Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 31

Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 31
Fjáröflun 20. október 2016 Kynningarblað Kökugerð HP | Papco Það er alltaf vinsælt að selja flatkökur, kanilsnúða og kleinur í fjáröflun. andrea Ýr grímsdóttir, sölustjóri Kökugerðar HP á Selfossi. „Kökugerð HP býður upp á frá- bærar vörur í fjáröflun,“ segir Andrea Ýr Grímsdóttir, sölustjóri Kökugerðar HP á Selfossi, en fyrirtækið framleiðir flatkökur, kleinur, kanilsnúða og einnig hið vinsæla HP-rúgbrauð, bæði fyrir verslanir, mötuneyti og hvers kyns fjáraflanir félagasamtaka og hópa. Gott í frystinn Andrea segir alltaf jafn vinsælt að selja flatkökur í fjáröflun. „Við bjóðum til að mynda okkar einu sönnu HP-flatkökur, kanilsnúða og kleinur í fjáröflun. Þetta er eitt- hvað sem fólki finnst gott að eiga í frystinum og grípa til, til dæmis í nesti fyrir krakkana í skólann. Bæði er hægt að selja einstakar vörutegundir eða búa til samsetta pakka, til dæmis með flatkökum og kanilsnúðum og kleinum,“ út- skýrir Andrea. Allt nýbakað „Allar okkar vörur eru nýjar og ferskar við afhendingu og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og mjög góða þjón- ustu. Það stendur öllum til boða að panta hjá okkur hvar sem fólk er statt á landinu. Við keyrum pant- anir heim að dyrum á Stór-Reykja- víkursvæðinu og á flutningsaðila fyrir landsbyggðina.“ Úrvalið á heimasíðunni „Úrvalið má skoða á heimasíðunni, flatkaka.is, og leggja má inn pant- anir í gegnum netfangið hpflat- kokur@simnet.is. Gott er að panta með tveggja daga fyrirvara. Ef fólk er með einhverjar spurningar ætti það ekki að hika við að senda okkur fyrirspurn á hpflatkokur@ simnet.is og við svörum um hæl.“ Flatkökurnar eru vinsælar í fjáröflunina Kökugerð HP býður dýrindis flatkökur, kleinur og kanilsnúða í fjáraflanir fyrir hvers kyns hópa og félagasamtök. Allt er afgreitt nýbakað og vörurnar keyrðar upp að dyrum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá sendir fyrirtækið vörur um allt land. 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 0 -6 7 5 0 1 B 0 0 -6 6 1 4 1 B 0 0 -6 4 D 8 1 B 0 0 -6 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.