Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 33

Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 33
Papco hefur framleitt íslenskan hreinlætispappír fyrir heimili og fyrirtæki í þrjátíu ár en fyrirtæk- ið býður jafnframt upp á ýmsan annan varning til fjáröflunar. Starfsmenn, sem eru um fjörutíu talsins, hafa yfirgripsmikla þekk- ingu á fáröflun og aðstoða við- skiptavini með það að markmiði að þeir geti hámarkað tekjur sínar. „Við aðstoðum fjölda íþrótta- félaga, félagasamtaka, kóra og aðra hópa sem af einhverjum ástæðum þurfa að fara í fjáröflun. Oftast er fólk að safna fyrir ferða- lögum en þau verða sífellt kostn- aðarsamari og því æ mikilvægara að fjáröflunin takist vel,“ segir Alexander Kárason, sölustjóri Papco. Hann segir lagða áherslu á að bjóða upp á góðar vörur sem tryggir góða endursölu og ánægða kaupendur. „Við erum með margar tegund- ir af gæða klósett- og eldhúspappír en sömuleiðis harðfisk, jólapapp- ír, kaffi, sælgæti og margt fleira. Fólk getur því nálgast allar fjár- öflunarvörur á einum stað en í því felst mikið hagræði og aukin þægindi,“ segir Alexander. Hann segir sumar vörurnar jafnvel þró- aðar í samvinnu við viðskiptavini. „Þá getur fólk bætt við vörum að eigin vali og þannig sniðið pakk- ann að eigin þörfum.“ Alexand- er segir starfsfólk Papco aðstoða viðskiptavini við að setja upp sölu- blað og halda utan um hlutina enda mikilvægt að vel sé að verki stað- ið frá upphafi til enda. „Reynsl- an sýnir að margt getur farið úr- skeiðis þegar umfangið er mikið og óþarfi að hver fjáröflunar- hópur sé að finna upp hjólið. Við höfum reynt þetta allt saman og vitum nákvæmlega hvað við erum að gera.“ Spurður hvort jólavertíðin sé meiri en aðrar segir Alexander vertíðirnar renna svolítið saman. „Inni- og útiíþróttirnar skiptast svolítið á svo þetta þetta dreifist nokkuð vel yfir árið.“ Hægt er að nálgast styrktar­ bækling Papco á papco.is. Einnig er hægt að koma við á Stórhöfða 42 eða hafa sam­ band við sölufulltrúa í síma 587­7788. Styrktarvörurnar eru einnig seldar í útibúi Papco á Akureyri, Austursíðu 2, s. 462­6706, og á Egils­ stöðum, s. 660­6718. Reynslan sýnir að margt getur farið úrskeiðis þegar umfang­ ið er mikið og óþarfi að hver hópur sé að finna upp hjólið. Við höfum reynt þetta allt og vitum hvað við erum að gera. Alexander Kárason Papco hefur framleitt hreinlætispappír í þrjátíu ár en fyrirtækið býður jafnframt upp á ýmsan annan varning til fjáröflunar. MYND/ERNIR Sérfræðingar í fjáröflun Starfsfólk Papco hefur áratuga reynslu af fjáröflunum og býður upp á fjölbreytt vöruúrval. Hjá Papco geta hvers kyns hópar fengið allt frá salernis- og eldhúsrúllum til sniðugra heimilispakka, en auk þess er hægt útbúa pakka með sérvöldum vörum. Fólk getur nálgast allar fjáröfl­ unarvörur á einum stað en í því felst mikið hagræði. Kynningarblað FjáRöFluN 20. október 2016 3 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -6 2 6 0 1 B 0 0 -6 1 2 4 1 B 0 0 -5 F E 8 1 B 0 0 -5 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.