Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 36

Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 36
Fatahönnuðurinn Nina McLe- more var áður framkvæmdastjóri Liz Claiborne. Hún hefur alltaf lagt áherslu á að hjálpa konum að klæðast fötum sem henta þeim sem leiðtogum. Nina vill að konur sem eru í fararbroddi í atvinnulífi eða stjórnmálum klæði sig með stíl, þeim líði vel í fötunum og aðrir eiga að bera traust til þeirra. Fötin skipta máli fyrir framakonur. Árið 2001 setti hún á markað sitt eigið merki, tímalausan og klass- ískan fatnað. Margar helstu frama- konur heims leita til hennar. Jakk- arnir eru í öllum mögulegum litum og gerðum. Nina hefur aðstoðað Hillary Clinton í fatavali í kosningabarátt- unni. Eftir því er tekið að Hillary gengur alltaf í buxum. Oft í buxum og jakka eða buxum og síðri skyrtu. Það var alveg sama hvort hún var utanríkis- ráðherra eða í forseta- framboði, Hillary er alltaf í síðbux- um. Jakkar sem Nina McLe- more fram- leið i r er u gerðir eftir ítar legar markaðs- rannsókn- ir meðal athafna- kvenna. Hún forð- ast svört föt og hvet- ur viðskipta- vini sína til að ganga frek- ar í björtum litum. Nina segir að litir geti skapað ákveðið aðdráttarafl sem framakonur eigi að notfæra sér. „Ekki ganga í svörtu, gráu eða gulu,“ segir hún. Nina segist hafa geng- ið inn á lögmannsstof- ur þar sem 80 prósent starfsmanna voru í svörtum fötum. „Það gengur ekki,“ segir hún. Jakkar Ninu eru ekki með púffermum eða breiðum öxlum. Það finnst henni ekki klæðilegt fyrir konur. Hún hefur jakkana rúma í bakið þannig að þeir séu falleg- ir þegar hneppt er að og að konan eigi auðvelt með að hreyfa sig, til dæmis að benda á töflu á fundum. Hvernig kona klæðir sig hefur mikil áhrif á aðra og fatnaðurinn getur sýnt að þarna fari valdamikil manneskja. Hárgreiðsla, förðun og skór eru síðan tæki sem konan hefur til að breyta sér, að því er hún segir. Líklegast er Hillary Clinton frægasti viðskiptavinur Ninu. „Föt eru ekki hennar sterkasta hlið og hún myndast ekkert sérstaklega vel. Hún er mun grennri og meira aðlaðandi í eigin persónu en á myndum,“ segir Nina. „Hillary þarf því að huga að líkamsvexti og myndrænu útliti þegar hún velur föt. Hún verður að klæðast fötum sem gera hana örugga í fasi. Sá litur sem fer öllum og gengur allt- af er blátt,“ segir Nina. „Fallegan jakka úr vönduðu efni, sem fer vel á líkamanum, er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum.“ Jakkar Ninu kosta ekki undir eitt hundrað þús- und krónum. Elín Albertsdóttir elin@365.is Hillary mætti í svörtum jakka með hvítum kraga í kappræðurnar á móti Trump 9. október. Í rauðri dragt í Hempstead í New York. Clinton á framboðsfundi í Kissimee í Flórída í appelsínugulri dragt. Nina McLemore hannar föt á áhrifamestu konur í heimi. Hún segir að konur eigi að ganga í björtum litum. Myndin er fengin af Facebook-síðu hennar. Hannar föt fyrir Hillary Clinton Nina McLemore hefur hannað föt á áhrifamestu konur heims, meðal annars Hillary Clinton og Indra Noovi, forstjóra Pepsi. Nina þykir klæða konur á virðulegan hátt; buxur og jakkar eru áberandi. Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt)SPARIFATNAÐUR Í ÚRVALI! STÆRÐIR 36-52 Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 „Kryddaðu fataskápinn” með fatnaði frá Blazer jakki á 13.900 kr. - 2 litir: svart, blátt - stærð 34 - 48 - stretch Buxur á 11.900 kr. - einn litur: svart - stærð 34 - 48 Skyrta á 8.900 kr. - 4 litir: ljósblátt, hvítt, grátt, svart - stærð 34 - 48 - stretch Leðurbelti á 3.900 kr. - einn litur: svart - 6 lengdir 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r8 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 0 -7 B 1 0 1 B 0 0 -7 9 D 4 1 B 0 0 -7 8 9 8 1 B 0 0 -7 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.