Nýbyggingin er á 5 hæðum auk kjallara. Hótelið mun hýsa 127 hótel- herbergi, SPA, móttöku, starfsmannaaðstöðu og tæknirými. Helstu verkliðir:  Fráveitukerfi  Neysluvatnslagnir  Hreinlætistæki  Hitakerfi  Vatnsúðakerfi  Snjóbræðslukerfi  Pottakerfi Uppsteypa á húsinu er hafin og er áætlað að hún klárist í lok sumars 2016. Innivinna mun hefjast í júní og eru áætluð verklok 1. febrúar 2017. Útboðsgögn eru tilbúin og verða afhent rafrænt þeim sem þess óska. Áhugasamir sendi tölvupóst á hjaltip@mannverk.is með nafni, tölvupóstfangi og síma. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Mannverks, Hlíðasmára 12, 201 Kópavogi og/eða á rafrænu formi á hjaltip@mannverk.is eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2016, en þá verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Sumarhótel Rekstur sumarhótels á Laugum í Reykjadal er auglýstur til leigu. Á Laugum eru 57 herbergi með baði, matsalur og eldhús ásamt þvottahúsi. Hótelrekstur á Laugum á sér langa sögu, umhverfið er fallegt og kyrrlátt. Sundlaug, líkamsræktarsalur, íþróttavöllur og golfvöllur eru á staðnum. Óskað er eftir tilboðum í leigu á rekstri sumarhótels frá júní 2017. Skila þarf lýsingu á áformum rekstraraðila um þjónustu og gæðaviðmið við rekstur hótelsins. Nánari upplýsingar gefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson, netfang: sarngrim@laugar.is sími 464-6301/693-1774. Skila skal inn tilboðum fyrir 1. júní 2016 merkt, Framhaldsskólinn á Laugum, bt. Sigurbjörns Árna, 650 Laugar Leigusali áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tækni- og verkfræðingar VSB Verkfræðistofa leitar að tækni- eða verkfræðingi til framtíðarstarfa á framkvæmdasviði. Starf á framkvæmdasviði felst m.a. í framkvæmdaráðgjöf, framkvæmdaeftirliti og áætlanagerð. Starfsreynsla við mannvirkjagerð æskileg. Frekari upplýsingar gefur Gísli Ó. Valdimarsson gisli@vsb.is Umsókn um starfið með upplýsingum um menntun, hæfni og starfsreynslu óskast skilað á skrifstofu VSB eða á ofangreint netfang eigi síðar en 27. maí nk. Fyllsta trún- aðar verður gætt. VSB Verkfræðistofa ehf. veitir fjölbreytta verkfræðilega ráðgjöf með einkunnarorðunum hagkvæmni, fagmennska og áreiðanleiki. Stofan rekur sögu sína aftur til ársins 1987 og í dag starfa þar 25 manns. Vel er búið að starfsfólki á skrifstofu VSB að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 8 0 -C A E 8 1 9 8 0 -C 9 A C 1 9 8 0 -C 8 7 0 1 9 8 0 -C 7 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.