Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 28

Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 28
Emily er óhrædd við að klæðast litum og er hér í grænum dopp- óttum kjól. Emily þótti stórglæsileg í kjól frá Prada við frumsýningu myndarinnar The Girl on the Train í New York á dögunum. Í töff svörtum samfestingi og í skóm frá Louboutin í stíl. Emily eignaðist sitt annað barn í júní síðast- liðnum. Hún var flott á gala- kvöldi MoMA nokkrum vikum áður í kjól frá Mich ael Kors. Leikkonan Emily Blunt hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Girl on the Train sem frumsýnd var hér á landi á dögunum. Emily leik­ ur þar áfengissjúka og þunglynda konu og þurfti að breyta útliti henn­ ar töluvert til að gera hana trú­ verðuga í hlutverkinu. Emily hefur einnig vakið athygli á tískusviðinu að undanförnu en hún þykir hafa skartað fallegum fötum á rauða dreglinum og við önnur opinber tækifæri. Í viðtali við InStyle, en Blunt prýðir forsíðu nóvem­ berheftisins, segist hún hafa eina reglu þegar kemur að klæðavali fyrir rauða dregilinn; ekkert of stelpulegt eða duttlungafullt. „Mér líka þröng föt fyrir slíka viðburði,“ segir leikkonan. „Ég er ekki mikið fyrir stelpuleg eða fín­ leg föt og vel frek­ ar dress sem eru djörf í sniðum og í sterkum litum.“ Blunt á sér væntanlega ekki neinn sérstakan eftirlæt­ ishönnuð þar sem hún sést í fötum frá ýmsum hönnuðum. Yfirleitt er hún þó í fötum frá frægum alþjóðlegum merkjum eins og Prada, Dior, Elie Saab og Michael Kors en hún hefur einn­ ig vakið at­ hygli í klæðn­ aði frá sam­ löndum sínum, þeim Alexand­ er McQueen, Vivienne West­ wood og Stellu McCartney. Litríkur smekkur Emily Blunt er alltaf flott í tauinu. Hún velur sér yfirleitt djörf og litrík föt. Glæsileg með rauðan varalit í stíl við rautt blúndupilsið sem er frá Valentino. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur í hverri viku Ég er ekki mikið fyrir stelpuleg föt og vel frekar dress sem eru djörf. ALLA SUNNUDAGA KL. 19:00 – 21:00 Við kynnum til leiks glænýjan þátt á FM957 sem heitir Þrjár í fötu. Þættinum er stjórnað af mögnuðu þríeyki sem samanstendur af þeim Ósk Gunnars, Sigrúnu Sig og Þórunni Antoníu. Þær munu leiða hlustendur áfram inn í notalegt sunnudagskvöld með gríni, góðri tónlist og áhugaverðum umræðum. @3ifotu 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -8 9 E 0 1 B 0 0 -8 8 A 4 1 B 0 0 -8 7 6 8 1 B 0 0 -8 6 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.