Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 14

Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 14
Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóða- verð myndar því þrýsting til hækk- unar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu millj- ónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúða- verð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóða- hækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrt- verð.“ Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðis- skort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“ „Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í fram- leiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orð- inn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglu- gerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði. Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóða- hækkunina er skortur á lóðum. Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður bygginga- kostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni. „Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og ann- arra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af manna- völdum,“ segir Bjarni Már Gylfason. saeunn@frettabladid.is Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Skortur á lóðum og sala þeirra á milli fjárfesta þrýstir á hærra lóðaverð. Lóðaverð er nú 5 til 10 milljónir króna á hverja íbúð. Ódýrari lóðir og einfaldara byggingarregluverk þarf til að sinna húsnæðismarkaðinum. Hrekkjavökuna MIKIÐ ÚRVAL FYRIR Ti lb oð in g ild a 21 .10 – 2 3. 10 .2 0 16 . F yr irv ar ar e ru g er ði r v eg na m ög ul eg ra p re nt vi lln a. 25% 21.10-23.10.2016 SPARAÐU AF ÖLLUM HREKKJAVÖKUBÚNINGUM Mikill áhugi er meðal fjárfesta á að kaupa lyfsölukeðjuna Lyfju og sýndi vel á annan tug áhuga á kaupum á félaginu. Samkvæmt heimildum hefur verið tekin ákvörðun um að þrír fjárfestahópar haldi áfram í seinni hluta söluferlisins. Íslandsbanki á félagið í gegnum Glitni Holdco ehf., en Virðing sér um ráðgjöf vegna sölunnar. Áhugi fjárfesta endurspeglast í því að verðið er talið verða á bilinu 8 og 10 sinnum EBITDA (rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) félagsins sem hefur verið um sex hundruð milljónir króna undan- farin ár. Það þýðir að heildarvirði félagsins verði um eða yfir sex millj- arðar króna. Áhvílandi skuldir Lyfju voru í lok síðasta árs 3,2 milljarðar króna. Velta félagsins á árinu 2015 var tæpir níu milljarðar króna og hagnaðurinn var 254 milljónir. – hh Fjárfesta langar mikið í Lyfju Fjárfestar eru áhugasamir um að eignast Lyfju. Talið er að endanlegt verð verði um og yfir sex milljarðar króna. Davíð M. Sigurðsson segir mikla eftirspurn eftir íbúðunum á Naustabryggju. FréTTabLaðið/Eyþór Maður spyr sig hvort það sé heil- brigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts. Bjarni Már Gylfason, hag- fræðingur hjá SI Viðskipti 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r14 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -6 C 4 0 1 B 0 0 -6 B 0 4 1 B 0 0 -6 9 C 8 1 B 0 0 -6 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.