Fréttablaðið - 21.05.2016, Page 72
Þetta eru tónleikar helgaðir minn-ingu kennara míns og meistara, sellósnillingsins Erlings Blöndals
Bengtssonar. Þegar hann lést fyrir tæpum
þremur árum fór ég að hugleiða hvernig ég
gæti minnst hans með tónleikum. Ég hef
aldrei fundið neinn hentugan ramma utan
um þessa tónleika þangað til að mér tókst
að semja við Listahátíð um að halda þessa
tónleika í minningu hans.
Mér fannst tilvalið að leita til nemenda
minna sem eru í raun og veru barnabörn
Erlings í tónlistarlegum skilningi. Ég þurfti
að velja átta sellóleikara úr stórum hópi af
nemendum sem ég hef haft í gegnum 35 ár
hér á Íslandi.
Svo fékk ég til liðs við mig yndislega
söngkonu, Huldu Björk Garðarsdóttur,
sem á að syngja einsöng í einu af þessum
verkum. En við flytjum á þessum tón-
leikum tvö verk eftir Villa-Lobos fyrir
átta selló og söngrödd með dásamlegum
texta sem Reynir Axelsson hefur þýtt
alveg meistaralega. Síðan er Bachianas
Brasileiras nr. 1 sem er bara fyrir átta selló,
við endum tónleikana á því. Næst verður
flutt ein einleikssvíta eftir Bach sem Mar-
grét Árnadóttir sellóleikari flytur og svo er
eitt yndislegt lag, sem er katalónskt þjóð-
lag sem Pablo Casals sellósnillingur gerði
heimsfrægt. Hann lék þetta alltaf í lok allra
sinna tónleika eftir að hann þurfti að flýja
sitt heimaland.
Erling Blöndal Bengtson þarf nú vart að
kynna á Íslandi. Móðir hans var íslensk en
hann ólst upp í Danmörku. Faðir hans var
danskur fiðluleikari og ég varð nemandi
hans 1964 og var hjá honum sem nemandi
í sjö ár. Á þeim tíma fékk ég það einstæða
tækifæri frá honum að gerast aðstoðar-
kennarinn hans. Það styrkti mig og hjálp-
aði mér mikið í þeirri köllun sem ég hafði
til að verða kennari. Ég kom til Íslands
1980 og hef kennt hérna og spilað síðan.
Ástæðan fyrir þessum verkum er sú að
Erling var alveg stórkostlegur flytjandi
einleiksverka Bachs. Bæði þessi verk eftir
Villa-Lobos tengjast Bach, þess vegna
heita þau Bachianas Brasileiras. Hann var
sellóleikari sjálfur hann Villa-Lobos og
hann samdi þessi tvö verk undir sterkum
áhrifum frá Bach. Mér fannst allt pró-
grammið tengjast Erling. Ég flutti þetta síð-
asta verk, Bachianas Brasileiras nr. 1, sem
nemandi hans undir hans stjórn í Tivoli
concert salnum 1968, þannig tengist þetta
allt saman Erling. Ég vona að fólk flykkist
að, því að Erling var búinn að gefa þess-
ari þjóð mikið með list sinni í meira en
60 ár. Hann kom hingað sem undrabarn
14 ára gamall og síðustu tónleikana sína
hélt hann á 75 ára afmælinu sínu. Hann
var búinn að koma hingað geysilega oft og
halda tónleika. Hann var óskaplega frænd-
rækinn og hélt mikið upp á þetta land.
Þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þá
hafði hann ekkert síður litið á Ísland sem
sitt ættland, miklu frekar heldur en Dan-
mörku.“ stefanthor@frettabladid.is
Heldur tónleika í
minningu kennara síns
Gunnar Kvaran sellóleikari heldur á morgun, sunnudaginn 22. maí, tónleika í Laugarnes-
kirkju til minningar um Erling Blöndal Bengtsson, kennara sinn og meistara.
Gunnar Kvaran ásamt hljómsveitinni og Huldu Björk Garðarsdóttur söngkonu.
Ég vona að fólk
flykkist að, því að
Erling var búinn að gefa
þessari þjóð mikið með list
sinni í meira en 60 ár.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Ólafs Árna Thorarensen
kaupmanns á Siglufirði.
Þakkir til allra þeirra er minntust hans og sérstakar þakkir
til starfsfólks hjúkrunarsviðs Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir
ómetanlega og óaðfinnanlega umönnun á Óla síðustu árin.
Honum þótti vænt um ykkur öll.
Ólafur Thorarensen
Ragnar Thorarensen Sigríður Axelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
Sigursteinn Sigursteinsson
Skjólbrekku,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
17. maí. Útförin fer fram frá
Borgarneskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar.
Guðrún Jóhannsdóttir
Viggó Sigursteinsson
Björgvin Sigursteinsson Steinunn B. Hilmarsdóttir
Björk Sigursteinsdóttir Sigurður J. Sigurðarson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Kristínar Maríu
Kristinsdóttur
handavinnukennara,
áður til heimilis að Kópavogsbraut 11.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun.
Guðbjörg Jóna Jakobsdóttir Þórarinn Helgason
Þórður Jakobsson
Jón Kristinn Jakobsson Guðrún Emilía Daníelsdóttir
og fjölskyldur.
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Jón G. Bjarnason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Valgerður K. Sigurðardóttir
kennari,
Daltúni 28, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 13. maí. Útför hennar fer
fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
24. maí kl. 15.00.
Pálmar Sölvi Sigurgeirsson
Sigurður Pálmarsson
Sigríður Pálmarsdóttir
Ingvar Pálmarsson
tengdabörn og barnabörn.
2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R40 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð
tímamót
2
1
-0
5
-2
0
1
6
0
3
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
8
0
-A
8
5
8
1
9
8
0
-A
7
1
C
1
9
8
0
-A
5
E
0
1
9
8
0
-A
4
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K