Fréttablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 2
Veður Minnkandi suðlæg átt og úrkoma en sunnan 15-23 m/s og snarpar vind- hviður á Norðurlandi fram undir hádegi. Suðaustan 8-15 og skúrir víða sunnan og vestan til þegar líður á daginn en hægari vindur og bjartviðri um landið norð- austan- og austanvert. sjá síðu 32 Minntust konungsins Bhumibol Adulyadej, fráfallins konungs Taílands, var minnst í Gerðubergi í gær. Konungurinn lést 13. október en hann hafði setið á konungsstól frá 9. júní árið 1946 og ríkt lengst allra þjóðhöfðingja heims, rúm 70 ár. Adulyadej varð 88 ára en hann lést eftir langvinn veikindi. Fréttablaðið/Vilhelm RÓM 28. október í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v. 2 í herbergi.Hotel Eurostars Palace Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 79.995 m/morgunmat FY RI R2 1 á flugsæti m/gistingu ÁÐUR KR. 89.900 NÚ KR. 44.950FL UG SÆ TI írak Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginni síðan á mánudag. Þúsundir almennra borgara hafa flúið frá Mosúl og nágrannabyggð- um. Margir hafa farið yfir landa- mærin til Sýrlands og leitað skjóls í flóttamannabúðum þar. Talið er að meira en milljón manns búi í borginni og nágranna- byggðum hennar. Sameinuðu þjóð- irnar og hjálparsamtök segja hættu á því að allt að milljón manns flýi átökin sem í vændum eru. Daish-samtökin svonefndu, sem kalla sig Íslamskt ríki, hafa haft Mosúl á sínu valdi í meira en tvö ár. Þar eru nú helstu bækistöðvar sam- takanna í Írak, en talið er að um fimm til sex þúsund liðsmenn víga- sveitanna haldi þar til. – gb Þúsundir flýja átök við Mosúl stjórnmál Minnihlutaflokkarnir núverandi á þingi, Björt framtíð, Samfylking, Vinstri græn og Píratar, funda líklega um helgina til að fara yfir mögulega fleti á samstarfi eftir kosningar og myndun bandalags. Viðreisn mun ekki boðið til þess- ara samræðna þar eð forsvarsmenn Viðreisnar hafa hafnað því að ræða við Pírata fyrr en eftir kosningar. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, stakk upp á því á mánudag að halda fund allra minnihlutaflokkanna um myndun kosningabandalags. Sam- fylkingin mætti því einn flokka til einkasamtalsins við Pírata því Björt framtíð og VG hafa ekki hitt Pírata á slíkum fundi. – sa Minnihlutinn án Viðreisnar Oddvitar stjórnarandstöðunnar. Fréttablaðið/eyþór stjórnsýsla Gunnar Bragi Sveins- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteins- dóttur, og Viggó Jónsson, aðalfull- trúa Framsóknarflokksins í sveitar- stjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ell- efu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu í vor veitti hann miklu af svokölluðu skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunn- ars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einn- ig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmeðlimum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðal- fundinn en einn hætti af sjálfsdáð- um. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórn- inni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið fer með eignarhlut ríkis- sjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opin- bera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum frétta- blaðsins höfðu þeir þrír stjórnar- menn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrr- verandi formaður Matís, og Berg- þóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoð- armaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar. Hann er á kosningaferðalagi um Skagafjörð. thorgeirh@frettabladid.is Skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Aðstoðarmaður ráðherra og sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Skagafirði skipaðir í stjórn Matís. Þremur tilkynnt kvöldið fyrir aðalfund að þeim yrði vikið úr stjórn. Mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er meðal hinna nýju stjórnarmanna. Gunnar bragi Sveinsson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra sVíÞjóð Sænska ríkisstjórnin vill breyta reglum þannig að fjármála- eftirlitið geti lagt á allt að 50 millj- óna sænskra króna sekt vegna inn- herjaviðskipta eða jafnvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Ákært verði áfram í alvarlegustu málum. Uppljóstrarar eiga að njóta verndar. Í fyrra tilkynnti sænska fjármála- eftirlitið 354 meint innherjavið- skipti til þeirrar stofnunar sem fer með efnahagsbrot. Léleg samvinna embættanna leiddi til langs rann- sóknartíma og kostnaðar. Þegar fjármálaeftirlitið getur beitt sektum í minni málum fá saksóknarar meiri tíma fyrir alvarlegu málin. – ibs Mörg hundruð milljóna sektir Gunnar bragi Sveinsson var í gær á kosningaferðalagi í Skagafirði. Fréttablaðið/GVa 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I m m t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -5 D 7 0 1 B 0 0 -5 C 3 4 1 B 0 0 -5 A F 8 1 B 0 0 -5 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.